Síða 1 af 1

Bluetooth á Samsung SGH-D900

Sent: Þri 20. Nóv 2007 21:53
af olikari
Ég fann þennan fína síma úti í kaupmannahöfn, og næ ekki að láta Bluetooth-ið virka.

Það er hægt að activata það en þegar ég geri search for devices þá kemur aldrei neitt upp. Búinn að reyna að ná tenginu við tölvu, síma o.s.frv. Þegar ég prófa að leita frá tölvunni þá finnur tölvan síman, en þegar ég reyni að senda eitthvað á milli þá kemur einnhver error. Er einnhver djíníus sem veit hvað er í gangi?

Sent: Þri 20. Nóv 2007 22:44
af Gúrú
Ef þetta er al-danskur sími þarf ekkert endilega að virka á Íslandi.... Geta verið önnur kerfi þarna úti í tengslum við bluetooth.


Hvað ertu samt að taka annara manna eigur sem þú finnur og fara með þau milli landa? Þessi sími kostar um 3000 Danskar krónur úti og það er 33þús...


Annars hefur mér ALDREI tekist að tengja síma við tölvuna mína via bluetooth...


OOOOOG síðast og mikilvægast getur bara mjög vel verið að þú þurfir að setja disk í tölvuna sem fylgir með símanum til að stilla þetta upp á nýtt...

Sent: Mið 21. Nóv 2007 00:01
af Revenant

Sent: Mið 21. Nóv 2007 01:51
af Minuz1
Þjófnaður....

Sent: Mið 21. Nóv 2007 12:26
af gumol
Eigum við ekki að leyfa honum að njóta vafans og gera ráð fyrir að hann hafi fundið hann í einhverri búð og keypt hann.

Sent: Mið 21. Nóv 2007 14:21
af Minuz1
gumol skrifaði:Eigum við ekki að leyfa honum að njóta vafans og gera ráð fyrir að hann hafi fundið hann í einhverri búð og keypt hann.


Fólk notar þá venjulega orðið keypti....annars get ég alveg beiðist afsökunar ef hann vill leiðrétta mig...en mig grunar bara að hann hafi fundið hann úti á götu eða á skemmtistað og fundist það að finna hlut sé sama og eignast hann.

Ég skal éta hattinn minn ef ég hef rangt fyrir mér....og p.s minn hattur er úr carbon-kevlar.

Sent: Mið 21. Nóv 2007 14:49
af ManiO
Tjah, manni finnst líklegra að ef hann hefði stolið honum þá hefði hann frekar sagt keypt en ekki fann, til að líta minna grunsamlegra út, en hver veit. Ég er sammála um að leyfa honum að njóta vafans.