Síða 1 af 1

Uppfærsla !

Sent: Mið 11. Júl 2007 01:03
af joihei
Sælir góðu Vaktarar :)
Það er löngu kominn tími á að ég fái mér nýja tölvu, en málið er að ég bara veit ekkert hvað er best og hagstæðast :?
Ég er eiginlega ekkert endilega með neitt sérstakt Budget fyrir tölvu, en mig langar í GÓÐA tölvu.

búinn að púsla saman hérna eitt skykki tölvu turn með öllum íhlutum =

Turn Coolermaster Centurion 5
Aflgjafi 600w - OCZ
Móðurborð Gigabyte GA-P35-DS4
Örgjörvi Intel Core2 Quad Q6600
Vinnsluminni DDR2 Minni 800MHz x2
Skjákort NVIDIA - Sparkle Geforce 8800GTX
Harðir diskar Seagate Barracuda 7200.10 500GB 7200 x2
Drif Samsung DVD skrifari

Svo myndi ég sennilega bara kaupa windows vista stýrikerfi.
Samtals er þetta þá komið í u.þ.b. 190.000kr !
Er það kanski allt of mikið fyrir einn tölvuturn ? :roll:

Svo eru það nokkrar spurningar í sambandi við þetta tölvu dót:
Mun þessi tölva keyra World of Warcraft í max FPS ? :8)
Er ekkert sniðugt að kaupa allt hjá sama söluaðila upp á ábyrgð og að fá uppsetningu?
Er að koma eitthvað nýtt bráðlega sem mun gera þessa tölvu úrelta ?
OK búinn að skrifa alltof mikið, langar mjög mikið að fá slatta af commentum á þetta !!! :!:

Sent: Mið 11. Júl 2007 01:09
af HemmiR
mér list svosem ágætlega á þetta setup hjá þér.. en ég mæli með að þú bætir við 74 GB, Western Digital Raptor 16MB buffer 10.000 rpm http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=2444 það er allveg topp diskur fyrir windows þá ertu lika með 2x 500gb til að hafa i efni til að geyma :) þessi diskur samkvæmt anandtech.com þá er hann að performanca aðeins lélegra en 150gb raptorinn.. svo þetta er mjög góður diskur.

Sent: Mið 11. Júl 2007 01:46
af ManiO
Ef þú ert að fara að eyða 190þús bara til að spila WoW, þá ertu að eyða ALLTOF miklu, en ef þú vilt geta spilað nýjustu leikina þá er þetta bara ágætis vél.

Sent: Mið 11. Júl 2007 08:29
af ÓmarSmith
Munurinn á Dual og Quad er líka ekki neinn sem telur ennþá í dag. Myndi frekar taka bara E6700 eða þessvegna e6600. Sparar þér pening þar.

Sent: Mið 11. Júl 2007 10:56
af appel
lol, alltof mikil eyðsla hjá þér væni :)

ég er að skoða turn vél fyrir mig, og er ekki að fara yfir 80þ kallinn! Þú ert að eyða 100þ kall en þú ættir í raun að vera eyða, þú getur fengið mjög góða turnvél á undir 100þ kall.

Sent: Mið 11. Júl 2007 12:40
af joihei
ÓmarSmith skrifaði:Munurinn á Dual og Quad er líka ekki neinn sem telur ennþá í dag. Myndi frekar taka bara E6700 eða þessvegna e6600. Sparar þér pening þar.

En er Quad core ekki framtíðin ?
appel skrifaði:ég er að skoða turn vél fyrir mig, og er ekki að fara yfir 80þ kallinn!

Eitthvað nánar um þessa tölvu? t.d. hvaða íhlutir eru í henni og í hvað hún mun vera notuð ? :)

Þessi tölva var kanski svolítið öfgakend hjá mér, tók bara það sem að ég hélt að væri best :wink:

Hmmmm.....
Ef að ég breyti þessu aðeins og tek =
Intel Core 2 Duo E6700 (er upprunalega Móðurborðið ekki fínt fyrir þennan örgjörva?)
bara 2GB vinnsluminni
bara 1x500GB disk
og Sparkle Geforce 8800GTS 320 MB
þá er heildar verðið komið niður í u.þ.b. 130þ

er samt ekki geðveikur munur á 8800GTS og 8800GTX ? :?
og mun þetta alveg keira nýja leiki í þokkalegum gæðum ?
Koma svo ! fleiri posta ! :!:

Sent: Mið 11. Júl 2007 15:06
af ÓmarSmith
Þetta kort er alveg meira en nóg í alla leiki sem ég hef prufað. Eini sem það réð ekki við í alveg botni var ColinMcRae DIRT. Enda er hann hannaður frekar í Xbox360.

Þetta kort er alveg fáránlega öflugt í alla staði og það munar jú soldið á því og GTX en ekkert sem munar í upplausn undir 1600x1200.

Þannig að ef þú ætlar ekki í stærri skjá en 19-20" þá skiptir það í raun litlu máli.

Re: Uppfærsla !

Sent: Mið 11. Júl 2007 15:09
af Viktor
joihei skrifaði:...Budget fyrir tölvu, en mér langar í GÓÐA tölvu.


Mig langar. :)

Sent: Mið 11. Júl 2007 17:34
af Ic4ruz
Inno3d GeForce 8800GTS 320MB

GeIL 2GB Ultra PC2-6400 DC

Core 2 Duo E6420

ASUS P5N-E SLI

Samsung Spinpoint 250GB

Aspire X-DreamerII

Lite on 18x skrifari

3r system 910 ATX m. 450w aflgjafa

eg var sjálfur að kaupa mér þessa i Kisildal á 100.000 kR Fín budget leikjavél!

Re: Uppfærsla !

Sent: Fim 12. Júl 2007 12:40
af Gúrú
Viktor skrifaði:
joihei skrifaði:...Budget fyrir tölvu, en mér langar í GÓÐA tölvu.


Mig langar. :)

Þú gerir ekki voða mikið annað en að leiðrétta íslensku-villur :8)

Sent: Fös 13. Júl 2007 10:45
af appel
joihei skrifaði:En er Quad core ekki framtíðin ?

appel skrifaði:ég er að skoða turn vél fyrir mig, og er ekki að fara yfir 80þ kallinn!

Eitthvað nánar um þessa tölvu? t.d. hvaða íhlutir eru í henni og í hvað hún mun vera notuð ? :)


Tja, Quad-core er ekki ENDILEGA framtíðin. Vissulega munu vélar í framtíðinni verða með fleiri en tveimum kjörnum, en að mínu mati er hugbúnaðarþróun það aftarlega á merinni að maður pælir ekkert í þessu fyrr en eftir lágmark 3 ár. Enda sýna samanburðarprófanir það að munurinn milli quad core og dual core örgjörva er ekki það mikill í dag, réttlætir engan veginn 100% verðmun þar sem hraðamunurinn er kannski 10-15% í flestum tilfellum.

Dæmi á att.is

Corsair XMS Dominator pöruð 2 stk. 1GB (=2GB) DDR2, 1066MHz
240pin PC2-8500, minni með kæliplötum
19.950.-

MSI P35 Platinum
Intel P35, 4xDDR2, 6+1xSATAII Raid, 2xPCI-E 16X SLI eða Crossfire, 7.1 hljóð, S776
19.950.-

Intel Core 2 Duo E6600 2.4GHz, 1066FSB
4MB cache, EM64T, EIST, XT, Retail
14.050.-

Chieftec Dragon Mini-Middle svartur
turnkassi með hurð, USB og Firewire að framan, án afgjafa
5.450.-

620W Corsair HX620 aflgjafi
hljóðlátur og öflugur, styður Crossfire og SLI, ATX 2.0
16.950.-

Zalman Kopar örgjörvakælivifta
fyri Socket 754/939/940/ 478 og 775. frá 20dB (CNPS7700-CU)
5.950.-

150 GB, Western Digital Raptor
(WD1500ADFD), 16MB buffer, 10.000rpm, Serial ATA150
18.450.-

Microstar GeForce8 NX8800GTS-OC
320MB 1,7GHz DDR3, 575MHz Core, 320-bit, Dx2, T, HDCP Ready, PCI-E 16X
32.950.-

samtals 133.700.-


Sem er mun betri vél en þessi sem þú póstaðir fyrst. Reyndar veit ég ekkert um turna, kæliviftur og aflgjafa, valdi bara það sem var svona á milliverðbilinu, hvorki ódýrt né dýrt. (fáðu álit hjá öðrum áður en þú hleypur út í búð og kaupir þetta! ;)

1. 10000rpm diskur, í stað 7200rpm disks (hraðari system diskur, þú kaupir 7200/5400 fyrir data diska).
2. 1066mhz minni, í stað 800mhz minni
3. ódýrara skjákort og örgjörvi

Fyrir þennan 56 þús kr. mismun getur þú keypt þér flottan LCD skjá, farið til útlanda, eða sent mér peninginn ;)

Sent: Fös 13. Júl 2007 11:33
af joihei
:P Takk fyrir öll svörin :D

ég er búinn að versla mér eitt stykki turn í Tölvuvirkni :!:
(helstu upplýsingar í undirskriftinni :8) )

Hún er alveg að virka fínt enn sem komið er nema að Need for Speed carbon virkar ekki :oops:

aftur takk fyrir upplýsingarnar :D

Sent: Fös 13. Júl 2007 18:01
af ManiO
joihei skrifaði:Hún er alveg að virka fínt enn sem komið er nema að Need for Speed carbon virkar ekki :oops:


Þú ert ekki að missa af miklu :wink: