Síða 1 af 1
hljóðlagg! hljóðið laggar t.d. þegar ég er að vafra =/
Sent: Sun 20. Jan 2008 18:38
af coldcut
já er að lenda í vandræðum með hljóðið í tölvunni hjá mér...er með nýja cpu og að keyra vista-64bit og þegar ég er til dæmis á netinu að scrolla á síðum eða fara á nýja síðu þá kemur truflun í hljóðið!
veit einhver hvað er til ráða??? man að á gamla lappanum mínum var ég með sama vandamál =/
Sent: Mán 21. Jan 2008 09:24
af ÓmarSmith
Farðu í audio properties/console og lækkaðu í öllu nema WAVE/MASTER.
Mic/Line in og allt það, mute !!
Ef þú ert með onboard hljóðkort þá koma oft skruðningar ef þetta er ekki mute-að.
...
Sent: Mán 21. Jan 2008 19:05
af coldcut
er búinn að því en þetta er ennþá =/ disableaði reyndar line-in en muteaði svo mic! en vandamálið er ennþá eins , svakalega pirrandi þegar maður er á netinu og að hlusta á winamp =/
er með hljóðkortið sem er innbyggt í
Gigabyte P35-DS3R
plz einhver sem getur hjálpað...er að verða vitlaus á þessu! ;p
Sent: Mán 21. Jan 2008 19:36
af ÓmarSmith
Tölvutækni menn ?
Kannist þið við þetta.
Sent: Mán 21. Jan 2008 19:48
af GuðjónR
Sent: Þri 22. Jan 2008 15:33
af Holy Smoke
Þetta er ekki lagg heldur noise úr móðurborðinu. Þar sem hljóðið er að spilast á sama borði og billjón aðrir rafmagnshlutir þá smitast þetta noise yfir í hljóðið, og þetta er ein aðalástæðan ástæðan fyrir því að ég nota dedicated hljóðkort í staðinn fyrir onboard. Þó vissulega sé mismunandi mikið noise í mismunandi móðurborðum þá jafnast það aldrei á við hafa sér hljóðkort vegna þess að það er mun betur einangrað gegn slíku.
Ég hef heyrt svona noise minnka við að nota annan driver, en ég myndi ekki halda í mér andanum. Aðalástæðan fyrir því að fólk er núorðið að nota digital out fyrir hljóðið er einmitt til að minnka þetta noise með því að láta hljóðið haldast stafrænt þar til það er komið í magnarann. Ef þú ert með analog hljóðsnúrur þá gerist þessi digital>analog breyting hinsvegar í tölvunni innan um alla þessa rafmagnshluta og þá kemur þetta noise.
Í stuttu máli er onboard hljóð drasl nema þú notir digital out.
...
Sent: Fim 24. Jan 2008 22:28
af coldcut
fór með tölvuna mína í skoðun og skjákortið var bilað og það var ástæðan fyrir hljóðlagginu og ýmsu fleiru sem var ekki alveg að gera sig í minni nýju cpu ;p
takk samt fyrir hjálpina