Síða 1 af 1
UTANÁ LIGGJANDI HARÐUR!
Sent: Sun 31. Ágú 2003 21:10
af klandri
Hallo...
Þannig er mál með vexi að ég er með glænýjan medion lappa og ætlaði mér að fara að klippa video á hana og var því að spá í að fá mér utanáliggjandi harðan disk
Hvernig hafa þeir verið að koma út. Er eitthvað alminnilegur gagnaflutningur á þeim?! Gæti þetta gegnið í svona?!!?
Sent: Sun 31. Ágú 2003 21:17
af elv
Firewire eða USB2 ætti að ganga
Sent: Sun 31. Ágú 2003 22:48
af klandri
Er hann ekkert of slow!??!
Sent: Mán 01. Sep 2003 01:25
af kiddi
Flest almenn videovinnsla með DV myndefni er sjaldnast meira en 200kb/sec flutningur, ca~ 330kb/sec ef þú telur hljóð með. Svo utanáliggjandi Firewire/USB2 ætti að virka fínt... nema ég myndi taka Firewire fram yfir USB2 því hraðinn er miklu meira áreiðanlegur þar.
Sent: Fim 11. Sep 2003 00:02
af valdiorn
ég keypti mér box utan um 3.5" harðan disk (venjulegan), það er með firewire og usb 2.0
boxið virkar fínt og transfer rate-ið er mjög hátt (næstum eins og um IDE tengdan harðan disk væri að ræða!).
ég hef bara keyrt hann firewire því ég er ekki með usb 2.0 í tölvunni.
FYI: Svo eru líka til box utan um 2.5" (ferðatölvu)diska, oftast er það sem er auglýst sem utanáliggjandi harður diskur bara svona box með venjulegum 2.5" diski inní. það þýðir að ef þú kaupir lítinn utanáliggjandi disk ættirðu að geta skipt um diska í hulstrinu eins og þig lystir
Sent: Fim 11. Sep 2003 00:18
af gumol
Hvar keipturu þér boxið og hvað kostaði það?
Sent: Fim 11. Sep 2003 17:18
af gnarr
valdiorn skrifaði:ég keypti mér box utan um 3.5" harðan disk (venjulegan), það er með firewire og usb 2.0
boxið virkar fínt og transfer rate-ið er mjög hátt (næstum eins og um IDE tengdan harðan disk væri að ræða!).
ég hef bara keyrt hann firewire því ég er ekki með usb 2.0 í tölvunni.
FYI: Svo eru líka til box utan um 2.5" (ferðatölvu)diska, oftast er það sem er auglýst sem utanáliggjandi harður diskur bara svona box með venjulegum 2.5" diski inní. það þýðir að ef þú kaupir lítinn utanáliggjandi disk ættirðu að geta skipt um diska í hulstrinu eins og þig lystir
væriru til í að posta niðurstöðum fyrir boxið á quickbench þræðinum?