Síða 1 af 1

Styður móðurborð vinnsluminni?

Sent: Lau 24. Nóv 2007 16:45
af quisling
Sælir(ar).
Var að spá í hvort þetta mobo http://evga.com/products/moreinfo.asp?p ... family=400 styðji þessi vinnsluminni http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=791 ?
Þar sem tölvan er búin að vera að crasha með bluescreen og bootar aftur upp og þá kemur "windows has recovered from fatal error" og svo kemur upp síða frá windows sem segir að hún hafi krassað vegna vinnsluminnisins.
Sko, eftir að ég clockaði þau niður í 800mhz er búið að vera í lagi með hana en þegar hún var í 1066 gerðist þetta.

Re: Styður móðurborð vinnsluminni?

Sent: Lau 24. Nóv 2007 18:03
af Minuz1
quisling skrifaði:Sælir(ar).
Var að spá í hvort þetta mobo http://evga.com/products/moreinfo.asp?p ... family=400 styðji þessi vinnsluminni http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=791 ?
Þar sem tölvan er búin að vera að crasha með bluescreen og bootar aftur upp og þá kemur "windows has recovered from fatal error" og svo kemur upp síða frá windows sem segir að hún hafi krassað vegna vinnsluminnisins.
Sko, eftir að ég clockaði þau niður í 800mhz er búið að vera í lagi með hana en þegar hún var í 1066 gerðist þetta.


Maximum of 8GB of DDR2 533/667/800/1200MHz SLI-Ready memory

Sent: Lau 24. Nóv 2007 18:14
af quisling
Semsagt ef vinnsluminnin eru yfir 800mhz þá þurfa þau að vera SLI ready?

Sent: Lau 24. Nóv 2007 20:24
af quisling
SRY

Sent: Lau 24. Nóv 2007 20:34
af GuðjónR
Aldrei heyrt talaðu um SLI eða Crossfire minni...bara móðurborð.

Sent: Lau 24. Nóv 2007 20:43
af ManiO
Nokkuð viss að SLI og Crossfire ready stimpill á minni er bara því að Nvidia eða ATI eru búinn að prófa hlutinn í SLI eða Crossfire.

Sent: Lau 24. Nóv 2007 21:26
af Klemmi
quisling skrifaði:Svikarar þeir í tölvutækni


First things first, rólegur á svona ásökunum. Ég tek þetta til mín, enda starfsmaður hjá Tölvutækni.

Ef þú skoðar EVGA síðuna er þar undirsíða sem ber titilinn EVGA | Motherboard Memory Support og þar undir geturðu séð að þetta minni er gefið upp fyrir borðin þeirra með 680i kubbasettinu.

Varðandi SLI ready minni þá qoute-a ég hér texta frá SLIzone, kemur betur út heldur en ef ég færi út í eigin útskýringar:
NVIDIA SLI-Ready system memory certification ensures compatibility and system stability with the rest of the SLI ecosystem components including NVIDIA nForce SLI motherboards, NVIDIA GeForce GPUs, and SLI-Ready power supplies. SLI-Ready memory also supports Enhanced Performance Profiles (EPP). When paired with NVIDIA nForce 680i SLI, 680i LT SLI or 590 SLI AMD edition-based motherboards, SLI-Ready memory exposes advanced performance memory settings.

Only memory that pass NVIDIA SLI certification can be called "NVIDIA SLI-Ready certified." Be sure to look for the NVIDIA SLI-Ready badge when you buy your system memory.


Að lokum þá vil ég benda á að til að geta keyrt minnin á 1066mhz þarftu að hækka voltin á raufunum upp í 2.2V s.b.r:
...Each module pair has been tested to
run at DDR2- 1066MHz at a latency timing of 5-5-5-15 at 2.2V. The SPD is programmed to JEDEC
standard latency 800Mhz timing of 5-5-5-15 at 1.8V...
-tekið af http://www.valueram.com/datasheets/KHX8500D2K2_2G.pdf

Yfirleitt skynja móðurborðin kubbana rétt og stilla voltin samkvæmt því, en hugsanlegt að það hafi ekki gerst í þínu tilfelli.

Ef hún heldur áfram að blue-screena þá er um að gera að kíkja með vélina uppeftir til okkar og við ættum að geta fundið út úr þessu fyrir þig.

Ég vona að þetta hjálpi þér til þess að geta fullnýtt minnið þitt og finnst leiðinlegt að þú hafir lent í veseni með þennan búnað en bið þig næst þegar þú lendir í basli að fara ekki út í það að dreifa um okkur óhróðri án þess að hafa samband við okkur fyrst, nema það sé byggt á góðum grunni sem ég vona þó að það verði aldrei grundvöllur fyrir, bæði með þig sem og aðra viðskiptavini.

