BF2 notar OpenAL fyrir hljóð, þannig að ég myndi veðja á að hausverkurinn liggi þar. Ef það er OpenAL skrá í Battlefield möppunni notar leikurinn hana; annars vísar hann í sömu skrá í Windows möppunni. Þess vegna er best fyrir þig að prófa þig áfram með því að vinna alltaf með openal32.dll skrá í BF2 möppunni frekar en að fikta í Windows möppunni.
Athugaðu fyrst hvort þú finnir skrá sem heitir openal32.dll einhvers staðar í Battlefield möppunni. Endurskýrðu hana (til að hafa backup) og kóperaðu svo ct_oal.dll úr c:\windows\system32\ yfir í battlefield möppuna og endurskýrðu hana openal32.dll. Ef þú ert með nýjasta X-Fi driverinn, þá ætti þessi skrá að vera nýjasti OpenAL sem er til frá Creative, og þegar þú kemur henni fyrir í Battlefield möppunni ertu að tryggja að leikurinn vísi í hana.
Ef þetta virkar ekki myndi ég fara á
http://www.openal.org og sækja nýjustu útgáfu af drivernum, afpakka hann og kópera openal32.dll þaðan yfir í Battlefield möppuna.