Síða 1 af 1

Skjáakaup

Sent: Sun 23. Sep 2007 20:18
af Loki Lauf
Jæja, þá á að fara að fjárfesta í flötum skjá samhliða borðtölvukaupum en því miður er ég ansi grænn þegar kemur að þessum málefnum og leita því hjálpar ykkar hér á vaktin.is

Ég var að hugsa um skjá sem kostar í kringum 30 þúsund kallinn og þar sem ég stunda ljósmyndun að einhverju ráði væri ágætt ef hann sýndi ágæta liti og væri í skarpari kantinum. Annað hef ég ekki að segja.


Með von um einhver svör, Kv. Loki Lauf

Sent: Mán 24. Sep 2007 13:37
af TechHead
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&flo=product&id_top=1705&id_sub=2670&topl=11&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MON_BenQ_FP222WH

Myndgæðin í þessum eru mjög góð ásamt því að vera með sensey photo
tækni sem tryggir rétta liti á ljósmyndum.

Sent: Mán 24. Sep 2007 14:34
af ÓmarSmith
Flott verð líka.

OG hann er að fá fínustu dóma.

BenQ farnir að standa sig þokkalega barasta verð ég að segja.

Sent: Þri 25. Sep 2007 17:07
af Zorba
ég á BenQ FP222W með senseye og hann er alls ekki frábær þetta er FP222A veit ekki hvort hann sé eitthvað skárri.

Ég allavega borgaði 30k fyrir minn fyrir nokkrum mánuðum. Litirnir eru mjög gráleitir í normal stillingu en þegar maður setur hann á movie virka litirnir mjög vel en þá gerist eitthvað sem ég veit ekki hvað heitir og mjög erfitt að útskýra.

Allavega þá á t.d. vista welcome skjánum þá er eins og grænu litirnir verði "pixelated" .Ekki góð útskýring en veit einhver hvað þetta er/heitir?

Sent: Þri 25. Sep 2007 17:35
af Runar
Var einmitt að kaupa 24" BenQ skjáinn hjá þeim, fær topp dóma þar sem ég hef skoðað, en eins og með ALLAR tölvu tengdar vörur, þá eru alltaf einhverjir sem lenda í veseni með eitthvað, en ég er mjög sáttur við minn skjá, tengdi af gamni Xbox360 Elite við skjáinn með 1080p, algjör snilld :)

En hérna er skjárinn
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... nQ_FP241WZ