Lestu umsagnir fagmanna á netinu eða í einu af þeim mörgu sjónvarpstækjablöðum sem gerð eru. EKKI láta sölumannin velja fyrir þig, þeir flestir annaðhvort vita ekkert eða reyna að ljúga uppá þig drasli.
-Hugsaðu vel um þínar þarfir og veskið þitt áður en þú ferð út í framkvæmdir. Þú ert ekki endilega að spara pening með að spara.
kaupa frekar ágætlega traust merki heldur en rusl eins og United.
-Þarftu hljóð útgang úr sjónvarpinu eða viltu láta þér sjónvarpshátalarana nægja. Heyrnatóla tengi eru nær alltaf léleg með miklu suði sama hversu tært hljóð þú sendir inn í sjónvarpið svo ef það er þér mikilvægt ættiru að fá að prófa hljóðið í þeim hjá söluaðila. Sum sjónvörp virka ekki án fjarstýringar ( ekki hægt að stilla yfir á leikjatölvur, myndbandstæki, DVD spilara eða önnur tæki sem nota SCART tengi, S-VHS eða AV tengi ) sem getur verið mjög óþolandi ef fjarstýringin týnist, batterýin klárast eða hún hefur gleymst í sumarbústaðnum þegar þú tókst sjónvarpið með þér.
-Hvaða tengi þarftu SCART, S-VHS, AV, hægt er að setja það allt í samband í scart millistikki en myndavélar er betra að vera hægt að tengja framaní S-VHS tengi það er bara eftir persónulegum þörfum þínum.
-50hz þreyta augun mjög fljótt og er mjög áberandi þegar myndin blikkar á skjánum, t.d. svart og hvítt þá sérðu að línurnar falla ekkert saman. fáðu þér 100hz og hlýfðu augunum.
Margir hér segja að WideScreen sé vitleysa en ég er ekki alveg sammála, 95% af því sem ég horfi á er WideScreen enda horfi ég mikið á DVD, þá er mikill hluti af skjánum að fara til spillis. sem betur fer er hægt að klippa myndina strax í tölvunni eða hægt að zooma inn á sumum DVD spilurum eins og á X Box þannig að myndin fyllir uppí skjáin, eru það aðeins lélegri gæði að zooma inn en ef þú getur sætt þig við það þá ættiru að fá þér 4:3, annars ættiru að fá þér widescreen.
Sumir myndlampar gefa frá sér gífurlegan hávaða við notkun ( ískur ) og gerir það mann brjálaðan til lengdar. Sérstaklega ódýrari gerðir með stórum skjáum.
Mjög þægilegt er að hafa glerhlífar yfir skjánum eða skjásýjur eins og eru á Bang&Olufsen tækjunum auk þess sem það hlýfir skjánum. auðvitað kostar það mikið og er kanski ekki eins mikilvægt.
æ ég nenni ekki að skrifa meira enda þekki ég þig ekkert