Síða 1 af 1

Krassar við að kópera 30+MB af C drifi yfir á backup drif

Sent: Þri 26. Ágú 2003 23:05
af bjorna
Sælir piltar, vona að ég sé ekki að koma með eitthvað helv BIN hingað inn, en mitt vandamál er þetta:

Tölvan mín hrynur þegar ég reyni að kópera fæla sem eru stærri en 30 MB af C drifi yfir á backup drif.

C drifið mitt er 2 x 20 GB IBM diskar sem vinna sem einn á RAID korti.
Backup drif er 80 GB Western Digital (7200 RPM, 8 MB buffer) sem er stilltur sem Primary Master.

Vélin mín er 2,5 ára gömul, ég þekki innviði hennar ekki vel, aðrar upplýsingar sem ég man eftir sem kannski skipta máli:

CPU = AMD K7 1,2 Ghz
RAM = 256 MB (veit ekki meira um þetta)

Ef vantar meiri upplýsingar til að leysa þetta þá endilega látið vita, einnig þá hvar ég finn upplýsingar (kíkja inn í kassann, skoða BIOS.....)

Sent: Mið 27. Ágú 2003 00:00
af gumol
Bootar hún upp á backupdrifinu? :o

Gæti verið að þetta sé 1 ákveðinn fæll sem lætur svona?

Sent: Mið 27. Ágú 2003 09:53
af bjorna
Það er bootað upp af C drifi

Ég hef prófað marga fæla, það eina sem þeir virðast eiga sameiginlegt er að þeir eru yfir 30 MB.

Tölvan krassar líka ef ég kópera t.d. 4 x 10 MB fæla í einu, stærsta sem ég hef náð að kópera í einu er um 28 MB.

Sent: Mið 27. Ágú 2003 16:38
af kemiztry
Getur verið að það sé bad sector á harða diskinum?

Sent: Mið 27. Ágú 2003 17:07
af bjorna
Var búinn að keyra scan disk sem að átti að tékka á þessu.

En mundi ég ekki lenda í þessu þá burtséð frá stærð fæla sem ég er að kópera yfir? Ég er búinn að henda samtals um 20 GB af drasli þarna yfir í smáum skömmtum og það hefur alltaf gengið.

k

Sent: Mið 27. Ágú 2003 18:48
af ICM
prófaðu að nota secure 2 copy og hægja á öllu niður í minnsta hraða mögulegan, það styður líka resume og er t.d. gott að nota til að lesa skemmda CD.

Re: Krassar við að kópera 30+MB af C drifi yfir á backup dri

Sent: Mið 27. Ágú 2003 19:37
af Spirou
Ertu með AMD ? Eru með VIA kubbasett á móðurborðinu ? Ef svo þá skaltu uppfæra biosið og setja inn nýjustu Via 4in1 Hyperon driverana.

Re: Krassar við að kópera 30+MB af C drifi yfir á backup dri

Sent: Mið 27. Ágú 2003 20:37
af Spirou
Spirou skrifaði:Ertu með AMD ? Eru með VIA kubbasett á móðurborðinu ? Ef svo þá skaltu uppfæra biosið og setja inn nýjustu Via 4in1 Hyperon driverana.


Ég gleymdi að spyrja um eitt: ertu með SoundBlaster Live ? Ef svo er , prófaðu að taka það úr.

Sent: Fim 28. Ágú 2003 09:07
af bjorna
Þetta skánaði talsvert eftir að ég keyrði inn VIA driverana.

Krassar samt ennþá í annaðhvert skipti þegar ég er að kópera fæla sem eru stærri en 30 MB, réði stundum við fæla sem voru 60 MB.

Spirou: ég er með SB Live Platinum, hvað meinarðu taka það úr? slökkva á því einhvernveginn eða fjarlægja það úr kassanum?

IceCaveman: Hvað er "secure 2 copy"?

Sent: Fim 28. Ágú 2003 11:38
af Spirou
bjorna skrifaði:Þetta skánaði talsvert eftir að ég keyrði inn VIA driverana.

Krassar samt ennþá í annaðhvert skipti þegar ég er að kópera fæla sem eru stærri en 30 MB, réði stundum við fæla sem voru 60 MB.

Spirou: ég er með SB Live Platinum, hvað meinarðu taka það úr? slökkva á því einhvernveginn eða fjarlægja það úr kassanum?

IceCaveman: Hvað er "secure 2 copy"?


Ég kannast nefninlega við að það hafi verið conflict á milli Sound Blaster Live kortanna og einhvers VIA kubbasetts. Prófaðu bara að taka hljóðkortið alveg úr vélinni og þá sérðu strax hvort þetta er vandamálið.

h

Sent: Fim 28. Ágú 2003 16:17
af ICM
http://www.pinedanet.com/

ágætis forrit sem er gott ef það eru vandamál að afrita stórar skrár á LAN, af CD eða hvar sem er.

Sent: Fim 28. Ágú 2003 21:16
af Damien
Snilldar forrit!
Ég get nota þetta eitthvað í framtíðinni.
Þakkir til IceCaveman :wink:

Sent: Mán 01. Sep 2003 10:18
af bjorna
Þakkir til IceCaveman -> Þetta forrit bjargaði því sem vantaði upp á, slepp við að fara að rífa vélbúnað úr kassanum þegar ég þarf að bakka upp skrár.

Sent: Mán 01. Sep 2003 17:50
af Voffinn
And once again Windows-Man (R) saves the day :!:

Sent: Mán 01. Sep 2003 17:54
af gumol
Allt er gott sem endar vel *tár*

Sent: Þri 02. Sep 2003 03:20
af gnarr
ég lenti í mjög svipuðu með raidið hjá mér. update-aðu biosinn á raidspjaldinu. ef þetta er onboard raid, update-aðu þá móðurborð biosinn. og installaðu svo nýjustu driverunum fyrir raid-ið. lagaði allavega mitt vandamál ;)

Sent: Þri 02. Sep 2003 12:06
af bjorna
Góður punktur, ég er ekki búinn að update RAID driverana eða BIOS síðan ég keypti vélina, kemst reyndar ekki í það fyrr en annaðkvöld en læt vita hvort það skilar einhverju meira.

Sent: Mið 03. Sep 2003 02:02
af gnarr
;)