Síða 1 af 2

Sjónvörp?

Sent: Mið 03. Sep 2003 00:04
af Tesli
Ég er að fara að kaupa mér sjónvarp og þarf að vita hvað ég á að kaupa...
Ég veit ekkert um sjónvörp nema að þau þurfa að vera 100hz
Ég er með augastað á þessu sjónvarpi en þori ekki að kaupa það fyrr en þið tjékkið á því....
hér er url á það (32" 100hz 79.900 í bæklingnum)
http://www.elko.is/displayer.asp?cat_id=101
Hvernig fynnst ykkur það?

Sent: Mið 03. Sep 2003 00:20
af gumol
Breiðtjald, ertu viss um að þú viljir það?

Sent: Mið 03. Sep 2003 02:10
af gnarr
breiðtjald er enganvegin málið strax :p ég mundi miklufrekar taka 4:3 sjónvarp í svipuðum gæðaflokki.. kostar sona 50% minna

Sent: Mið 03. Sep 2003 11:49
af halanegri
Bara kaupa sér stórt 100hz gæðasjónvarp(kannski flatt) sem er 4:3, það er málið.

Sent: Mið 03. Sep 2003 13:45
af Tesli
4:3 er það venjulegt eða breiðtjald?

Á maður ekki að kaupa sér breiðtjald?

Hafiði einhverja reynslu af breiðtjaldi, vonda eða góða?

:roll:

Sent: Mið 03. Sep 2003 13:50
af gumol
Allt sónvarp Innanlands er sent út í 4:3, þ.e. ekki breiðtjald, Hugsaðu þér hvað allir eru feitir í sjónvarpinu í breiðtjaldssjónvörpum ;)

Sent: Mið 03. Sep 2003 14:15
af Tesli
hmm... ég hélt að allavega stöð 2 sendi í widescreen...
Annars veit ég ekkert um það :oops:

Sent: Mið 03. Sep 2003 14:23
af gumol
Ég sé ekki stöð 2 í Widescreen, enda skil ég ekki hvernig þaðætti að vera því það er eingin lína fyrir ofan og neðan í 4:3 sjónvörpum

f

Sent: Mið 03. Sep 2003 15:08
af ICM
Lestu umsagnir fagmanna á netinu eða í einu af þeim mörgu sjónvarpstækjablöðum sem gerð eru. EKKI láta sölumannin velja fyrir þig, þeir flestir annaðhvort vita ekkert eða reyna að ljúga uppá þig drasli.
-Hugsaðu vel um þínar þarfir og veskið þitt áður en þú ferð út í framkvæmdir. Þú ert ekki endilega að spara pening með að spara.
kaupa frekar ágætlega traust merki heldur en rusl eins og United.
-Þarftu hljóð útgang úr sjónvarpinu eða viltu láta þér sjónvarpshátalarana nægja. Heyrnatóla tengi eru nær alltaf léleg með miklu suði sama hversu tært hljóð þú sendir inn í sjónvarpið svo ef það er þér mikilvægt ættiru að fá að prófa hljóðið í þeim hjá söluaðila. Sum sjónvörp virka ekki án fjarstýringar ( ekki hægt að stilla yfir á leikjatölvur, myndbandstæki, DVD spilara eða önnur tæki sem nota SCART tengi, S-VHS eða AV tengi ) sem getur verið mjög óþolandi ef fjarstýringin týnist, batterýin klárast eða hún hefur gleymst í sumarbústaðnum þegar þú tókst sjónvarpið með þér.
-Hvaða tengi þarftu SCART, S-VHS, AV, hægt er að setja það allt í samband í scart millistikki en myndavélar er betra að vera hægt að tengja framaní S-VHS tengi það er bara eftir persónulegum þörfum þínum.
-50hz þreyta augun mjög fljótt og er mjög áberandi þegar myndin blikkar á skjánum, t.d. svart og hvítt þá sérðu að línurnar falla ekkert saman. fáðu þér 100hz og hlýfðu augunum.