Sent: Lau 24. Nóv 2007 22:55
af quisling
Ok, sry var frekar pirraður bara.
En sambandi við þennan lista að þá eru mín minni ekki þar og að auki eru minnin á 2,2V
Og hérna stendur http://www.evga.com/products/pdf/122-CK-NF68.pdf að móðurborðið supporti dual channel ddr2 553, 667 og 800 en og svo allt að 1200mhz sli minni með EPP sem þessi minni eru EKKI. Svo að þetta styður ekki 1066. :S
Einnig fann ég eitthvað forrit sem heitir everest og þar stendur þetta undir motherboard: http://i26.photobucket.com/albums/c144/ ... tled-3.jpg

Sent: Sun 25. Nóv 2007 00:25
af Minuz1
quisling skrifaði:Ok, sry var frekar pirraður bara.
En sambandi við þennan lista að þá eru mín minni ekki þar og að auki eru minnin á 2,2V
Og hérna stendur http://www.evga.com/products/pdf/122-CK-NF68.pdf að móðurborðið supporti dual channel ddr2 553, 667 og 800 en og svo allt að 1200mhz sli minni með EPP sem þessi minni eru EKKI. Svo að þetta styður ekki 1066. :S
Einnig fann ég eitthvað forrit sem heitir everest og þar stendur þetta undir motherboard: http://i26.photobucket.com/albums/c144/ ... tled-3.jpg


Það kemur alveg fyrir að dót sem á að passa saman geri það ekki og líka öfugt, þeir hjálpa þér alveg með þetta, enda klassafólk þar á bæ.

En þú verður líka aðeins að átta þig á því að þeir einungis selja dótið þarna, þú átt að geta fundið út sjálfur hvað þú vilt...eða kaupa tilbúnna tölvu sem þeir hafa staðfest að sé 100% compatible.

Skil samt vel pirringin, held að þeir geri það líka :P

Sent: Sun 25. Nóv 2007 00:38
af Klemmi
1066 MHz(PC2 8500)
OCZ OCZ2N10662GK
OCZ OCZ2N10661G
Corsair TWIN2X2048-8500C5D
Corsair TWIN2X2048-8500C5
Kingston KHX8500D2K2/1G
OCZ OCZ2N1066SR2GK
OCZ OCZ2N1066SR1G
PNY D22GX85GMR

*Breytt*Komst að því að ég fór ekki alveg með rétt mál, þessir kubbar sem eru boldaðir eru 1gb sett (2x512mb), hins vegar höfum við verið að nota þessa minniskubba (2x1gb) í þessi borð og það hefur gengið vandræðalaust hingað til.
En leiðindi ef þetta er ekki að ganga auðveldlega fyrir sig hjá þér, en hef fulla trú að þetta sé bara stillingar atriði. Spurning um að checka líka með latencyið á minnunum og stilla þau eins og þau eru gefin út fyrir séu þau ekki á því nú þegar, 5-5-5-15 :)

Skil að þú hafir verið æstur áðan, alltaf leiðinlegt þegar dýru hlutirnir manns eru ekki að skila því sem maður bjóst við, en eins og ég segi þá hef ég fulla trú á því að þú náir þessu í gang.

Gangi þér vel kallinn og ekki vera hræddur við að hafa samband takist þér ekki að koma þessu í lag.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 00:46
af quisling
Já, en sko latency-ið er 5-5-... dæmið og er á 2,2 voltum en eftir að ég breytti úr 1066 í 800 að þá hefur hún verið í lagi svo ég veit ekki hvað skal gera.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 02:06
af Yank
quisling skrifaði:Já, en sko latency-ið er 5-5-... dæmið og er á 2,2 voltum en eftir að ég breytti úr 1066 í 800 að þá hefur hún verið í lagi svo ég veit ekki hvað skal gera.


Það er hálf kjánalegt ekki satt að eyða auka pening í 1066MHz minni og keyra það síðan á 800MHz.

Ég myndi ráðleggja þér að fara með vélina til þeirra og láta stilla þetta almennlega, til að fá úr því skorið hvort það sé ekki málið. Það verður vel tekið á móti þér, trúi ekki öðru.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 13:12
af quisling
Já, það er satt. Ég eyddi miklum pening í þessa vél og þessi minni. Fékk mér E6850 og 8800GTX sem er að gera sig en þetta hefur alltaf böggað mig.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 13:19
af GuðjónR
quisling skrifaði:Svikarar þeir í tölvutækni

Rólegur á stóru orðunum, maður getur ekki drullað yfir fólk og ætlast svo til að fá topp þjónustu.
Ég þekki Pétur í Tölvuvirkni af allt öðru en svikum.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 13:30
af quisling
Já, veit eins og kemur fram hér ofar var ég bara soldið pirraður að þetta skuli vera svona og bið starfsmenn tölvutækni afsökunar. En ég meina þetta er búið að vera í lagi og svo byrjar þetta vesen fyrir 2 vikum og það fer bara í tauganrar á mér og er ekki frá því að það myndi gerast hjá þér í sama tilfelli.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 14:30
af GuðjónR
Þetta vandamál þitt snýr líklega að stillingum í BIOS eins og áður hefur komið fram.
Ég hef lent í þvílíku veseni að stilla nýtt dót og fá það til að virka en það hefur alltaf tekist.

Í þínum sporum myndi ég hringja í Tölvutækni og tala við Pétur eða (klemma) og spyrja þá hvort þú mættir ekki kíkja með kassann til þeirra og fá þá til að skoða BIOS stillingarnar.
Þeir eru sérfræðingar og finna út úr þessu um leið.

Sent: Sun 25. Nóv 2007 14:38
af quisling
já, kannski ég geri það bara, ty.