Síða 1 af 1

Intel Core 2 Duo

Sent: Mán 21. Jan 2008 13:56
af Prowler
Sælir.
Var að pæla, er að fara kaupa mér nýja fartölvu.
Smá pæling, gamla tölvan mín sem er 5-6 ára gömul var P4 2.4 GHz.
Var svo að skoða apple tölvurnar sem innihalda 1.6GHz Intel Core 2 Duo örgjörva.

Samkvæmt mínum útreikningum er 1.6 minna en 2,4 en ég er þá væntanlega ekki að skilja hugmyndina bakvið Intel core 2 duo. Hvað mætti hugsast að 1.6 intel core 2 duo sé hraður á Pentium 4 mælikvarða?

Sent: Mán 21. Jan 2008 14:31
af Dazy crazy
1,6Ghz x2 =3,2 duo er tveir kjarnar í örgjörfanum og þessi Ghz tala sem er sett fram er bara á öðrum kjarnanum.

eins er quad core örgjörfi 4 kjarnar og 2,4Ghzx4 er 9,6

en pentium 4 er bara með einn kjarna en þeir eru til með Hyper threading sem gerir það þannig að windows heldur að hann sé með tvo kjarna en það er ekki á við að vera með tvo kjarna.

Sent: Mán 21. Jan 2008 14:55
af zombrero
Takk kærlega.
Er það mun sniðugara að hafa 2 örgjörva(sem eru samanlagt 3,2) heldur en 1(sem er 3,2) ?

og líka hvað gerir skyndiminni í örgjafanum ?
t.d 4MB samnýtt L2 skyndiminni í mac air

Sent: Mán 21. Jan 2008 14:58
af Dazy crazy
N.P
uuu, svo langt nær þekking mín ekki, ég er bara nýliði hehe

ég held að með duo sem er 3,2 þá er auðveldara að gera 2 hluti í einu en ekki taka mig á stafnum (orðinu).

Sent: Mán 21. Jan 2008 15:07
af Windowsman
Því fleiri MB er betra. Örgjafinn vinnur miklu hraðar þannig.

Ég er t.d. með Pentium 3.0GHz og Intel2Dou 2.0 er á lappanum og allt er smooth og miklu betra:D

Sent: Mán 21. Jan 2008 15:55
af ÓmarSmith
Nei strákar , þetta er ekki alveg svona einfalt.

Þó að örrinn þinn heiti Intel Core 2 duo og sé Tvíkjarna þá þíðir það ekki að þú leggir bara saman 1.6 +1.6. = 3.2ghz

Það þíðir að þú sért með 1 örgjörva sem inniheldur 2 kjarna með þessari klukkutíðni. ;) einn vinnur á 1.6 og hinn vinnur líka á 1.6 bara í sitthvoru lagi .

Vissulega er það mikið meira afl en gamall Pentium örri þar sem allt önnur tækni liggur á bakvið þessar tölur.

Sent: Mán 21. Jan 2008 16:18
af Selurinn
Aumingja drengirnir að reyna að spreða sig.

Jæja strákar hlustiði.
Ef við myndum taka sambærilegan Single Core og Dual Core þá yrði þetta svona

Ein manneskja er með greindavísitölu 200, (Single Core) hún er rosa klár í að leysa hluti sem krefjast ekki margra útlima þar sem hún er einungis með tvær hendur
Tvær manneskjur með greindarvísitöluna 100 (Dual Core) þeim myndi aldrei detta í hug að geta leyst eitt verkefni eins hratt og 200 gæinn, en hinsvegar geta þeir gert fleiri smærri verkefni í einu, og hver veit, hugsanlega geta gert stærri verkefnin fljótari en hinn gæinn af því að þeir geta unnið saman og hjálpast að (hugbúnaðurinn er multi-threaded)


Ég held að þetta gerir ykkur soldið ljóst hvað er í gangi :)

Sent: Mán 21. Jan 2008 16:27
af Windowsman
En er ekki rétt hjá mér að Það er betra að hafa fleiri MB

Sent: Mán 21. Jan 2008 16:31
af Selurinn
Jú.

Cache á örgjöva er alveg eins og RAM.
Nema það er miklu hraðar, (þarf ég að útskýra afhverju :S)

Þannig tölvan setur hluti inná cachið sem hún þarf að ná í oftar en einu sinni og verður vinnsla tölvunnar, jú hraðari eftir því sem cachið er hærra.

