dagur90 skrifaði:takk fyrir það, þannig að ef maður er í erfiðri vinnslu er þá betra að hafa öflugan dual core en í léttri en fjölbreyttri vinnslu betra að hafa quad.
Þú verður náttúrulega að gera þér grein fyrir því að quad core örgjörvi er með 4 mismunandi kjarna og dual core er með 2. Vissulega eru ekki mörg forrit sem nýta alla 4 kjarnana sem quad core hefur uppá að bjóða til fulls, en yfir heildina litið þá er "betra" að hafa 4 kjarna en 2 þar sem að þá ertu, ef ég held áfram með samlíkingu Selsins, kominn með 8 hendur í stað 4. 8 hendur eru mun fljótari en 4 í nánast öllum verkefnum, jafnframt stórum eins og að byggja hús eða litlum eins og að skipa mismunandi lituðum títuprjónum í sér hópa.
Samantekið: Því fleiri kjarnar, því betra (Ef forritið styður fjölda kjarnanna vel þeas).
En hins vegar má ekki gleyma því að ef við tökum duo og quad örgjörva á sama verði og berum þá saman, þá er duo örgjörvinn oftast (Ef ekki alltaf?) með hærri klukkutíðni á stökum kjörnum:
Duo örgjörvi á 20.750kr hefur 3GHz klukkutíðni á stökum kjörnum en hins vegar hefur
Quad örgjörvi á nákvæmlega sama verði aðeins 2.4GHz klukkutíðni.
Hins vegar, ef klukkutíðnin á stökum kjarna er sú sama á bæði quad core og duo örgjörvanum, þá er quad core örgjörvinn alltaf betri ef forritið sem um ræðir hefur góðan stuðning fyrir alla 4 kjarnanna og getur nýtt þá alla til fullnustu.
Sem sagt, fjórir einstaklingar með 100 í greindavísitölu eru afkastameiri en tveir einstaklingar með 100 í greindavísitölu, en hins vegar gætu tveir einstaklingar með 200 í greindavísitölu hugsanlega verið afkastameiri en fjórir með 100.
Hugsum um forrit sem er skipt niður í til dæmis 3000 threads sem skólastofu með 3000 stærðfræðidæmum. Síðan væru sendir
tveir háskólamenntaðir stærðfræðingar inn í stofuna og sagt við þá: Reiknið öll dæmin eins hratt og þið getið. (Hugsum okkur að þetta sé
Þessi örgjörvi bara til gamans.
Hugsum okkur núna aftur sömu stofuna, sama forritið, en sendum núna
fjóra einstaklinga sem eru
ekki menntaðir í stærðfræði en einungis með stúdentspróf á náttúrufræðibraut. (Hugsum okkur að þetta sé þá
þessi örgjörvi.
Hvort myndu tveir stærðfræðingar eða fjórir stúdentar reikna 3000 stærðfræðidæmi hraðar? Ekki get ég gert upp á milli
Vona að ég hafi komið þessu frá mér á skiljanlegan máta
og að einhver hafi nennað að lesa þetta
Og líka að ég sé ekki að æla einhverri vitleysu útúr mér