Margir hér segja að WideScreen sé vitleysa en ég er ekki alveg sammála, 95% af því sem ég horfi á er WideScreen enda horfi ég mikið á DVD, þá er mikill hluti af skjánum að fara til spillis. sem betur fer er hægt að klippa myndina strax í tölvunni eða hægt að zooma inn á sumum DVD spilurum eins og á X Box þannig að myndin fyllir uppí skjáin, eru það aðeins lélegri gæði að zooma inn en ef þú getur sætt þig við það þá ættiru að fá þér 4:3, annars ættiru að fá þér widescreen.

Sumir myndlampar gefa frá sér gífurlegan hávaða við notkun ( ískur ) og gerir það mann brjálaðan til lengdar. Sérstaklega ódýrari gerðir með stórum skjáum.

Mjög þægilegt er að hafa glerhlífar yfir skjánum eða skjásýjur eins og eru á Bang&Olufsen tækjunum auk þess sem það hlýfir skjánum. auðvitað kostar það mikið og er kanski ekki eins mikilvægt.

æ ég nenni ekki að skrifa meira enda þekki ég þig ekkert :)

n

Sent: Mið 03. Sep 2003 15:14
af ICM
gumol skrifaði:Ég sé ekki stöð 2 í Widescreen, enda skil ég ekki hvernig þaðætti að vera því það er eingin lína fyrir ofan og neðan í 4:3 sjónvörpum


Stöðvar sem senda út í videscreen senda myndirnar oftast út þannig að þær virðast teigðar í 4:3 sjóvörpum ( þessvegna er wide screen takki á flestum 4:3 sjónvörpum sem þjappar myndinni saman í rétt hlutföll ) en EKKI með svörtum ramma. Svarti rammin er oftast settur á hjá sjónvarpstöðvum þegar þeim finnst of verðmæt mynd fyrir utan kanntana til að "klippa" hana af. Sérð einnig að textinn byrtist EKKi á myndinni heldur á svarta rammanum, ef þú horfir á það í widescreen sjónvarpi þá sérðu stóran svartan borða á þeim líka og myndin verður fucked up nema þú sért með dýrara tæki sem er fært um að klippa ramman af en þá færðu auvðitað ekki textan með.

Sent: Mið 03. Sep 2003 15:23
af gumol
akkurat það sem ég var að segja, auð lína fyrir ofan og neðan myndina

Ég horfi hinsvegar 90% - 95% á efni frá sjónvarpsstöðvum og þegar ég horfi á DVD sem er ekki búið að breita fyrir 4:3 þá zooma ég bara aðeins inn, gæðin minka ekki þannig maður sjái það hjá mér!

Sent: Mið 03. Sep 2003 17:02
af GuðjónR
Ég er með 55" WideScreen sjónvarp og ég mun aldrei fá mér annað en WideScreen.
4:3 sucks!

f

Sent: Mið 03. Sep 2003 17:28
af ICM
GuðjónR skrifaði:Ég er með 55" WideScreen sjónvarp og ég mun aldrei fá mér annað en WideScreen.
4:3 sucks!

hér erum við að tala um mann sem þið eigið að hlusta á.

Sent: Mið 03. Sep 2003 17:44
af kemiztry
Ég fékk mér 4:3 Grundig 29" 100Hz á um 80k minnir mig og það er að standa sig feikivel.

f

Sent: Mið 03. Sep 2003 17:52
af ICM
ég fékk mér 28" 50hz United sjónvarp og mig langar að henda því og fá mér nýtt

Sent: Mið 03. Sep 2003 19:20
af Tesli
Ok en ef þið væruð með budged undir 100 þús hvað mynduð þið þá kaupa? :roll:

Re: Sjónvörp?

Sent: Mið 03. Sep 2003 22:53
af GuðjónR
laemingi skrifaði:Ég er að fara að kaupa mér sjónvarp og þarf að vita hvað ég á að kaupa...
Ég veit ekkert um sjónvörp nema að þau þurfa að vera 100hz
Ég er með augastað á þessu sjónvarpi en þori ekki að kaupa það fyrr en þið tjékkið á því....
hér er url á það (32" 100hz 79.900 í bæklingnum)
http://www.elko.is/displayer.asp?cat_id=101
Hvernig fynnst ykkur það?


