Tölvukaup (Leikjaturn)!!!


Höfundur
Landon
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 22. Nóv 2007 17:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölvukaup (Leikjaturn)!!!

Pósturaf Landon » Þri 27. Nóv 2007 02:14

Vantar ráðleggingar. Ég hef það í huga að kaupa mér öfluga leikjavél, ég er búinn að scanna svolítið markaðinn og fann 4 vélar sem mér leist á, 2 úr Kísildalnum og 2 úr Tölvutækni..

Notkun:Mest í leiki á borð við CoD4 og fleiri, netráp, word.
Budget:180 þús og niður úr.
Þarfir: Vill hafana með Intel örgjörva, Frekar hljóðláta, 500gb-1tb HD, NvGeforce skjákort, helst 4gb minni, þarf ekki stýrikerfi með.
Stýrikerfi:Veit ekki hvort sé betra að fá sér Vista Ultimate eða bara halda sig við XP-pro

Hér eru tenglarnir:
Ofurturninn (Quad-Core)
Ofurturninn (Dual-Core)
Tölvutækni 1
Tölvutækni 2




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Þri 27. Nóv 2007 08:44





Höfundur
Landon
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 22. Nóv 2007 17:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Landon » Þri 27. Nóv 2007 15:34

Já þessi kemur líka sterkur inn en hvort ætti að funkera betur: 1xGeForce 8800GTX 768MB GDDR3 Over-Clocked eða 2xGeForce 8800GT 512MB (SLI)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Þri 27. Nóv 2007 16:30

180þús? Án skjás?

Ég keypti mér turnvél undir 100þ fyrir 2 vikum síðan, quad core, 2 gíg minni, 8800GT skjákorti (evga), gríðarlega hljóðlát!

Ég held að þú ættir aðeins að pæla í því hvað þú ert að eyða peningunum í, ekki bara henda fúlgu fjár í eitthvað og vona að þú fáir góða vél.

Það væri örugglega hægt að setja saman vél fyrir þig á undir 110þús kall sem keyrir alla nýjustu leikina leikandi létt, og er alveg jafn hraðvirk og vélar sem eru á 180þús.


Ég hef nú líka heyrt að þessi SLI/Crossfire 2x skjákort eru ekkert að gera neitt svakalega mikið, ekki miðað við peninginn og að þetta skulu vera 2x kort! Overhead við tenginguna og samhæfingu er það mikið.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Þri 27. Nóv 2007 17:07

Notkun:Mest í leiki á borð við CoD4 og fleiri, netráp, word.
Budget:180 þús og niður úr.
Þarfir: Vill hafana með Intel örgjörva, Frekar hljóðláta, 500gb-1tb HD, NvGeforce skjákort, helst 4gb minni, þarf ekki stýrikerfi með.
Stýrikerfi:Veit ekki hvort sé betra að fá sér Vista Ultimate eða bara halda sig við XP-pro


Afhverju þarftu 4GB minni?
XP-Pro er langbesta stýrikerfið, og eftir að SP3 kemur fyrir XP þá verður það ENN hraðvirkara (er nú þegar hraðvirkara en Vista!). Einnig, XP ræður ekki við 4GB minni, auk þess er 2GB alveg nóg fyrir þig. Ef þú vilt uppfæra vélina í Vista eftir 1-2 ár þá getur þú uppfært í 4GB minni fyrir lítinn pening!


Antec kassarnir eru góðir og hljóðlátir (P100, Solo, P182) = 14-18þús
2GB minni = 7þús
Q6600 örri = 22þús
P35 móðurborð = 12þús
1x500GB hdd = 8þús
Góður aflgjafi = 9þús
8800GT = 26þús

= 102 þús (með 18þús kr kassa (P182)!)

Taktu svo 20þús kall frá af þessum 80þús kalli til að eyða í vélina aftur eftir 2-3 mánuði (þegar þú veist betur hvað þig vantar), og eigðu 60þús kallinn! (mátt senda mér ;))


*-*


corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Þri 27. Nóv 2007 17:49

appel skrifaði:
Afhverju þarftu 4GB minni?
Einnig, XP ræður ekki við 4GB minni, auk þess er 2GB alveg nóg fyrir þig. Ef þú vilt uppfæra vélina í Vista eftir 1-2 ár þá getur þú uppfært í 4GB minni fyrir lítinn pening!



Eh? WinXP getur ekki notað 4GB? Greinilegt að ég hef bara verið á sýrutrippi þá síðasta 1 og 1/2 ár eða svo....




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Þri 27. Nóv 2007 17:51

Ert þú viss um að það sé ekki lengra síðan :D


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Þri 27. Nóv 2007 17:58

32bita XP styður ekki 4GB.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Þri 27. Nóv 2007 18:01

corflame skrifaði:
appel skrifaði:
Afhverju þarftu 4GB minni?
Einnig, XP ræður ekki við 4GB minni, auk þess er 2GB alveg nóg fyrir þig. Ef þú vilt uppfæra vélina í Vista eftir 1-2 ár þá getur þú uppfært í 4GB minni fyrir lítinn pening!



Eh? WinXP getur ekki notað 4GB? Greinilegt að ég hef bara verið á sýrutrippi þá síðasta 1 og 1/2 ár eða svo....


Windows XP er 32bita stýrikerfi, þannig að það getur bara verið með 4294967296 bæti í minni (2^32). Þar sem Windows notar page file, sem er oft 1GB, þá "sér" Windows aðeins 3GB af physical minni.

3GB physical ram + 1GB page file ram = 4GB.

Þú getur slökkt á pagefile í Windows, og þá séð öll 4GB, en það er ekki mælt með því þar sem það er ástæða fyrir því að Windows notar pagefile.


AFAIK þá hef ég ekki heyrt um neinar raunverulegar lausnir á þessu vandamál. En er líka ekki búinn að skoða það mikið.


*-*


corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Mið 28. Nóv 2007 12:33

Jújú, en 3GB (3,5GB í mínu tilfelli) er meira en 2GB ;)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Mið 28. Nóv 2007 13:24

corflame skrifaði:Jújú, en 3GB (3,5GB í mínu tilfelli) er meira en 2GB ;)


Landon er að leita að ráðleggingum, ekki óráðleggingum :)

Notkun:Mest í leiki á borð við CoD4 og fleiri, netráp, word.


Þú þarft ekki 4GB minni í þetta, kauptu 2GB.


*-*


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 28. Nóv 2007 14:15

Það er nú ekki langt í að 2GB séu of lítið, er það reyndar nú þegar ef maður
er að keyra Windows ME-2 [VISTA] þar sem kerfið sjálft getur verið að éta
1200mb.....




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mið 28. Nóv 2007 15:05

TechHead skrifaði:Það er nú ekki langt í að 2GB séu of lítið, er það reyndar nú þegar ef maður
er að keyra Windows ME-2 [VISTA] þar sem kerfið sjálft getur verið að éta
1200mb.....


Mikið væri nú gaman að fólk áttaði sig á því hvað öll þessi minnisnotkun fer í.

Minni er til þess að nota það.. ekki til þess að hafa eins mikið af því ekki í notkun og hægt er :evil:




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 28. Nóv 2007 15:18

Well ef maður ætlar að keyra upp t.d. minnisfrekann tölvuleik eins og Crysis
þá er nú alltaf betra að eiga eitthvað töluvert inni.... að minnsta kosti segir
mín reynsla það :wink:



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Mið 28. Nóv 2007 17:59

Well ef maður ætlar að keyra upp t.d. minnisfrekann tölvuleik eins og Crysis
þá er nú alltaf betra að eiga eitthvað töluvert inni.... að minnsta kosti segir
mín reynsla það Wink


http://www.crysis-online.com/Informatio ... uirements/

Minimum Requirements
RAM: 1GB (1.5GB on Windows Vista)


Recommended Requirements
RAM: 1.5GB


*-*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Mið 28. Nóv 2007 19:25

Ég myndi taka quad corinn og windows xp hjá kísildal, ódýrasta xpið á landinu btw(10 kalli ódýrara einhversstaðar gegn því að þú kaupir tölvu líka).


4GB ram er bara eitthvað sem þú vilt fyrir þennan budget.... Einnig þá ætlarðu að fá þér 4GB ram til að nota það.... ekki til að spara eins mikið og þú getur að nýta þér það. Svo viltu einnig 4GB ram til að hafa valmöguleikann á því að spila góða leiki í komandi framtíð án þess að þurfa að slökkva á öllu til að spara ;)


Modus ponens


wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Mið 28. Nóv 2007 20:10

appel,

Þú virkar eins og einn með viti. Þú færð hrós fyrir það.

