Síða 1 af 1

Tengja 5 diska í eina tölvu

Sent: Lau 25. Ágú 2007 16:24
af liljon
Góðann daginn
Ég er í með tvo ata og 3 sata diska sem að ég þarf að tengja í eina tölvu. Ég er enginn svaka snillingur en er aðeins búin að vera að fikta mig áfram með þetta og það er ekkert að ganga hjá mér. Ég fæ þá aldrei til að koma alla inn í einu. Ég held að þetta hljóti að vera einhverjar Bios stillinga sem að ég þarf að breyta en hvar þær eru eða hverju ég þarf að breyta hef ég ekki hugmynd um. Ef það er einhver sem getur gefið mér góð ráð og nennir að sjá af sínum tíma til að pikka það hérna inn þætti mér mjög vænt um það. En gaman væri líka að fá bara linka inn á aðrar síður þar sem ða ég gæri fundið einhverjar upplýsingar um málið.

Eitt sem að ég gleymdi en veit ekki hvort að það skiptir einhverju máli en það er efni inni á öllum diskkunum sem að má alls ekki glatast.
Kv.Lilja

Sent: Lau 25. Ágú 2007 16:41
af Daz
Hversu öflugt er PSUið (power supply) þitt? Ég hef lent í því að tengja of mörgt drif fyrir PSUið, en það var reyndar í gamalli vél með agnarlítið PSU (ætli það hafi ekki verið 230w)

Sent: Lau 25. Ágú 2007 21:15
af liljon
Þetta er góður punktur það er samt annað hvort 450 eða 500 W. En ég ætla að tékka á þessu. Læt vita hvort að þetta sé málið.
Kv.Lilja

Sent: Sun 26. Ágú 2007 01:26
af liljon
Powersupplyið er 500w svo að ég held að það sé ekki málið. En var að vesenast í þessu í allt kvöld og er bara engu nær. Ef einhver er með eitthvað lesefni varðandi þetta væri gott að fá ða kíkja á það.
Kv.Lilja

Re: Tengja 5 diska í eina tölvu

Sent: Sun 26. Ágú 2007 02:28
af Demon
liljon skrifaði:Góðann daginn
Ég er í með tvo ata og 3 sata diska sem að ég þarf að tengja í eina tölvu. Ég er enginn svaka snillingur en er aðeins búin að vera að fikta mig áfram með þetta og það er ekkert að ganga hjá mér. Ég fæ þá aldrei til að koma alla inn í einu. Ég held að þetta hljóti að vera einhverjar Bios stillinga sem að ég þarf að breyta en hvar þær eru eða hverju ég þarf að breyta hef ég ekki hugmynd um. Ef það er einhver sem getur gefið mér góð ráð og nennir að sjá af sínum tíma til að pikka það hérna inn þætti mér mjög vænt um það. En gaman væri líka að fá bara linka inn á aðrar síður þar sem ða ég gæri fundið einhverjar upplýsingar um málið.

Eitt sem að ég gleymdi en veit ekki hvort að það skiptir einhverju máli en það er efni inni á öllum diskkunum sem að má alls ekki glatast.
Kv.Lilja


Hmm, það er langbest í svona tilvikum að prófa sig bara áfram.
Tengja einn disk, svo næsta og svo næsta.
Sjá hvaða diskur er að valda því að eitthverjir diskar 'sjást ekki'.
Annars væri fínt að vita meira um hvernig þetta fer fram hjá þér, ertu að sjá diskana í POST en ekki í windows eða bæði eða hvað?
Hvernig ertu að tengja 'ata' (PATA) diskana?
Geturðu tengt alla SATA diskana án vandræða?
Hvað gerist þegar þú tengir ATA diskana með?

Sent: Sun 26. Ágú 2007 09:19
af IL2
1.Ertu að setja þetta upp í nýja tölvu eða bæta við í þá gömlu?

2. Ef þú ert að bæta við í þá gömlu varstu með einn eða tvo ATA diska í henni eða ertu að bæta ATA og SATA diskum við.

3. Ef þú ert að bæta við í þá gömlu og varst bara með einn ATA disk bættu þá bara hinum ATA diskinum við þar til þeir koma báðir inn. Gæti verið smá mál að stilla jumpers rétt en tekst á endanum. Þá hefði ég haldið að SAtA diskarnir ættu að finast án vandræða.

4. Á hvaða disk er er Windows.

Sent: Sun 26. Ágú 2007 19:23
af liljon
Ég er að setja upp gamla tölvu upp á nýtt. Málið er það að það voru tveir ata og tveir sata diskar í kvikindinu sem virkuðu fínt þangað til ða windowsið gafst upp. En Svo setti ég inn á nýjann sata disk nýtt windows og ég hef bara ekki geta fengið neitt til að virka almennilega eftir það. En ég fæ hann til að virka með einum sata disk í viðbót og svo ekki meir. En ef ég starta upp gamla windowsinu sem er enn inni á öðrum ata disknum þá fæ ég þá báða inn (sé þá í biosnum en get ekkert gert í windowsinu enda ónýtt) en engann annan. En svo er líka vandræði með að finna réttar jumoer stillingar til að fá alla sata diskana til að virka í einu en þá hefur mér ekki tekist að ná ata diskunum inn. Þeir bara hverfa og ég sé þá ekki ef hinir eru tengdir. Vona að einhver skilji þessa súpu sem að ég var að skrifa en takk fyrir þá hjálp sem er komin nú þegar.
Kv.Lilja

Sent: Sun 26. Ágú 2007 21:42
af Daz
Hafandi aldrei átt SATA disk ber að lesa restina með ákveðnum fyrir vara.
Ég myndi prófa að setja fyrst inn SATA diskinn sem þú ert með windowsið á, prófa svo að setja næsta SATA disk og svo næsta SATA disk (og athuga alltaf í bios og Windows hvað þú finnur). Ef allt kemur vel út þar þá seturðu inn ATA diskana hvorn á eftir öðrum. Þegar þú finnur diskinn sem tölvan stoppar á þá höfum við mun þægilegra vandamál til að greina. (Eða er vandamálið að hún virkar með 4 diskum en ekki 5, án þessa að nokkru skipti hvaða 4 diskar það eru?)

Sent: Sun 26. Ágú 2007 22:01
af liljon
Takk fyrir þetta ég tékka á þessu annað kvöld og læt vita hvernig gengur.
Kv.Lilja

Sent: Sun 26. Ágú 2007 23:56
af IL2
Er það ekki rétt hjá mér að SATA þarf ekki Jumper?

Sent: Mán 27. Ágú 2007 17:25
af liljon
Jú það er rétt hjá þér. Ég var að rugla diskunum saman þeir sem stendur að séu sata eru ata og ata eru sata í þessum texta mínum. Takk fyrir ábendinguna. :oops:

Sent: Mán 03. Sep 2007 14:58
af liljon
Búin að finna út úr þessu takk fyrir hjálpina.
Kv.Lilja