Nú er komið að því að uppfæra eða kaupa nýja vél. Vélin sem ég á í dag er í raun of gömul til að notast við eitthvað úr henni annað en kannski lyklaborðið og músin. Þetta er IBM kassi en held a.m.k. að hægt sé að uppfæra hana eins og aðra kassa??

Málið er það að ég á í erfiðleikum með að ákveða mig. 24" Apple tölvan heillar mikið en ef ég horfi á speccana hennar þá finnst mér hún svakalega dýr miðað innviði.
Ef þið mynduð vilja vera svo góðir þá væri æðislegt að fá ráð frá ykkur sérfræðingum...
Tölvan yrði aðalega notuð í myndvinnslu og þá aðalega á ljósmyndum.
Ef þið þekkið eitthvað til góðra ljósmyndaskjáa þá myndi ég vilja hafa hann sem allra bestan nátturulega og helst ekki undir þessum 24"
Tölvan gæti verið notuð í einhverja leiki en þarf ekkert að vera neitt úber góð í því neitt frekar þó hún ætti að vera "nothæf"

Takk fyrir að lesa þetta og ef eitthvað vantar hér hjá mér þá látið þig mig bara vita!!
