Síða 1 af 1

Þarf að stilla Ballistix Minni

Sent: Sun 11. Mar 2007 01:27
af zedro
Sæla dömur núna vantar mig að stilla timings á þessum yndislegu minnum sem ég var að kaupa. Eini gallinn er að ég hef ekki hugmynd um það hvernig það er gert :P Minnin eru að koma upp sem DDR400 en eiga að vera DDR500.

Er með Fatal1ty AN8 Sli móðurborð.

PS. Tölvan mín er búin að vera hægari en andskotinn tók mig 6klst að installa windows XP :shock: gæti þetta verið ástæðan?

Sent: Sun 11. Mar 2007 02:02
af gnarr
6klst! :shock:

Ég myndi halda að harðidiskurinn og/eða geisladrifið sé þá að keyra á PIO mode. Vinnsluminnishraðinn hefur mjög lítil áhrif á windows install.

Sent: Sun 11. Mar 2007 13:08
af zedro
Hvernig tekur mar geisladrifið af PIO mode?

Já og einnig var ég að lenda í því að NTLDR is missing :S

Sent: Sun 11. Mar 2007 13:51
af gnarr
prófaðu að resetta biosinn og skipta um data kappla. Annars þykir mér líklegast að harðidiskurinn sé hreinlega bara dauður fyrst það kom NTLDR Missing.

Sent: Sun 11. Mar 2007 15:44
af zedro
Geri það samt er þetta splúnkunýr HD :S

Sent: Sun 11. Mar 2007 20:01
af mjamja
lenti líka í þessu einu sinni..... prufaðu að taka alla diska úr sambandi nema þann sem að þú ert að fara að installa Windows á, þá á ekki að koma NTLDR missing :wink:

Sent: Sun 11. Mar 2007 20:18
af zedro
Takk ;) ætla að prufa.

Sent: Sun 11. Mar 2007 20:31
af smuddi
minnir að ég hafi lent í þessu NTLDR missing og þa hafi ég bara fest HDD kaplana betur og það hafi virkað :wink:

Sent: Þri 10. Apr 2007 17:11
af ManiO
Var að eyða einhverju spammi í þessum þræði og sá í undirskriftinni að Corsair minnin eru að haldast stable, það er snilld. En ég er ekki búinn að drulla mér að yfirklukka Ballistix minnin :oops:

Sent: Mið 02. Maí 2007 14:04
af ÓmarSmith
Bæði ég og StjániJ, sem og Fletch náðum að klukka akkúrat þessi minni alveg upp úr öllu valdi á DFI Lanparty borði.

Mig dauðlangar í Crucial Ballistix minni aftur.

Sent: Mið 02. Maí 2007 14:15
af ManiO
Spurning um að tala við ykkur þá þegar ég fæ loks tíma til að grúska í þessu :wink: