Síða 1 af 1

8600GT ''Eitt allra öflugasta skjákortið á markaðnum''

Sent: Lau 08. Des 2007 15:12
af gunnargolf
Ég var að heyra magnaða auglýsingu frá tölvulistanum. Hún var einhvern vegin svona: ,,Ásgeir hérna, í Tölvulistanum. Þú finnur jólagjöfina fyrir PC töluleikja spilarann hjá okkur. 8600GT skjákort með DirectX 10 er Eitt öflugasta skjákortið á markaðnum í dag og kostar einungis 11.900kr.''

Eitthvað finnst mér það furðulegt að segja að 8600GT sé eitt öflugasta skjákortið á markaðnum, því að það er svo langt frá því. Það er kannski gott miðað við verð, en þetta er auðvitað bara djók. :lol:

Sent: Lau 08. Des 2007 16:08
af GuðjónR
Veistu...það er fullt af ílla upplýstu fólki sem stundar ekki vaktina sem virkilega trúir svona auglýsingum.

Sent: Lau 08. Des 2007 17:01
af TechHead
Jamm, Íslendingar láta endalaust taka sig í ósmurt gatið með misvísandi
lyga auglýsingum, okri og verðsamráðum.

En hvað gerum við í því? .....nákvæmlega ekki neitt!

Því við höfum verið aumingjuð af þessu blessaða "kerfi" sem við skópum
okkur sjálf að amerískri fyrirmynd og höfum með því deytt alla getu til
samstöðu.

"því við eigum ekkert betra skilið, við aumingja litla þjóðin búhúhú" nema einhver auglýsing hvetji okkur til annars.

Við erum að drepast úr minnimáttarkennd og þarafleiðandi látum við drulla
yfir okkur með allskonar kjaftæði.

[ Laugardags Rantið er í boði Pepsi Max] :wink:

Sent: Lau 08. Des 2007 18:07
af appel
Dell, HP o.fl. eru að selja "high-class" vélar á kannski 300 þ kall sem eru með 8600GT kortum, 667mhz ddr2 minni, core2 E4400, halda því fram að þetta séu "öflugustu grafísku vinnustöðvarnar sem eru í boði í dag". Hvílíkt rugl.

Sent: Lau 08. Des 2007 18:52
af GuðjónR
TechHead skrifaði:En hvað gerum við í því? .....nákvæmlega ekki neitt!
Jú stofnuðum vaktina ;)
Það er smá viðleitni...meira en flestir aðrir hafa gert.

Sent: Lau 08. Des 2007 20:10
af littel-jake
Fight the power :evillaugh

Sent: Sun 09. Des 2007 00:14
af Tóti
Og ekki nóg með.
"Alltaf besta verðið"
Hafið þið heyrt það áður :)

Besta verðið !!!

Sent: Sun 09. Des 2007 02:16
af Gets
Jamm ég er alltaf að sjá auglýst "besta verðið" :?

Á mánudaginn ætla ég bara að gamni mínu að tala við samkeppnisstofnun og neytendasamtökin.

Ég ætla að kanna hvort að ég megi auglýsa "bestu verðin" þó að ég sé ekkert með bestu verðin :lol: og kanna hvað ég þarf að greiða í sekt fyrir að blekkja viðskiptavinina :roll:

Þeir geta svo bara kíkt inná vaktin.is til að bera saman allar auglýsingar sem eru með "bestu verðin" þessa dagana og þeirra sem eru í "alvöru" með bestu verðin.

Gleðileg Jól.

Sent: Sun 09. Des 2007 09:53
af gunnargolf
Það var einmitt í sömu bílferð sem ég heyrði auglýst frá tölvulistanum: ,,Alltaf með besta verðið, gerðu verðsamanburð''.

Ef að fólk myndi í alvörunni gera verðsamanburð, þá er ég hræddur um að Tölvulistinn myndi ekki selja mjög mikið.

Sent: Sun 09. Des 2007 18:42
af ÓmarSmith
BT eru að auglýsa.. BT.. BESTA VERÐIÐ í 10 ÁR !!!

HAHAHAHAHA

Þeir eru gjarnan dýrastir ef e-ð er !!

Það ætti e-r að sníta þeim alvarlega

Sent: Sun 09. Des 2007 19:00
af Birkir
BT eru eflaust með besta verðið á t.d. „BT orkudrykknum“ og hafa alltaf verið með besta verðið á honum, þ.a.l. eru þeir ekki að ljúga þegar þeir segja þetta, þeir einfaldlega ekki tilgreina á hvaða vöru þeir hafa besta verðið. :roll:

Sent: Sun 09. Des 2007 19:13
af OverClocker
BT var nú með ansi flotta auglýsingu um daginn þar sem gula músin sagði "Ódýrastir í 11 ár" og var að rífa í sundur Max logo. Á gólfinu hjá henni voru svo rifin logo frá Euronics og Expert....

Sent: Sun 09. Des 2007 22:01
af St1
TechHead skrifaði:[ Laugardags Rantið er í boði Pepsi Max] :wink:


Þanig að þú ert að segja okkur að brenna tölvulistan Oh dark lord? :wink:

Sent: Sun 09. Des 2007 22:17
af GuðjónR
Birkir skrifaði:BT eru eflaust með besta verðið á t.d. „BT orkudrykknum“ og hafa alltaf verið með besta verðið á honum

Enda þeir einu sem selja hann...skiptir engu máli hvað hann kostar þeir verða alltaf með besta verðið.

Sent: Mið 12. Des 2007 01:13
af Harvest
Ég vil benda á undirskrift mína sem ég er búinn að vera með í þónokkuð langan tíma...

Sent: Mið 12. Des 2007 11:27
af wICE_man
Þess má geta að "eitt öflugasta skjákortið á markaðnum" fæst á aðeins 10.900kr í Kísildalnum!!!

:lol:

Þeir fá mig ennþá til að hlæja þessir trúðar. Hvar værum við án vaktarinnar?

Sent: Mið 19. Des 2007 12:09
af einzi
guð hvað hann ásgeir í tölvulistanum fer í mínar fínustu .. langar að rífa af mér eyrun í hvert sinn sem ég heyri þessar auglýsingar og senda ásgeiri eyrun í pósti

Sent: Mið 19. Des 2007 12:57
af ÓmarSmith
"..HÆ..Ásgeir hérna .."

Sent: Mið 19. Des 2007 14:30
af Halli25
einzi skrifaði:guð hvað hann ásgeir í tölvulistanum fer í mínar fínustu .. langar að rífa af mér eyrun í hvert sinn sem ég heyri þessar auglýsingar og senda ásgeiri eyrun í pósti

ég get hugsanlega reddað þessu á teipi handa þér ef þú vilt :)

Sent: Mið 19. Des 2007 17:19
af littel-jake
faraldur skrifaði:
einzi skrifaði:guð hvað hann ásgeir í tölvulistanum fer í mínar fínustu .. langar að rífa af mér eyrun í hvert sinn sem ég heyri þessar auglýsingar og senda ásgeiri eyrun í pósti

ég get hugsanlega reddað þessu á teipi handa þér ef þú vilt :)


Reddaðu frekar heimilisfanginu hans :lol: