Síða 1 af 1

HD X2900XT 512MB vs 8800 GTS 320MB

Sent: Mán 15. Okt 2007 23:14
af halldorjonsson
HD X2900XT 512MB

8800 GTS 320MB

Er mikill munur á þessum skjákortum?
Og ef 2900XT er að taka 8800GTS 320mb er það þá að taka 8800 GTS 640MB líka ? og ef svo er, hver er þá munurinn á X2900XT og 8800GTX, mikill?

Sent: Mán 15. Okt 2007 23:28
af Yank
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15064

2900XT er "svipað" og 8800GTS 640MB í afli.
2900XT á ekki séns í 8800GTX myndi segja að það væri þó nokkur munur. Hvort þú yrðir var við þann mun þegar þú værir að spila leiki þá er svarið já.

Nýjasti Catalyst á að ná auknu afli frá AMD/ATI kortum. Og reklar hafa stórbatnað frá því að ég skrifaði þessa grein hér að ofan.

Sent: Mán 15. Okt 2007 23:42
af fr0sty
Mæli ekki með því að kaupa kort akkurat núna...það er minna en mánuður þangað til að nvidia og ati releasa næstu kort, þ.e. ati 2950 og 8800gt. 8800gt á að vera þrusukort fyrir peninginn en ég hef ekki séð neinar benchmarks fyrir 2950. Þegar þau koma á markað eiga 8800gts/2900xt eftir að lækka...trúlega allavega.

Sent: Þri 16. Okt 2007 11:28
af Yank
fr0sty skrifaði:Mæli ekki með því að kaupa kort akkurat núna...það er minna en mánuður þangað til að nvidia og ati releasa næstu kort, þ.e. ati 2950 og 8800gt. 8800gt á að vera þrusukort fyrir peninginn en ég hef ekki séð neinar benchmarks fyrir 2950. Þegar þau koma á markað eiga 8800gts/2900xt eftir að lækka...trúlega allavega.


Þetta er nú fullmikil hræðsla hjá þér.

En vissulega eru að koma ný kort á markaðinn bráðlega, en það er einnig von á nýjum cpu, móðurborðum osfv. Í dag er ekkert frekari ástæða til að vera að bíða heldur en aðra daga. Enda allur tölvubúnaður sem þú kaupir fljótt úreldur og endist illa, þ.e.a.s ef þú villt alltaf vera með vél sem skartar því besta.

Sent: Þri 16. Okt 2007 12:58
af halldorjonsson
Yank, hvað myndir þú borga fyrir notað HD X2900XT 512MB ? kostar nýtt 38.860

Og hvað meinaru að það sé svipað 8800GTS 640MB er það þá aðeins betra eða aðeins léglegra eða alveg eins, 2900 kortið er 4 þúsund krónum dýrara er það eitthver 4þúsund króna munur?

Sent: Þri 16. Okt 2007 15:24
af kristjanm
Hérna er ný grein sem er að prófa ATI vs nVidia í nýjustu DX10 leikjunum.

http://www.tomshardware.com/2007/10/09/ ... index.html

Þarna sést að 2900XT er hægara en 8800GTS 320MB í flestum prófunum og þó nokkuð hægara en 8800GTS 640MB.

Fyrir utan náttúrulega það að 2900XT notar MIKIÐ meira rafmagn en 8800GTS.

Btw. þarna er verið að tala um nýju DX10 leikina, þar sem 2900XT átti að vera svo rosalega öflugt :shock:

Edit: svo er nVidia kortið mun hljóðlátara líka.

Sent: Þri 16. Okt 2007 15:55
af fr0sty
Yank skrifaði:
fr0sty skrifaði:Mæli ekki með því að kaupa kort akkurat núna...það er minna en mánuður þangað til að nvidia og ati releasa næstu kort, þ.e. ati 2950 og 8800gt. 8800gt á að vera þrusukort fyrir peninginn en ég hef ekki séð neinar benchmarks fyrir 2950. Þegar þau koma á markað eiga 8800gts/2900xt eftir að lækka...trúlega allavega.


Þetta er nú fullmikil hræðsla hjá þér.

En vissulega eru að koma ný kort á markaðinn bráðlega, en það er einnig von á nýjum cpu, móðurborðum osfv. Í dag er ekkert frekari ástæða til að vera að bíða heldur en aðra daga. Enda allur tölvubúnaður sem þú kaupir fljótt úreldur og endist illa, þ.e.a.s ef þú villt alltaf vera með vél sem skartar því besta.


