Síða 1 af 1

CPU uppfærsla

Sent: Fös 23. Mar 2007 01:17
af No Neck Linda
Sælir megageeks!
Nú er ég með móðurborð MSI 655 Max, sem er ágætt nema örgjörvinn er Intel Celeron 2.4 Socket 478.
Ég fékk mér notaðan örgjörva Pentium 4, 2.8 sama socket og skellti í en ekkert gerðist.
Ég hélt að móðurborðið klukkaði sig sjálfvirkt við svona smábreytingu.

BIOS\Frequency/Voltage Control:
Spread Spectrum = Enabled
Stop Unused PCI Clock = Enabled
Auto Detect CPU and DRAM Freq = Enabled (Samt hægt að breyta)
CPU Frequency = 100 MHz
CPU/DRAM Frequency Ratio = [3:4]
DRAM Frequency = 133 MHz
AGP/PCI Frequency(MHz) = 66/33
CPU Ratio = Locked
CPU Voltage Adjust (V) = Auto
DRAM Voltage Adjust (V) = 2.6
AGP Voltage Adjust (V) = 1.5


Er eitthvað sem er að fara framhjá mér?

Sent: Fös 23. Mar 2007 01:26
af Cikster
Annaðhvort er hann bilaður eða þetta er útgáfan sem notar 800 MHz Front Side Bus sem móðurborðið hjá þér styður ekki.

Sent: Fös 23. Mar 2007 21:57
af No Neck Linda
Já, Cikster. Þetta er örugglega rétt hjá þér (þetta seinna). Ég setti örrann í gamla móðurborðið, sem virðist hafa lent í ýmsu, og þar fór ég rakleitt í BIOS. Hann aftur á móti hitnaði svo mikið að ég varð að slökkva á vélinni (84°C).
Ætli það sé nóg að setja kælikremið á gripinn því það vantaði held ég alveg? Viftan var í lagi.

Sent: Lau 24. Mar 2007 12:09
af Xyron
hernig væri nú að banna .gif myndir á etta.. tímamóta pirrandi avatar!

Sent: Lau 24. Mar 2007 14:21
af No Neck Linda
Xyron skrifaði:hernig væri nú að banna .gif myndir á etta.. tímamóta pirrandi avatar!

Hehe
Ég skal láta mig hverfa um leið og kúðlulegi JPEG bangsinn verður bannaður.

sæl

Sent: Lau 24. Mar 2007 15:50
af Hyper_Pinjata
hmm....i don't know what to say...

Sent: Lau 24. Mar 2007 17:21
af No Neck Linda
Cikster skrifaði:Annaðhvort er hann bilaður eða þetta er útgáfan sem notar 800 MHz Front Side Bus sem móðurborðið hjá þér styður ekki.

Þetta reyndist hárrétt hjá þér. Örgjörvinn er Intel Pentium 4, 2.80GHz, 1M/800.
Keypti mér kælikrem og hann hangir í 78° í BIOS. Verð sennilega að skipta um heatsink og viftu líka. Þó að þessi örri megi hitna töluvert, þá líst mér ekki á hitann í "hægagangi".