vldimir skrifaði:Ég er einmitt mikið að spá í sjónvarpsflakkara - upphæðin ekki issue per say.
Hann verður að vera með þráðlausu neti, ekki of hávær og ég vil hafa möguleikann fyrir hendi að geta spilað HD-DVD myndir. Hvaða flakkara myndi fólk(Yank) ráðleggja mér að kaupa?
Hef nú ekki mikið verið að ráðleggja fólki að kaupa spilara sem "eiga" að ráða við HD spilun. Enda enginn til sem spilar öll formöt. Einnig er reynsla mín af þráðlausu neti og HD mynda spilun yfir það ekki góð. Þráðlaust net lendir oft í vandræðum með að flytja það gagnamagn sem þarf. Spurning að setja frekar upp 100Mbs powerline lan, en það hefur reynst mér betur.
En allavega ætli DVICO TVIX M-4100SH sé ekki svona næst því að vera besti HD spilarinn en hann er ekki wireless, eins og þú óskar eftir en það er t.d. Mediagate MG-350SHD, en gagnsemi hans þekki ég ekki umfram það sem ég hef lesið.
Reyndar myndi ég frekar mæla með HTPC(sjónvarps-tölvu) fyrir þig frekar, ef kostnaður er ekki stórt issue, en það er sú leið sem virkaði á endanum best fyrir mig, sú græja spilar allt HD efni sama hver uppruni þess er
.