Harðdiskakaup - 500 GB Samsung, WD eða Seagate?
Sent: Mið 31. Okt 2007 15:54
Nú ætla ég að fara að bæta hörðum diskum í tölvuna mína og er ég að spá í að fá mér tvö stykki 500 GB en ég er bara í smá vandræðum með það hvaða tegund ég ætti að kaupa. Ódýrustu 500 GB diskarnir í dag eru víst Samsung hjá att.is á 8.950 kr. (vaktin segir reyndar að Computer.is sé með þann ódýrasta en það er ekki alveg rétt) en ef ég fengi mér frekar Western Digital þá eru þeir ódýrari hjá Computer.is (9.100 kr. á móti 9.950 kr. hjá Att.is) og svo sé ég ekki betur en að Seagate diskarnir séu nánast á sama verði hjá þeim. Diskarnir virðast allir vera með sömu spekka, 7200 sn/mín, 16 mb cache og SATA2 (300 mb/s) svo skiptir þá einhverju máli hvaða tegund ég fæ mér? Myndi helst vilja fá hljóðláta diska svo ef það er einhver munur þar á milli tegundanna þá væri æði að fá upplýsingar um það.
Svo sé ég reyndar að Computer.is eru líka með 500 GB Hitachi Deskstar en sá diskur virðist vera öðruvísi en hinir þar sem hann er víst SATA300 sem er heil 3 Gb/s sem skýrir líklega verðið á honum (14.155 kr.) svo ég held að ég sleppi því að spá í hann.
Varðandi verðið þá skiptir það ekki alveg öllu máli svo lengi sem það er ekki yfir 10.000 kr. en samt vil ég helst auðvitað spara sem mest á þessum kaupum
Svo sé ég reyndar að Computer.is eru líka með 500 GB Hitachi Deskstar en sá diskur virðist vera öðruvísi en hinir þar sem hann er víst SATA300 sem er heil 3 Gb/s sem skýrir líklega verðið á honum (14.155 kr.) svo ég held að ég sleppi því að spá í hann.
Varðandi verðið þá skiptir það ekki alveg öllu máli svo lengi sem það er ekki yfir 10.000 kr. en samt vil ég helst auðvitað spara sem mest á þessum kaupum