Þannig mig langar að biðja þig um að gera mér greiða og í leiðinni hjálpa öðrum hérna þegar kemur að tölvukaupum. Mér leyst vel á svarið þitt hér að ofanverðu. Hér er upprunnanlegi þráðurinn eftir mig.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=16119

Fyrst langar mig að spyrja þig vegna þess þú virðist vera svo vel að þér í
þessu hvar á ég að versla mér vélina? Ég spila lítið leiki vil samt geta það,
þar að segja haft möguleikann opinn. Er engan veginn hardcore leikjafan.
Er með 17" AG Neovo skjá og langar að fá mér 22" AG Neovo skjá.

Ef þig langar að mæla með öðrum eða aðrir mæla með öðrum, þá endilega gerið það. Ég sá þetta að ofanverðu sem er hér að neðanverðu og mér finnst þú appel vera með viti, enda greinilega með karakter í lagi.

Sá að þú nefndir 102 þús með kassa. (P182) einmitt kassinn sem ég er að fíla :) Og ég ætla að updeita skjáinn hjá mér í leiðinni, endilega hjálpaðu mér en vil nota tækifærið og þakka Yank, hsm, 4x0n og Pandemic fyrir framtakið þeirra, að hjálpa mér í þessu. Enn lýst vel á það sem þú hefur að segja appel. (og hreinlega verð að fá álit þitt, einfaldlega bara MÖST!)

Kærar þakkir!

---> Frá appel:
Antec kassarnir eru góðir og hljóðlátir (P100, Solo, P182) = 14-18þús
2GB minni = 7þús
Q6600 örri = 22þús
P35 móðurborð = 12þús
1x500GB hdd = 8þús
Góður aflgjafi = 9þús
8800GT = 26þús

= 102 þús (með 18þús kr kassa (P182)!)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Mið 28. Nóv 2007 20:49

Ég get sagt þér hvernig tölvu ég keypti mér fyrir 2 vikum síðan:

Örri
Intel Core 2 Quad Q6600 2.4GHz, 1066FSB
hjá Att.is, verð 22.950.-

móðurborð
MSI P35 Neo2-FR
hjá Att.is, verð 12.950.-

RAM
Corsair XMS pöruð 2 stk. 1GB (=2GB) DDR2, 800MHz 240pin PC2-6400 CL4
hjá Att.is, verð 8.950.-

PSU
520W Corsair HX520 aflgjafi
hjá Att.is, verð 10.950.-

HDD
320GB Western Digital SE16 - SATA II WD320AAKS
hjá Att.is, verð 6.950.-

Kassi
Antec P182 Performance One - svartur án aflgjafa - Kassi
hjá Tölvutækni, verð 18.900.-

Skjákort
eVGA NVIDIA GeForce 8800GT 512MB 1900/650MHz
hjá Tölvutækni, verð 28.900,-

Samtals 110.550,-

Þess má geta að Att.is veitir um 4.500 kr afslátt ef þú kaupir fyrir 50þús kr hjá þeim (reyndar fyrir utan örgjörva, bara væla um afsláttinn þeir láta þig fá hann!), sem þýðir að:

Samtals um 106 þús kr. LANGMEST og BEST fyrir peninginn að mínu mati.


Þetta er súper hljóðlát vél, virkar fjandi vel í Crysis, og er rock stabíl. Ég skil ekki fólk sem eyðir 170þús kall í vélar með svipaða spekka, jafnvel ekki einu sinni Quad core vélar, og í miklu lélegri kassa og vafasama power-supplya!

Ég eyddi örugglega 50 klst í að rannsaka hvað ég ætti að kaupa, og þetta sem ég taldi upp varð ofan á.

Þú getur skoðað silentpcreview.com, þar fær Antec P182 og HX520 (aflgafinn) hæstu mögulegu einkunn.


*-*


wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Mið 28. Nóv 2007 22:24

appel hurray, hurray, hurray ...

Kærar þakkir fyrir þetta! Þetta var alveg magnað! Bara ef fleiri væru svona hjálpsamir, reyndar eru það margir hérna og það er frááábært!

Hef verið að hugsa þetta fram og til baka og komst að eftirfarandi niðurstöðu ætla mér að kaupa þetta á sitthvorum staðnum, þannig núna vantar mig aðeins að vita hvort þetta myndi ganga upp, hvort það væri hægt að smella þessu öllu saman og fá þetta til að virka eins og ég valdi mér þetta. (pínu asnaleg spurning, æj vill bara vera öruggur áður enn ég
fer að versla mér þetta.) Öll comment á þetta eru meira enn velkominn. Langar að fá ábendingu með skjákortið líka. (hef tvö nefnilega í huga.)

