Síða 1 af 1

8600 GTS

Sent: Þri 15. Jan 2008 14:35
af Doct
Smá spurning hérna..
Guttinn minn er með ATI kort 800 gt held ég að það heiti.
Myndi það ekki borga sig fyrir hann að fara í þetta kort.

Ég veit vel að þetta er ekki besta kort í heimi en þetta myndi breyta töluverðu hjá honum er það ekki?

Miðað við það sem ég les á Toms þá á þetta kort að vera miklu betra en það sem hann er með.

Hann ætti að geta spilað flesta leiki með þessu korti(NFS PS, C&C Tiberum wars og fleiri) í þokkalegri upplausn ekki satt?

Kv.

Doct

Sent: Þri 15. Jan 2008 15:42
af Dazy crazy
jújú ef móðurborðið styður það (held ég) :-k

Sent: Þri 15. Jan 2008 18:31
af Viktor
Ert að ruglast á XT og GT, en hér sérðu munin (kortin eru blá á listanum) :)
http://www23.tomshardware.com/charts16/742-854-318.png

Ég held að þetta myndi ekki breyta miklu :o Nafnið á 8600 GT blekkir alveg rosalega. Til dæmis eru 7800, 7900, 7950 mun öflugri.
Sérð rosalegan mun um leið og þú ert kominn í til dæmis þetta 8800 kort http://www.computer.is/vorur/6866. Að vísu mun dýrara, en borgar sig held ég.

Sent: Þri 15. Jan 2008 20:29
af Selurinn
Sæll........

Eins og annars einstaklingur talaði um er ekki þess virði að kaupa 8600GTS miða við að það sé ekki "það" mikill munur á kortinu sem þú ert með fyrir og því sem þú stakkst uppá.

Mér heyrist svona að þú ert ekki til í að eyða morðfjár í nýtt kort en vilt samt fá það mesta úr peningnum sem þú hefur.
Mín tillaga yrði HD3850, þ.e.a.s ef þú ert með PCI-E skjákortsrauf
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... ATi_HD3850

Ef þú ert hinsvegar með eldri týpuna [AGP], þá eru kaupin í þau kort miklu verri og yfirleitt er það bara hagstæðara að uppfæra allt draslið sitt. (Móðurborðið og því öllu sem það fylgir)

En ef þú ert til í að sækjast eftir AGP kort, þ.e.a.s ef móðurborðið þitt er með svoleiðis rauf, þá myndi ég skjóta á X1950 Pro, þarft að fá verslanir til að sérpanta þetta fyrir þig (allavega seinast þegar ég gáði áttu engar tölvuverslanir þetta inná lager hjá sér) það kort kostar tæplega 20.000 kall.


En ef þú ert eins og ég segi með PCI-E rauf, þá hiklaust HD3850

Kveðja.....Selurinn

Re: 8600 GTS

Sent: Þri 15. Jan 2008 23:03
af Yank
Doct skrifaði:Smá spurning hérna..
Guttinn minn er með ATI kort 800 gt held ég að það heiti.
Myndi það ekki borga sig fyrir hann að fara í þetta kort.

Ég veit vel að þetta er ekki besta kort í heimi en þetta myndi breyta töluverðu hjá honum er það ekki?

Miðað við það sem ég les á Toms þá á þetta kort að vera miklu betra en það sem hann er með.

Hann ætti að geta spilað flesta leiki með þessu korti(NFS PS, C&C Tiberum wars og fleiri) í þokkalegri upplausn ekki satt?

Kv.

Doct


Ef þetta er pottþétt X800GT kort þá er hellings munur á því og 8600GTS. Því sum X800GT kom einungis með 8 piplines virkjuðum en X800XT með 16, þetta er því mjög slök útgáfa af ATI X800. 8600GTS er mun öflugra en það.

X1600XT var ca X800 pro sem var 12 piplines útgáfa og því öflugir útgáfa heldur en 800GT af X800. Sérð munin ef þú hefur það í huga á gröfum í þessu prófi. MSI 8600GTS.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14575