Síða 1 af 1

battlefield 2 og xfi

Sent: Þri 13. Mar 2007 22:20
af MuGGz
sælir,

ég er að lenda í því að þegar ég reyni að breyta audio settings í leiknum úr "sofware" yfir í "xfi" þá hendir leikurinn mér út og þetta vistast ekki...

eru einhverjir að lenda í þessu ?

Sent: Þri 13. Mar 2007 22:39
af gnarr
jájá.. lausnin er sú að hætta að kaupa vörur frá EA.

Sent: Þri 13. Mar 2007 22:56
af zedro
gnarr skrifaði:jájá.. lausnin er sú að hætta að kaupa vörur frá EA.

Asnalegt og ganglaust svar......yet he does have a point :?

Sent: Þri 13. Mar 2007 23:07
af SolidFeather
Gerist það sama hér. Kann enga lausn.

Sent: Mið 14. Mar 2007 10:09
af ÓmarSmith
Verðið að hafa kortið stillt á " GAME MODE "


Annars virkar þetta ekki ;)

Virkaði fyrir mig að breyta þessu.

Sent: Mið 14. Mar 2007 10:24
af MuGGz
það er stillt á game mode hjá mér :?

Sent: Sun 18. Mar 2007 15:03
af Holy Smoke
BF2 notar OpenAL fyrir hljóð, þannig að ég myndi veðja á að hausverkurinn liggi þar. Ef það er OpenAL skrá í Battlefield möppunni notar leikurinn hana; annars vísar hann í sömu skrá í Windows möppunni. Þess vegna er best fyrir þig að prófa þig áfram með því að vinna alltaf með openal32.dll skrá í BF2 möppunni frekar en að fikta í Windows möppunni.

Athugaðu fyrst hvort þú finnir skrá sem heitir openal32.dll einhvers staðar í Battlefield möppunni. Endurskýrðu hana (til að hafa backup) og kóperaðu svo ct_oal.dll úr c:\windows\system32\ yfir í battlefield möppuna og endurskýrðu hana openal32.dll. Ef þú ert með nýjasta X-Fi driverinn, þá ætti þessi skrá að vera nýjasti OpenAL sem er til frá Creative, og þegar þú kemur henni fyrir í Battlefield möppunni ertu að tryggja að leikurinn vísi í hana.

Ef þetta virkar ekki myndi ég fara á http://www.openal.org og sækja nýjustu útgáfu af drivernum, afpakka hann og kópera openal32.dll þaðan yfir í Battlefield möppuna.

Sent: Sun 25. Mar 2007 01:31
af Vitium Vita
Ég veit um einfalt svar við þessu! Ég lenti líka í þessu um daginn og það eina sem þurfti að gera er:

Fara á þessa vefsíðu

http://is.europe.creative.com/support/d ... 3&OCXType=

og ná í allar nauðsynlegar uppfærslur fyrir hljóðkortið og þar er einmitt nýr driver sem lagar OpenAl vandan við leikina á borð við Battlefield!

Allavega lagaðist það hjá mér og auðvitað hafa Game Mode!

P.S. Muna að slökkva á Pop-up Blocker! Annars virkar Software Auto Update síðan ekki!

Sent: Sun 25. Mar 2007 16:19
af MuGGz
sweet thx, virkaði

allt annað soundið núna :8)