viddi skrifaði:ég var með G5 í dálítinn tíma, mjög góð mús, en svo er ég nýbúinn að fá mér G9 og ég fer ekki í aðra mús, þetta er bara besta mús sem ég hef átt
Ég er búinn að vera með G9 núna í 2 mánuði, og verð að segja að ég er ekki alveg ánægður með hana, margt sem pirrar mig við hana.
- Það þarf að ýta mjög fast (miðað við aðrar mýs) á miðjutakkann, sem er mjög slæmt t.d. í FireFox þar sem þú notar hann til að opna vefsíður í öðrum tab.
- Gripið er ekki alveg nógu þægilegt. Hef skipt á milli Precise og Comfort gripanna en hvorugt gefur mér nægilega gott grip.
- Verð frekar þreyttur í hendinni við að nota hana þar sem ég hef ekki fullkomið grip á henni og að auki er vesen að ýta á miðjuhnappinn.
- Scroll takkinn er ekki mjög smooth að mínu mati.
- Erfitt að stjórna henni í precise hreyfingum, t.d. pixel-perfect í photoshop útaf veseninu með gripið.
Vildi að ég gæti skilað henni, eða selt hana (einhver vill kaupa 2ja mánaða gamla?).
Ég er með einhverja ódýra Dell mús í vinnunni, optical, eitthvað algjört drasl, og finnst hún mun þægilegri!
Laser vs. optical, hver veit... ég er lítið var við mikinn mun.