Ég myndi fara og skoða þetta TV. 32" breiðtjald er alls ekki slæmt. Spurningin er bara með skerpuna í þessu tæki, best er að fara og skoða og bera saman við önnur.
Verðið er frábært.

Sent: Fim 04. Sep 2003 00:23
af kemiztry
Þegar ég var að skoða 32" widescreen tæki þá voru þau einu sem komu til greina á um 160k+ :? Widescreen tæki sem eru undir 100k eru alls ekki spes... eru yfirleitt mjög kúpt og eingöngu 50Hz :(

Sent: Fim 04. Sep 2003 15:50
af Castrate
ég á nú ekki einu sinni sjónvarp.... bara þennan fína 19" ctx skjá en widescreen er allt of dýrt í dag finnst mér. Jújú það er svo sem þægilegt að hafa widescreen en 4:3 er alveg nóg horfi ekki það mikið á sjónvarp. Spurning um að fá sér widescreen skjá eins og ibm (held það sé ibm) voru að gefa út 22.2" wide screen lcd skjá sem kostar ekki nema 8000 dollara

sx

Sent: Fim 04. Sep 2003 16:15
af ICM
Castrate skrifaði:ég á nú ekki einu sinni sjónvarp.... bara þennan fína 19" ctx skjá en widescreen er allt of dýrt í dag finnst mér. Jújú það er svo sem þægilegt að hafa widescreen en 4:3 er alveg nóg horfi ekki það mikið á sjónvarp. Spurning um að fá sér widescreen skjá eins og ibm (held það sé ibm) voru að gefa út 22.2" wide screen lcd skjá sem kostar ekki nema 8000 dollara


Castrade ÞAÐ ERU LCD skjáir sem þú ert að tala um. auk þess eru sjónvörp mikið ódýrari á tommuna heldur en tölvuskjáir þar sem þau hafa ekki næstum eins mikla upplausn....

Sent: Fim 04. Sep 2003 16:19
af Castrate
ég veit það þetta með lcd skjáinn myndi þá vera fyrir tölvuna þar sem ég horfi ekki mikið á sjónvarp. :)

b

Sent: Fim 04. Sep 2003 16:25
af ICM
Castrate skrifaði:ég veit það þetta með lcd skjáinn myndi þá vera fyrir tölvuna þar sem ég horfi ekki mikið á sjónvarp. :)

ég myndi frekar fá mér HDTV og tengja við tölvuna heldur en að fá skjá á 8000$ alveg nógu mikil upplausn þó hún sé undir 1900x1600, ef þú færð þér gott TV með góðum filters þá væri það snilld fyrir tölvuleiki að nota HDTV svo geturðu haft gamla skjáin við sófan ( þá væriru með skjáin á sveigjanlegum armi auðvitað ) og sjóvnapið í 2 metra fjarlægð... ef þú ert að fara að eyða svo miklu

Sent: Fim 04. Sep 2003 21:07
af Tesli
Ég skellti mér á 32" Thomson 100hz wide screen frá elco áðan og það kostaði 89.000... það eru 3 scart tengi á þessu og hljóðútgangur...
Ég er einnþá að láta reyna á það þannig að ég get ekki allveg strax sagt hvort það sé gott eða ekki, (ætla að leigja mér DVD á eftir)
En ég prufaði það í Xbox í Halo og það er SNILLD. :D

s

Sent: Fim 04. Sep 2003 21:56
af ICM
laemingi skrifaði:En ég prufaði það í Xbox í Halo og það er SNILLD. :D

Flott. Mundiru ekki eftir að setja það á wide screen mode (xboxið ) eða gerist það sjálfkrafa? það er allavega valmöguleiki fyrir það í settings.

Sent: Fim 04. Sep 2003 23:50
af Tesli
það kom sjálfkrafa :8)
Ég sé líka mikinn mun á mínu gamla 50hz og nýja 100hz í xbox leikjum og Tv-out frá PC...
Allgjör snilld :D