Síða 1 af 1

Uppfærsla

Sent: Lau 15. Des 2007 14:07
af valdiþ
Sælir vaktarar

Nú er komið að því að ég ætla að uppfæra vélina hjá mér og mig langar að fá góð ráð hjá ykkur hvað sé best fyrir mig að verlsa.
Mig vantar semsagt móðurborð, örgjöva, vinnsluminni og skjákort.
Ég þarf ekki kassa þar sem ég á einn nokkuð góðann en það er svo aftur spurning með powersupply, ég er með 450w supply núna en spurning hvort ég þurfi stærra.

Það á mest eftir að reyna á vélina í leikjum en ég er ekki í myndvinnslu eða nokkuð slíkt. Ég nota Vista.

Veskið hjá mér þolir 80-90 þús kr. í þetta.

Ég er aðeins búinn að skoða þetta sjálfur og það sem mér sýnist vera nokkuð solid er:
Q6600 örgjövi
8800GT skjákort
Eitthvað gott móðurborð, er ekki alveg klár á þeim.
2 GB vinnsluminni a.m.k

Ég hef verið að skoða verðin hjá þessum helstu tölvuverslunum og þessi pakki er yfirleitt í kringum 80-85 þús kr, þá er móðurborðið í kringum 15 þús.

Er málið bara að fara í eina af þessum verslunum og kaupa allt þar eða er betra að púsla saman úr sitthvorri áttinni, þá á ég við eru önnur merki betri en hin t.d. í skjákortunum?

Látið endilega í ykkur heyra og líka ef þið haldið að það sé betra fyrir mig að gera eitthvað öðruvísi.

Sent: Lau 15. Des 2007 14:38
af Yank
Ef þú ætlar í SLI í framtíðnni þá er móðurborð með Nvidia 650i kubbasetti á þessu budgeti. Annars kemur sterklega til greina móðurborð með P35 kubbasetti.

Annað sem þú setur upp er nokkuð gott. Spurning með 8800GTS 512MB en það er kort sem er heitt núna. 8800GT er þó enn mjög góður kostur fyrir peninginn. Ættir að mv. að borga í kringum 27 þúsund fyrir það.

450w aflgjafi ætti að duga en hann gæti þó verið komin til ára sinna og ekki haft t.d. 24 pinna móðurborðs tengi osfv.

Fáðu tilboð frá t.d. þessum verslunum. T.d. Kísildal, Tölvuvirkni, att, Tölvutækni, Start, Tölvutek eflaust gleymi einhverjum traustum en þessar komu fyrst upp í hugan.

Ef þú ætlar að setja saman sjálfur er skiptir ekki öllu máli hvort þú kaupir allt á sama stað en það er þó ráðlagt að gera það.

Hvaða framleiðenda þú ættir að velja er endalaust hægt að hafa skoðun á og sumir eru betir en aðrir, þannig bara er það. En allar þessar verslanir bjóða upp á gæða vöru, og hafa mikla reynslu í að setja saman vélar.

Sent: Lau 15. Des 2007 15:32
af valdiþ
Var að rekast á þettatilboð frá Tölvutækni.
Er þetta ekki málið fyrir mann í mínum pælingum?

Sent: Lau 15. Des 2007 16:00
af Blasti
Ég held að þú ættir að fá þér stærra power supply, ég var með svipaða vél á 450 og hún varð bara óstöðug og hundleiðingleg þar til ég keypti stærrra