Ég hef oft gert góð kaup á Ebay, þú verður bara að fylgja þessum ráðum áður en þú býður í hlutinn:
1. Athugaðu hvort söluaðilinn sendir ekki örugglega til Íslands. (Ef ekki þá getur þú prófað að hafa samband og beðið fallega
)
2. Kíktu á sendingargjaldið. Sumir setja það fáránlega hátt til að reyna að blekkja fólk.
3. Kíktu á seljandann. Athugaðu hvort hann/hún er ekki öruglega með mörg "user review" og hvort þau eru ekki jákvæð. Ef allar umsagnirnar eru eins eða frá sömu notendunum þá gæti hann hafa verið að hækka einkunnina sína sjálfur.
4. Fáðu þér paypal. Langflestir taka við greiðslum í gegnum paypal og það er öruggast fyrir þig og seljandann. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur einhverjum kreditkortanúmerið þitt.
5.
Aldrei klára viðskiptin fyrir utan ebay. Sumir reyna að senda fólki póst eftir að uppboðið er búið og spurja hvort þeir megi ekki hætta við uppboðið og versla beint við þig. Ekki samþykkja það.
Þumalputtareglur:
- Ég mæli með því að kíkja á ebay.co.uk á undan ebay.com. Þú getur gert jafn góð kaup og á ebay.com og færð fljótari sendingu og jafnvel minna sendingargjald (sem þýðir líka minni tollur).
- Ákveddu fyrir uppboðið hvað þú ert til í að borga fyrir hlutinn í mesta lagi og bjóddu það. Ef einhver yfirbýður þig þá er yfirleitt hægt að finna annað uppboð. Þolinmæði borgar sig.
- Leggðu 50% ofan á verðið sem þú borgar fyrir hlutinn til að vita c.a. hvað hluturinn á eftir að kosta þegar þú ert kominn með hann í hendurnar (eftir toll og önnur gjöld). Þú endar með að borga aðeins minna en það er samt ágætt að miða við það.