Síða 1 af 1

HTPC

Sent: Lau 09. Jún 2007 10:55
af Ljosastaur
Sælir.

Nú er í í HTPC hugleiðingum.

Mest af efninu sem hún mun spila er í SD og 720p en ég vil að hún sé nægilega öflug í decodeun á 1080p og geti spilað HD DVD.


Hér er það sem ég var búinn að setja saman:

Kassi: [url=http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=104&products_id=489]Antec
Fusion[/url]

Móðurborð: Abit AB9

Skjákort: BFG NVIDIA GeForce 8800GTS 320MB OC2 GDDR3

Örgjorvi: Intel Core 2 Duo E6600

Minni: GeIL 2GB Ultra PC2-6400 DC

Harðir Diskar: 2x 500GB (Ég eftir að ákveða hvaða.)


Hvenig líst ykkur á ? Ætti ég að fá mér stærri aflgjafa ?

Svo vantar mér hljóðláta kælingu einhverjar hugmyndir ?

Sent: Lau 09. Jún 2007 13:24
af Yank
Líst ágætlega á þetta.


Er sjálfur með Fusion, Zalman 7700 cpu kælingu, Gigabyte 7600GS, E6300, Gigabyte 965 uATX borð, 2xHD, Creative hljóðkort, og Hauphauge sjónvarpskort, Microsoft Media center remote, og Microsoft Mediacenter lyklaborð, sem HTPC vél. Spilar allt leikandi HD og annað.

Það er óþarfi að taka 8800GTS 320 MB einungis til þess að spila HD. 8600 línan er ódýrari og betri til þess. Myndi mæla með frekar hljóðlausu 8600GT korti. T.d. MSI 8600GT.
Þótt 8800GTS sé ekki sérstaklega hávaðasamt kort þá verður það sá hluti sem skapar mestan hávaða. Það er betra að hafa þetta algjörlega hljóðlaust. Sér í lagi ef þetta á að vera í gangi inn í stofu.

Þú þarft pottþétt ekki annan aflgjafa en þann sem fylgir Fusion fyrir 8600GT og líklega heldur ekki fyrir 8800GTS. Sá sem fylgir er hljóðlátur ágætur 420w ef ég man rétt.

Zalman 7700CU er stór en kemst auðveldlega fyrir í Fusion, hún kemur hreyfingu á loftið inní kassanum og kælir þannig ekki bara CPU heldur líka móðurborð og skjákortið.

Vélin sem ég er með í dag er mín fjórða HTPC vél, Hef áður verið m.a. með 2 Shuttle. Þetta er sú lang best heppnaða og með Vista Home Premium, sem kemur með innbyggðu Media center sem er betra en fyrri útgáfur er þetta bara algjör snilld.

Sent: Lau 09. Jún 2007 15:13
af beatmaster
Þetta er náttúrulega bara flottasta græja sem að ég hef séð lengi :!:
Mynd
Ég skammast mín eiginlega bara fyrir að hafa ekki séð þetta áður :oops:

Sent: Lau 09. Jún 2007 16:13
af GuðjónR
Já þetta flott...

Sent: Lau 16. Jún 2007 21:04
af Harvest
Þetta er eðall!!!

Svo plain!

Spurning hvort þú þurfir stærri aflgjafa... er ekki alveg 100% en ég mundi halda að þessi ætti að vera nóg. Svo ef að þú ert eitthvað að fara bæta við diskum gætirðu hugað að því.

Sent: Mán 10. Sep 2007 20:08
af IL2
Eftir að hafa lesið þennan þráð fyrir þó nokkru síðan og farið síðan og skoðað Antec kassan í dag, þá fór ég að velta fyrir mér móðurborði. Ég á tvö gömul borð sem eru of stór og koma því ekki til greina. Raufarnar eru fáar á miniATX og strax ein farin fyir sjónvarpskort. Hvað annað ætti maður að hafa í huga?

Sent: Mán 10. Sep 2007 20:25
af TechHead

Sent: Þri 11. Sep 2007 09:49
af IL2
Takk.