Tja þar sem það er rétt tæplega ár síðan að 8800gtx/gts komu út þá held ég að það sé bara mjög sniðugt að bíða. Staðreyndin er sú að það eru bara einhverjir fáir dagar í þessi kort og þess vegna finnst mér full asnalegt að hlaupa út í búð og kaupa kort sem eru komin á lok ævinnar.

fróðlegt að skoða: http://news.expreview.com/2007-10-16/11 ... d4181.html

Sent: Þri 16. Okt 2007 16:08
af halldorjonsson
fr0sty, en td. 8800gtx fer kannski niður í 42 frá 50 þegar 9800 er búið að vera í viku eða eitthvað :P

Sent: Þri 16. Okt 2007 16:15
af Holy Smoke
Ég var einmitt að reka augun í:

Mynd

Miðað við að þau ættu að vera hraðvirkari en núverandi 8800GTS í shader vinnslu (þó með lægri minnisbandvídd og -stærð), og að nýrri og hraðvirkari útgáfa af 8800GTS sé á leiðinni, þá finnst mér ekki vitlaust að bíða.

Sent: Þri 16. Okt 2007 16:21
af Mencius
9800 er ekkert að fara að koma strax, las ég á daily tech.

Sent: Þri 16. Okt 2007 18:43
af ÓmarSmith
Skv Tölvutækni og Tölvutek þá er kannski von á 9800 línunni e-n tímann í Desember en það er ekkert skothelt.

OG 8800GTs og GTX kortin munu langt í frá droppa e-ð í verði. Þau lækka vissulega eitthvað en ekkert stórkostlega til að byrja með.

Það hefur ekki gerst enn og byrjar ekkert núna.


Þannig að bíða ... nei ég mæli ekkert með því. Þá getur fólk alltaf verið að bíða. Það er alltaf eitthvað betra handan við hornið.

Sent: Þri 16. Okt 2007 21:59
af Yank
Áhugaverð umræða hér.

Varðandi þessa grein hjá Tomshardware.
Það finnst mér enn of snemmt að fullyrða um endalegt DX10 performance, það er auðvelt að styðja með því að sum kortin hreinlega krassa í prófunum. Þetta er vegna þess að reklar hafa ekki verið aðlagaðir að þeim. Þetta virðist eiga sérstaklega við AMD/ATI. Ég er þó ekki að segja að 2900XT komi til með að verða öflugra.

Varðandi þá fullyrðingu að MSI 8800GTS OC ( en það er kort sem ég nota daglega) sé öflugra en HD 2900XT ætla ég að vita í eigin orð úr greininni hér að ofan en þar er skoðað DX9 performance.

"Jetway Radeon HD 2900XT er öflugra en MSI 8800GTS 320MB OC Edition. Það skilar ekki endilega alltaf fleiri römmum en það heldur uppi almennt hærri fjölda ramma að meðaltali og sýnir afl sitt þegar upplausn leikja er hækkuð"

S.s. HD 2900XT er að skila stöðugri fjölda ramma heldur en 8800GTS 320 MB. Þetta er bara niðurstaðan eftir að hafa prufað öll þessi kort. Þegar 320MB og 320 Bita minnistjórn verður flöskuháls þá heldur HD 2900XT sínum römmum.

Það að skoða einungis hámarks fjölda ramma sem kortið skilar er ekki endilega svo góður mælikvarði á afl þessara korta. Þetta er jú mjög ólík tækni í þessum kortum. Hef spilað alla þessa leiki í prófinu mín á HD2900XT, 8800GTS 320Mb OC útgáfu og 8800GTX. 8800GTX er öflugast síðan koma HD 2900XT, og 8800GTS 320 MB.

Það er líka vert að hafa í huga að MSI kortið sem tomshardware og ég notum er yfirklukkuð útgáfa og er 575core 1700MHz mem, slík kort koma betur út heldur en 8800GTS 640 MB í sumum prófum, þ.e. þar sem 320MB af minni og 320 bita minnistjórnun mynda ekki flöskuháls.

Það er síðan rétt að HD 2900XT er háværara, orkuferkara, og myndar meiri hita en 8800 kortin.

Sent: Mið 17. Okt 2007 08:31
af halldorjonsson
Myndiru segja sanngjarnt að kaupa X2900XT notað á 25þús ?

Sent: Mið 17. Okt 2007 13:49
af Yank
halldorjonsson skrifaði:Myndiru segja sanngjarnt að kaupa X2900XT notað á 25þús ?



Sent: Mið 17. Okt 2007 14:15
af halldorjonsson
Yank skrifaði:
halldorjonsson skrifaði:Myndiru segja sanngjarnt að kaupa X2900XT notað á 25þús ?




ok splæsi þá bara á það.. staðin fyrir að fá 8800gts 320mb léglegra á 27~

Sent: Mið 17. Okt 2007 15:51
af ÓmarSmith
það er notað á 25 eða nýtt á 27.000


og ég held að munurinn sé of lítill á þessum kortum.

Sent: Fös 19. Okt 2007 22:22
af halldorjonsson
ég keypti það, en hvernig fæ ég nýjasta CATALYST driverinn? someone :D :D

æj nvm fann það :)

http://game.amd.com/us-en/drivers_catal ... radeonx-xp