Síða 1 af 1

Detonator FX 5x.x - Prumpbóla í baði ? -

Sent: Fim 25. Sep 2003 02:34
af PeZiK
Svo virðist sem að Nvidia sé að berjast fyrir tilverurétti sínum með kjafti og klóm þessa dagana gegn ATI. Þetta er að verða heljarinnar hitamál þar sem æ fleiri tæknisíður geta ekki lengur mælt með Nvidia og þeirra flaggskipi FX 5900. Nvidia vísar öllum "benchmark" mælingum á bug og segjast ekki vera tilbúnir með rétta "driverinn" fyrir DX9 leiki s.s. Half Life 2, þ.e.a.s. ekki búnir að klára hann svo að kortið vinni hraðar !

Þeir gáfu út yfirlýsingu að nú væri að koma "rétti" driverinn fyrir FX seríuna - Detonator 5x.x. Þessi driver hefur lekið víðsvegar og tæknisíður voru ekki lengi að prufa hann á móti Radeon 9800. Niðurstöðurnar sýndu að FX serían hefði fengið auka búst en á kostnað myndgæða. Samt sem áður var FX 5900 mun lakara en Radeon 9800 í flestum tilvikum. Má taka það fram að FX driverar voru BETA !

Eftir að hafa lesið greinar víðsvegar um þessa stórskemmtilegu pólítík ( kannski ekki fyrir þá sem eiga FX 5900 ) þá verð ég að segja að mitt álit á Nvidia hefur farið frá 10 niður í 0. ATI hefur ekki þurft að afsaka sig í neinu varðandi kortin sín og eru ekki að væla yfir benchmark prófunum eins og Nvidia er að gera. Hvað þá að smíða "réttu" driverana fyrir DX9 leiki. Þetta er sáraeinfalt dæmi - annaðhvort eru þau DX9 kort eða ekki !

Það er engin spurning þegar ég uppfæri hjá mér skjákortið sem er TI 4200 DX8 frá Nvidia að ATI Radeon serían fær að fara í kassann minn. Ekki sakar það heldur að Radeon kortin eru þónokkuð ódýrari/hljóðlátari en FX kortin sem mér finnst stórfurðulegt fyrirbæri...ætti ekki Nvidia að lækka verðið varðandi þetta allt saman ?


Nokkrir góðir linkar um þetta :

http://www.driverheaven.net/articles/aq ... index3.htm
http://www.gamersdepot.com/hardware/vid ... ks/002.htm
http://www.hardocp.com/article.html?art=NTE5
http://www.hardocp.com/article.html?art=NTIw

PeZiK

Sent: Fim 25. Sep 2003 02:44
af halanegri
Amm, ATi voru í bullandi driver vandamálum fyrir svona 2 árum, og nú er komið að nVIDIA :D

Sent: Fim 25. Sep 2003 08:08
af Castrate
The NVIDIA CEO Jen-Hsun made it quite clear that the graphics industry would no longer be the primary focus point of the company.


hmm Nvidia að gefast upp?

http://www.legionhardware.com/html/doc.php?id=261&p=3

Sent: Fim 25. Sep 2003 11:12
af Arnar
Ti4600 ekki fínt í HL2 ? :)

Sent: Fim 25. Sep 2003 12:27
af Roger_the_shrubber
Arnar skrifaði:Ti4600 ekki fínt í HL2 ? :)


Jújú, það er víst. Þarft ekkert að vera að breyta eða neitt.

Sent: Fim 25. Sep 2003 16:52
af ICM
Roger_the_shrubber skrifaði:
Arnar skrifaði:Ti4600 ekki fínt í HL2 ? :)


Jújú, það er víst. Þarft ekkert að vera að breyta eða neitt.

ég hef aldrei séð neitt um Ti4200 með 128mb, þar sem 4600 er svona vel spilanlegur ætti þá ekki að vera ásættanlegt með smá hökti að hafa 4200?

Sent: Fim 25. Sep 2003 20:54
af Roger_the_shrubber
Ætli það ekki, í Dx8-8,1 formi.