Harðdiskakaup - 500 GB Samsung, WD eða Seagate?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Harðdiskakaup - 500 GB Samsung, WD eða Seagate?

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 15:54

Nú ætla ég að fara að bæta hörðum diskum í tölvuna mína og er ég að spá í að fá mér tvö stykki 500 GB en ég er bara í smá vandræðum með það hvaða tegund ég ætti að kaupa. Ódýrustu 500 GB diskarnir í dag eru víst Samsung hjá att.is á 8.950 kr. (vaktin segir reyndar að Computer.is sé með þann ódýrasta en það er ekki alveg rétt) en ef ég fengi mér frekar Western Digital þá eru þeir ódýrari hjá Computer.is (9.100 kr. á móti 9.950 kr. hjá Att.is) og svo sé ég ekki betur en að Seagate diskarnir séu nánast á sama verði hjá þeim. Diskarnir virðast allir vera með sömu spekka, 7200 sn/mín, 16 mb cache og SATA2 (300 mb/s) svo skiptir þá einhverju máli hvaða tegund ég fæ mér? Myndi helst vilja fá hljóðláta diska svo ef það er einhver munur þar á milli tegundanna þá væri æði að fá upplýsingar um það.

Svo sé ég reyndar að Computer.is eru líka með 500 GB Hitachi Deskstar en sá diskur virðist vera öðruvísi en hinir þar sem hann er víst SATA300 sem er heil 3 Gb/s :shock: sem skýrir líklega verðið á honum (14.155 kr.) svo ég held að ég sleppi því að spá í hann.

Varðandi verðið þá skiptir það ekki alveg öllu máli svo lengi sem það er ekki yfir 10.000 kr. en samt vil ég helst auðvitað spara sem mest á þessum kaupum ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 31. Okt 2007 16:00

komonn.. þú ert ekkert að spara þegar kemur að HDD málum !!

Þú vilt ekki splæsa "bara" í ódýrasta diskinn .... svo hrynur hann og úps !!


Seagate eru bestir skv minni reynslu en Samsung eru líka að mér best vitandi með mjög góða diska.

Bæði Samsung og Seagate eru líka mjög hljóðlátir.

Hitatchi DEATHSTAR er hinsvegar Nei ..stórt Nei ..


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 17:07

Haha Deathstar lol :lol:

En já, auðvitað er það ekki sniðugt að fá sér allra ódýrustu diskana :oops: en í þessu tilviki er það líklega allt í lagi fyrst Samsung eru með mjög góða diska. Vil helst spara eins mikið og ég get þar sem ég er líka að fara að fá mér nýjan skjá og er að reyna að fara ekki yfir 50þús. allt í allt ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Mið 31. Okt 2007 17:11

ÓmarSmith skrifaði:Hitatchi DEATHSTAR er hinsvegar Nei ..stórt Nei ..


Ég á ennþá einn gamlan deathstar disk sem er ennþá gangandi, er ennþá í fullu fjöri og alles. :)



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Mið 31. Okt 2007 17:11

Fáðu þér frekar Samsung.
Seagate eru með seek noise frá helvíti.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Mið 31. Okt 2007 17:51

daremo skrifaði:Fáðu þér frekar Samsung.
Seagate eru með seek noise frá helvíti.


word..
ég er með WD, Seagate og Samsung disk.. og Seagate diskurinn er lang háværastur




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 31. Okt 2007 19:02

ÓmarSmith skrifaði:komonn.. þú ert ekkert að spara þegar kemur að HDD málum !!

Þú vilt ekki splæsa "bara" í ódýrasta diskinn .... svo hrynur hann og úps !!


Seagate eru bestir skv minni reynslu en Samsung eru líka að mér best vitandi með mjög góða diska.

Bæði Samsung og Seagate eru líka mjög hljóðlátir.

Hitatchi DEATHSTAR er hinsvegar Nei ..stórt Nei ..