Hvort er betra og hvers vegna?
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=578
Inno3D GeForce 8600GT-X
256MB 128-bita GDDR3 PCI-Express

eða

eVGA NVIDIA GeForce 8800GT 512MB 1900/650MHZ
hjá Tölvutækni, verð 28.900,- kr.

Hver liggur munurinn í? Ég þakka alla hjálp sem ég fæ.


appel sem og aðrir takk kærlega fyrir hjálpina!

@ Örri
Intel Core 2 Quad Q6600 2.4GHZ, 1066FSB
22.950,- kr

@ móðurborð
MSI P35 Neo2-FR
12.950,- kr

Kísildalur RAM
GeIL 2GB Value PC2-6400 DC
9.000,- kr

@ HDD
2 X 500GB, Samsung
SATA2 300MB/s, 16MB cache, 7200rpm hraðdiskur
17.900,- kr.

@ PSU
520W Corsair HX520 aflgjafi
hljóðlátur og öflugur, styður Crossfire og SLI, ATX 2.2
10.950.-

Kassi
Antec P182 Performance One - svartur án aflgjafa - Kassi
hjá Tölvutækni, verð 18900,- kr.

Skjákort
eVGA NVIDIA GeForce 8800GT 512MB 1900/650MHZ
hjá Tölvutækni, verð 28.900,- kr.

64.750,- kr. Hjá @
- örgjörvinn þá samtals 41.800,- kr.

Kísildalur 9.000,- kr.
Gail minnið.

Tölvutækni 47.800,- kr.
Kassi & Skjákortið. (ef það skjákort verður fyrir valinu)

Þá samtals 121.550,- kr.

Enn með - 4500,- kr. afslátt hjá @

117.050,- kr.

Hvernig lýst ykkur á þetta hjá mér?

Ég gleymdi reyndar að setja inn:
Lite-On 18X DL DVD-skrifari Retail
18x hraða með 3 framhliðum
Kísildalur 3.900,- kr.

Þá fer þetta í 120.950,- kr.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Pósturaf Cikster » Fim 29. Nóv 2007 00:15

Þú þarft að versla fyrir meira en 50 þúsund hjá att fyrir utan örgjörvan en þeir hlutir sem þú verslar hjá att er bara 41.800 kr þannig að þú færð ekki afsláttinn af örranum frá þeim. Mundir því borga 64.750 hjá þeim.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Fim 29. Nóv 2007 13:26

GEL minnið er CL 5-5-5-15, en Corsair minnið hjá att er CL 4-4-4-12. Lægri tölur eru betri.

Það er mikill munur á 8800GT og 8600GT kortunum, þú getur ekki notað 8600GT af neinu viti í nýjustu leikina. 8800GT er heitasta kortið í dag, mæli með því.

En það er líka spurning hvort þú ert í leikjum eða ekki, ef ekki þá þarftu ekkert high-end leikjakort.


*-*


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 29. Nóv 2007 13:39

Þú ert heppinn að fá svona hjálp wixor.....




wixor
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 20:40
Reputation: 2
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wixor » Fim 29. Nóv 2007 14:50

Selurinn...

Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að fá svona ofurhjálp! Þetta er allt saman að
smella saman .. það eina sem mig langar að vita núna hvernig skjá maður á
að fá sér og hvers vegna... Hef verið að líta kringum mig hérna á vaktin.is en
ekki enn fengið neina fasta niðurstöðu, einhver hugmynd og hvers vegna? Er
að spá í skjá sem er "22. Enn og aftur kærar þakkir fyrir hjálpina.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 29. Nóv 2007 15:05

Menn halda almennt ekki vatni yfir þessum skjá.
Ég er reyndar búinn að prófa hann hjá kidda félaga mínum og verð að segja að ég er nokkuð hrifinn af honum (þ.e. skjánum).




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Fim 29. Nóv 2007 15:08

GuðjónR skrifaði:Menn halda almennt ekki vatni yfir þessum skjá.
Ég er reyndar búinn að prófa hann hjá kidda félaga mínum og verð að segja að ég er nokkuð hrifinn af honum (þ.e. skjánum).

Algerlega sammála GuðjónR
Þetta er flottur skjár á flottu verði :)


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard