Síða 1 af 1
Samsung 215TW - yay or nay?
Sent: Lau 02. Jún 2007 13:14
af Hörde
Nú er ég í skjákaupum. Ég er svo gott sem búinn að velja mér
þennan skjá, því miðað við það sem ég hef lesið er þetta u.þ.b. besti skjárinn sem ég get fengið fyrir mínar þarfir. Fyrir almenna notkun skiptir mig meira máli að fá nákvæma liti en gott refresh rate.
Ástæða þess að ég vil taka þennan skjá fram yfir aðra (og oft ódýrari) 22" skjái er að hann er með 8-bita panel, en ekki 6-bita eins og margir svokallaðir leikjaskjáir gera. Ástæðan er sú 8-bita panelar ná betri litum en 6-bita, en á móti kemur að 8-bita panelar ná ekki jafn góðu refreshi og þeir sem eru 6-bita panel.
Nú ætla ég ekki að fara út í nákvæmar tæknilegar útskýringar á muninum, en áhyggjur mínar eru hins vegar þær að ég kem hugsanlega til með að spila leiki einstaka sinnum á þennan skjá. Því er ég að forvitnast um hvort einhver hafi reynslu af því að spila leiki á þennan skjá. Þar sem 215TW er með verra refresh en t.d. Samsung 226BW (sem er 6-bita) er sjálfgefið að hann ghosti meira, en er það svo slæmt? Þ.e.a.s., hvernig er að spila leiki á þennan skjá?
Ef það er einhver sem á 215TW, eða hefur reynslu af báðum þessum skjám í leikjum, þá þætti mér vænt um að fá smá input frá ykkur.
Sent: Lau 02. Jún 2007 13:49
af gnarr
það er frekar ólíklegt að þú munir nokkurntíman sjá ghosting á 8ms skjá. hinsvegar gæti verið að það sé eitthvað óþægilegt input lag.
Sent: Lau 02. Jún 2007 15:16
af Hörde
Jamm, ég er með 8ms LCD sjónvarp sem dugar fínt í Xbox360, svo það eru ekki beint talan sjálf sem ég hef áhyggjur af. Það er frekar að framleiðendur eru full frjálslegir með töluna sem þeir kvóta, og því langar mig að heyra frá fólki sem á svona skjá. Ég hef heyrt ansi misjafnar sögur um þennan skjá á erlendum síðum, en það getur stundum verið munur á skjám eftir heimsálfum (t.d. er ekki component á 215TW hér á landi eins og í Ameríku), og því vil ég heyra hvað íslendingum með skjáinn finnst.
Input lagg er reyndar punktur sem ég var búinn að gleyma. Ég býst við að það sé hægt að slökkva á öllu image processing (helsta ástæða input laggs) á skjánum, en það væri gott að heyra það frá einhverjum sem á hann.
Edit: Og for the record þá er ég ekki að biðja um neinar nákvæmar tæknilegar útlistanir á skjánum heldur bara 'hann er æðislegur/ömurlegur/allt í lagi' komment.
Sent: Mán 04. Jún 2007 09:30
af ÓmarSmith
AFhverju tekur þú ekki frekar SAmsung Syncmaster 226 í Tölvutækni á 39900 ?
Sýnist hann vera með svipaða specca, hann er mikið flottari og er 2MS og með 3000:1 ( 1000:1 ) og 3000:1 DCR
Fékk mér svona á Föstudaginn og guð minn góður !! Hann er geðveikur.
Sent: Mán 04. Jún 2007 12:55
af Hörde
226BW
er sterkur kandídat, en eins og ég minnist á í fyrsta pósti er hann með 6-bita panel. En fyrst þú ert með hann máttu endilega segja mér hvort þú sjáir eitthvað dithering á honum? Það væri fyrst og fremst áberandi á mjög litríkum myndum, t.d. á login myndinni í Vista, þar sem eru margir tónar af sama litnum (color gradients).
Það er reyndar ekki aðaláhyggjuefni mitt varðandi 226BW; það sem böggar mig mest er að Samsung notar mismunandi panela í þessa línu. Annars vegar nota þeir sína eigin Samsung panela, og hins vegar AU Optronics panela. Eftir því sem ég hef lesið er alltöluverður munur á þeim.
Ég væri sjálfsagt til í að fórna 8-bita panel ef það er ekkert dithering né input lagg á þessum skjám, en hins vegar þyrfti það að vera Samsung panel í þeim . Ef þú hefur vilja til að gera mér greiða máttu endilega tékka aftan á skjáinn þinn og athuga hvort það sé tekið fram þar, því ég veit að Samsung eru hættir, eða við það að hætta, að taka það fram aftan á þeim.
A stendur fyrir AU en S fyrir Samsung.
Ef þeir hjá Tölvutækni eru ennþá með skjái sem taka þetta fram, og ég gæti tryggt mér Samsung panel, myndi ég hugsanlega slá til. Annars er það of mikil óvissa fyrir mig að taka sénsinn.
Sent: Mán 04. Jún 2007 17:37
af Voffinn
Ég er með svona 226BW með S panel, keyptur hjá Tölvulistanum fyrir rúmlega mánuði. Bara ánægður með hann.
Sent: Mán 04. Jún 2007 19:11
af ÓmarSmith
Minn er merktur A . Hmm .. Á hann að vera eitthvað verri en aðrir ?
Ég er bara sáttur , en tók þó eftir einu, Í BF2 koma stundum svona aukalitir eða línur í kringum suma hluti.
Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því.
en ég er fáránlega sáttur með þennan skjá. Litirnir og skerpann í honum er alveg sick.
Hverju á ég að leita eftir fyrst ég er með A panel ?
P.S Var að prufa þetta í BF2 aftur og komst að því að þetta er Ghosting á útlínum eða lit. Minnkaði soldið þegar ég tók Dynamic Contrast af.
Þetta er samt ekkert ljótt eða pirrandi.. Vara óvanur þessu.
Er þetta galli í skjánum eða hvað ? Hann á að vera bara 2MS
Sent: Mán 04. Jún 2007 20:25
af hagur
Ég er með svona skjá, keyptan í Tölvutækni fyrir c.a 3 vikum síðan. Minn er með S-panel.
Hver er munurinn helst á S og A panelum? Ertu með link á eitthvað review þar sem það kemur fram?
Annars er þetta frábær skjár. Hef ekkert neikvætt um hann að segja, en ég hef reyndar sama sem ekkert spilað leiki á honum, enda er tölvan mín fyrst og fremst workstation, en ekki leikjavél.
Sent: Mán 04. Jún 2007 20:26
af urban
ég er með 206, það er 20" útgáfuna af sama skjá
s panel, og reyndar eru þeir allir s panell hérna
ég reyndar er takmarkað í leikjaspilun en aftur á móti litli bróðir minn (á fermingar græjunni sinni) er mikið í því og ég hef ekkert tekið eftir ghosting þar, er bara ekki klár á því hvað þetta "dithering" er þannig að ég get ekki tjáð mig um það, en aftur á móti þá er þetta stórkostlegur skjár, og úr því að þú nefndir það með marga tóna af sama litnum (þá skil ég það að þeir skuli "renna saman") það er ekkert vandamál með það hjá mér
Sent: Mán 04. Jún 2007 21:05
af Hörde
ÓmarSmith skrifaði:klipp
Kannski ekki verri en hann er "öðruvísi". Sagan á bak við þetta er að Samsung outsourcaði framleiðslu á panelum til AU (þeir nota samt sömu íhluti btw) og útkoman varð að þeir eru ekki eins kalibreitaðir. Nánar tiltekið, þeir koma aðeins verr kalibreitaðir frá AU en frá Samsung að því leitinu til að blái liturinn er of sterkur. Það er hægt að laga það, en það bitnar á hins vegar á contrastinum.
Þetta er eitthvað sem fæstir þurfa að hafa áhyggjur af, en ef þú vilt kíkja á þetta þá er grein um þetta hér:
http://www.behardware.com/articles/667-1/samsung-226bw-a-and-s-series-the-verdict.html
Þeir útvega líka litaprófíl sem þú getur dánlódað til að gera hann eins svipaðann S panel og hægt er, auk þess að sýna þér réttar stillingar ef þú vilt gera þetta manually á skjánum sjálfum.
Eins og ég segi, þetta er eitthvað sem fæstir þurfa að hafa áhyggjur af. Ég þarf hins vegar eins gott color reproduction og hægt er (sbr. að ég þarf helst 8-bita panel).
Sent: Mið 06. Jún 2007 14:11
af ÓmarSmith
Er eör til í að prufa BF2 í þessum skjá og segjha mér hvort hann Ghosti eða sýni smá græna slykju á eftir einstaka hlutum.
ef ég er t.d að fljúga og beygi, þá stundum verða litlir kassar ( fánar sem sýna bases ) með svona ljósgrænum kassa sem teygjast til hliðar með.
Einnig kemur þetta á trjám þegar maður er að fljúga hratt. verða litirnir í trjánum aðeins eftir.
Hef aldrei séð þetta í neinum öðrum skjá. Gæti verið drivera mál.
Á eftir að prufa leikinn eftir að ég setti inn drivera sem fylgdu skjánum.
Sent: Mán 11. Jún 2007 15:25
af Klemmi
Aðalmunurinn á S, A og nú C panelunum á skjáunum virðast vera litirnir þegar þeir koma upp úr kassanum.
Hérna eru upplýsingar um hvernig einhverjir gúrúar stilltu A og C skjána sína til að fá sem mest út úr þeim.
A
http://www.behardware.com/articles/667- ... rdict.html
C
http://www.andrewswihart.net/blog/revie ... cd-c-panel