Var hrikalegt hjá þeim fyrir nokkrum árum, en sem betur fer lærir Hitachi af mistökum sínum... Nýlegir diskar hafa verið að koma vel út hjá þeim, ég er á því að kaupa það sem er best hverju sinni þegar kemur að tölvuhlutum og þegar kom að því að versla mér nýjan disk núna fyrr í sumar þá fór ég að leyta af besta price/performance ratioinu sem ég gat fundið í 500gb diskum og endaði ég með að fá mér hitachi disk.

Átti sjálfur einn klassískan IBM DEATHSTAR 40 gb disk, sem crashaði reyndar ekki hjá, heldur braut ég einn ide pinnan og hef ekki til þessa nennt að laga það.

Annars þá hefur hann verið að reynast mér vel, frekar hljóðlátur(hljóðlátari heldur en Seagte Barrcuda diskur sem ég hafði einnig í huga) og fínt performance.. mæli með að kíkja á tomshardware harða disks samanburðinn, hann er mjög þæginlegur til að bera þessa diska saman.

Svo Hitachi er alveg að gera góða hluti núna.. mæli hiklaust með þeim!

Svo er náttúrulega það að það er fylgni á milli "crash ratio" og stærð diska.. Segir sig náttúrulega sjálft að þegar þú ert að troða um 200 gb á einn platter, að þá eru meiri líkur að eitthvað fari úrskeyðis.

En svona til að koma með eitthvað til að backa þetta up með Hitachi þá:
One of largest retailers in Russia (and maybe in Europe - more than 300 terminals for orders in person at ex-factory building, busy 24/7) "Pro Sunrise" released information on failure rates of major components (CPU, Videocards, motherboards, IDE/SATA, etc) of PC they sold for Q1-Q2 of 2005.


Svo miðað við þetta þá var Hitachi að koma best út
Viðhengi
image001.gif
Graf yfir ata/sata diska
image001.gif (4.91 KiB) Skoðað 1515 sinnum



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16524
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2120
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 31. Okt 2007 21:16

Ég á bæði 500GB Seagate og WD...get mælt með þeim báðum.
Greini ekki mun á þeim, hvorki í hraða né hljóði.

Fyrir alla muni EKKI kaupa Hitachi, þeir eru gömlu IBM DEATHSTAR.
Þeir eru ástæðan fyrir því að IBM hætti að framleiða diska.
Mig minnir að IBM hafi þurft að innkalla 800þúsund stykki, ég þurfti að skila 2x gölluðum.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 23:36

Auðvitað er ég ekki að fara að kaupa Hitachi, sá diskur er alltof dýr miðað við hina, ég þekki svoleiðis diska ekki persónulega sjálfur og svo treysti ég líka frekar WD, Samsung og Seagate, enda eru það þekktari framleiðendur í mínum huga og svo á ég líka WD og Seagate diska.

Ég held að ég sé pottþétt að fara að kaupa 2 svona Samsung diska hjá Att.is :8)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


fr0sty
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Fim 12. Jan 2006 22:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf fr0sty » Mið 31. Okt 2007 23:44

persónulega mæli ég með WD 500gb AAKS á 9100kr hjá computer.is...mjög hraður og hljóðlátur...


Hp NC8430 lappi: Intel Core 2 Duo 7200, 2gb minni, 80gb hd, Ati x1600...


cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Fim 01. Nóv 2007 00:26

Segate. Ekki spurning.
Best að sjá það á því að Segate er með fimm ára verksmiðju ábyrgð á sínum diskum, WD er bara með þrjú ár (nema RAPTOR, hann er með fimm ár).
Þetta sýnir greinilega hvað þeir hafa mikla trú á sínum diskum.




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 01. Nóv 2007 11:09

GuðjónR skrifaði:Ég á bæði 500GB Seagate og WD...get mælt með þeim báðum.
Greini ekki mun á þeim, hvorki í hraða né hljóði.

Fyrir alla muni EKKI kaupa Hitachi, þeir eru gömlu IBM DEATHSTAR.
Þeir eru ástæðan fyrir því að IBM hætti að framleiða diska.
Mig minnir að IBM hafi þurft að innkalla 800þúsund stykki, ég þurfti að skila 2x gölluðum.


Voru á sínum tíma með gallaða diska, eru mjög góðir diskar í dag!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16524
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2120
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 01. Nóv 2007 13:35

Xyron skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég á bæði 500GB Seagate og WD...get mælt með þeim báðum.
Greini ekki mun á þeim, hvorki í hraða né hljóði.

Fyrir alla muni EKKI kaupa Hitachi, þeir eru gömlu IBM DEATHSTAR.
Þeir eru ástæðan fyrir því að IBM hætti að framleiða diska.
Mig minnir að IBM hafi þurft að innkalla 800þúsund stykki, ég þurfti að skila 2x gölluðum.


Voru á sínum tíma með gallaða diska, eru mjög góðir diskar í dag!

Ef menn vilja taka sénsinn þá er mér nokk sama... :)



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Fim 01. Nóv 2007 13:37

GuðjónR skrifaði:
Xyron skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég á bæði 500GB Seagate og WD...get mælt með þeim báðum.
Greini ekki mun á þeim, hvorki í hraða né hljóði.

Fyrir alla muni EKKI kaupa Hitachi, þeir eru gömlu IBM DEATHSTAR.
Þeir eru ástæðan fyrir því að IBM hætti að framleiða diska.
Mig minnir að IBM hafi þurft að innkalla 800þúsund stykki, ég þurfti að skila 2x gölluðum.


Voru á sínum tíma með gallaða diska, eru mjög góðir diskar í dag!

Ef menn vilja taka sénsinn þá er mér nokk sama... :)


Þetta gerist að menn sendi frá sér slæmt batch, það er erfitt að ná upp góðum orðrómi aftur :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 01. Nóv 2007 19:52

WD er klassi, eru búnir að taka abuse hjá mér og ganga ennþá eins og smurðar saumavélar



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 02. Nóv 2007 00:46

Ég er með 2 WD diska og annar þeirra, sem er 30 gb, hagaði sér mjög undarlega fyrir kannski um ári síðan eða svo. Það gerist öðru hvoru rafmagnið slær út hjá mér (smá viðkvæmt rafmagnið fyrir herbergin) og á þeim tíma gerðist það nokkuð oft á nokkrum vikum með tölvuna í gangi og í eitt skiptið þegar ég kveikti á tölvunni eftirá þá var diskurinn í my computer bara eins og hann væri óformataður, ef ég s.s. reyndi að fara inná hann þá var ég spurður hvort ég vildi formata. Ég fékk auðvitað smá sjokk en var ekki lengi að finna gott unformat forrit sem hjálpaði mér að afrita öll gögnin sem voru ennþá þarna, svo gerði ég bara format og stuttu seinna fór ég að þora að setja mikið af gögnunum aftur inná. Síðan þá hefur ekkert fleira vesen verið með diskinn og í dag er hann enn í fínu lagi.

Ég veit ekki hvort það væri meira eða minna vesen með aðra tegund en það að þessi WD diskur sé enn í lagi segir eitthvað :8)

Ég kaupi líklega bara Samsung diska. Enginn hefur sagt neitt slæmt um þá hér og þá get ég líklega keypt allt á sama staðnum. Er nefnilega líka að fara að versla flatan skjá og svo harðdiskbracket (sem fæst víst bara hjá Att.is).


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 03. Nóv 2007 16:41

Ég var að fatta það að aflgjafinn sem ég er með, sem er 420W, er bara með 2 SATA tengi en ég þarf í minnsta lagi 3 ef ég ætla að bæta tveimur SATA diskum við í kassann þegar ég er nú þegar með 1 þannig disk fyrir :?

Það segir mér það að ég þarf að fá mér nýjan aflgjafa, ekki satt? Er aðeins búinn að skoða nokkra og á pínu erfitt með að finna einhvern sem er með meira en 2 SATA tengi, það vantar líka þannig upplýsingar við suma. Einhver sem getur bent mér á einn svoleiðis? Hann þarf auðvitað að vera nógu öflugur fyrir tölvuna (sjá lýsingu á henni í undirskrift, plús DVD skrifari...) og svo vil ég helst að það sé blátt ljós í honum (ef eitthvað ljós er) :roll: Kannski pínu spes en ég er bara með mikið af bláum ljósum í og við tölvuna og langar að halda því þannig ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Lau 03. Nóv 2007 17:40

DoofuZ skrifaði:Ég var að fatta það að aflgjafinn sem ég er með, sem er 420W, er bara með 2 SATA tengi en ég þarf í minnsta lagi 3 ef ég ætla að bæta tveimur SATA diskum við í kassann þegar ég er nú þegar með 1 þannig disk fyrir :?

Það segir mér það að ég þarf að fá mér nýjan aflgjafa, ekki satt? Er aðeins búinn að skoða nokkra og á pínu erfitt með að finna einhvern sem er með meira en 2 SATA tengi, það vantar líka þannig upplýsingar við suma. Einhver sem getur bent mér á einn svoleiðis? Hann þarf auðvitað að vera nógu öflugur fyrir tölvuna (sjá lýsingu á henni í undirskrift, plús DVD skrifari...) og svo vil ég helst að það sé blátt ljós í honum (ef eitthvað ljós er) :roll: Kannski pínu spes en ég er bara með mikið af bláum ljósum í og við tölvuna og langar að halda því þannig ;)


Margir harðir diskar eu með bæði Molex og Sata straum tengi.. og síðan fylgir / hægt að kaupa millistykki úr molex í Sata straum ef útí það er farið.. þarft ekkert að kaupa þér nýjann aflgjafa



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 03. Nóv 2007 20:16

Núnú, æðislegt að heyra :D En eru 430W alveg nóg afl fyrir allt hjá mér? Allt í undirskrift + dvd skrifari og svo þessir 2 diskar í viðbót? Var ekki til einhver síða fyrir þannig útreikning?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Lau 03. Nóv 2007 21:06

DoofuZ skrifaði:Núnú, æðislegt að heyra :D En eru 430W alveg nóg afl fyrir allt hjá mér? Allt í undirskrift + dvd skrifari og svo þessir 2 diskar í viðbót? Var ekki til einhver síða fyrir þannig útreikning?

Gamli góði google mar

http://www.google.is/search?hl=is&q=psu+calculator&lr=

http://www.extreme.outervision.com/psuc ... orlite.jsp sýndist þessi vera í lagi


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mán 05. Nóv 2007 00:01

Ok, flott ;) Ég sá þarna að ég er með meira en nóg afl og það ætti jafnvel að duga fyrir ýmsa aukadiska og fleira sem ég gæti átt eftir að setja í kassann seinna meir :)

En ég er samt í veseni með aflgjafann :? Ég athugaði upplýsingar varðandi þessa Samsung diska og sá þar hvernig tengi eru aftan á diskunum og ég sé ekki betur en að ég geti bara tengt SATA power tengi við diskana en ekki neina aðra snúru úr aflgjafanum, sem er eins og ég sagði hér fyrir ofan ekki gott þar sem aðeins 1 svoleiðis tengi er eftir og þetta verða tveir nýjir diskar :(

Þannig að ég verð greinilega að verða mér úti um annan aflgjafa, er það ekki? :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Mán 05. Nóv 2007 09:37



Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Þri 06. Nóv 2007 01:40

Æði, takk ;) Þá er ég klár í þessi kaup :D


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]