En allt er þetta samspil á milli hluta, svo að 800mhz örri með 8mb cache er alveg useless miða við ef þú ert með 800mhz minni 2gb :S

Sent: Mán 21. Jan 2008 16:37
af Windowsman
Skil þetta alveg :D

Thanks

Sent: Mán 21. Jan 2008 17:11
af Dazy crazy
takk fyrir það, þannig að ef maður er í erfiðri vinnslu er þá betra að hafa öflugan dual core en í léttri en fjölbreyttri vinnslu betra að hafa quad.

Sent: Mán 21. Jan 2008 19:11
af ErectuZ
dagur90 skrifaði:takk fyrir það, þannig að ef maður er í erfiðri vinnslu er þá betra að hafa öflugan dual core en í léttri en fjölbreyttri vinnslu betra að hafa quad.


Þú verður náttúrulega að gera þér grein fyrir því að quad core örgjörvi er með 4 mismunandi kjarna og dual core er með 2. Vissulega eru ekki mörg forrit sem nýta alla 4 kjarnana sem quad core hefur uppá að bjóða til fulls, en yfir heildina litið þá er "betra" að hafa 4 kjarna en 2 þar sem að þá ertu, ef ég held áfram með samlíkingu Selsins, kominn með 8 hendur í stað 4. 8 hendur eru mun fljótari en 4 í nánast öllum verkefnum, jafnframt stórum eins og að byggja hús eða litlum eins og að skipa mismunandi lituðum títuprjónum í sér hópa.

Samantekið: Því fleiri kjarnar, því betra (Ef forritið styður fjölda kjarnanna vel þeas).

En hins vegar má ekki gleyma því að ef við tökum duo og quad örgjörva á sama verði og berum þá saman, þá er duo örgjörvinn oftast (Ef ekki alltaf?) með hærri klukkutíðni á stökum kjörnum: Duo örgjörvi á 20.750kr hefur 3GHz klukkutíðni á stökum kjörnum en hins vegar hefur Quad örgjörvi á nákvæmlega sama verði aðeins 2.4GHz klukkutíðni.

Hins vegar, ef klukkutíðnin á stökum kjarna er sú sama á bæði quad core og duo örgjörvanum, þá er quad core örgjörvinn alltaf betri ef forritið sem um ræðir hefur góðan stuðning fyrir alla 4 kjarnanna og getur nýtt þá alla til fullnustu.

Sem sagt, fjórir einstaklingar með 100 í greindavísitölu eru afkastameiri en tveir einstaklingar með 100 í greindavísitölu, en hins vegar gætu tveir einstaklingar með 200 í greindavísitölu hugsanlega verið afkastameiri en fjórir með 100.

Hugsum um forrit sem er skipt niður í til dæmis 3000 threads sem skólastofu með 3000 stærðfræðidæmum. Síðan væru sendir tveir háskólamenntaðir stærðfræðingar inn í stofuna og sagt við þá: Reiknið öll dæmin eins hratt og þið getið. (Hugsum okkur að þetta sé Þessi örgjörvi bara til gamans.

Hugsum okkur núna aftur sömu stofuna, sama forritið, en sendum núna fjóra einstaklinga sem eru ekki menntaðir í stærðfræði en einungis með stúdentspróf á náttúrufræðibraut. (Hugsum okkur að þetta sé þá þessi örgjörvi.

Hvort myndu tveir stærðfræðingar eða fjórir stúdentar reikna 3000 stærðfræðidæmi hraðar? Ekki get ég gert upp á milli :P

Vona að ég hafi komið þessu frá mér á skiljanlegan máta :oops: og að einhver hafi nennað að lesa þetta :lol:

Og líka að ég sé ekki að æla einhverri vitleysu útúr mér :oops:

Sent: Mán 21. Jan 2008 21:20
af Dazy crazy
takk fyrir það kærlega, held að þokunni hafi aðeins létt og ég sé ljósið og veit þá í hvaða átt ég á að fara :D

Sent: Mán 21. Jan 2008 23:15
af Selurinn
Haha, ég mæli með að við gerum þennan Sticky!

Held að það sé komið á hreinu muninn á Single, Duo/Dual, Quad :)

Sent: Mán 21. Jan 2008 23:50
af Dazy crazy
já það gæti bara verið rétt hjá þér og kannski minnast á það að þríkjarna virka vitanlega eins nema bara með 4 kjarna þar sem einn hefur verið disableaður. hehe Very niiiice