Síða 1 af 1

50'' Philips Plasma Pixel Plus // Einhver reynsla?

Sent: Mið 28. Feb 2007 14:00
af atlimarg
Góðan dag,

Vildi kanna hvort einhver hefði reynslu af þessu sjónvarpi eða einhverju sambærilegu.

Linkur á sjónvarpið er hér http://www.elko.is/item.php?idcat=18&idsubcategory=&idItem=5234 en ég set líka upplýsingarnar hér fyrir neðan:

50'' Philips Plasma Pixel Plus

• Upplausn 1366x768p
• Skerpa 10000:1
• Birtustig 1400 cm/m2
• 160° sjónarhorn
• HDTV Tilbúið (HD READY)
• Progressive scan
• Pixel Plus (eykur þéttleika pixla og meiri skerpa)
• 2x15w RMS hátalara
• 1 skart sem styður við RGB
• 1 skart sem styður við S-video og RGB
• 2 HDMI tengi
• AV tengi (composide video)
• S-Video tengi
• Textavarp með 1500 bls minni
• 142,5x78,6x11,8 mm
• 57 kg

Sent: Mið 28. Feb 2007 16:23
af kemiztry
Ég fékk mér þetta tæki um daginn og verð að segja að ég er hæstánægður með það. Fínt sound og fín mynd. Annars mæli ég bara með að fara í Elko og skoða sjálft tækið.

Sent: Mið 28. Feb 2007 17:55
af Stebet
Pixel Plus er C.R.A.P. Virkar yfirleitt bara á SD efni og ef það virkar á HD þá er það að downscalea myndina fyrst, svo nota Pixel Plus "magicið" og upscalear aftur. Skilst að það sé búið að laga það í Pixel Plus 3 HD dótinu.

Mæli miklu frekar með 50" tækinu hjá http://www.simnet.is/plasma. Hef sjálfur séð það í action og það er hands down flottasta sjónvarp sem ég hef séð.

Sent: Mið 28. Feb 2007 18:14
af kemiztry
Stebet skrifaði:Pixel Plus er C.R.A.P. Virkar yfirleitt bara á SD efni og ef það virkar á HD þá er það að downscalea myndina fyrst, svo nota Pixel Plus "magicið" og upscalear aftur. Skilst að það sé búið að laga það í Pixel Plus 3 HD dótinu.

Mæli miklu frekar með 50" tækinu hjá http://www.simnet.is/plasma. Hef sjálfur séð það í action og það er hands down flottasta sjónvarp sem ég hef séð.


Þetta virðist vera traust fyrirtæki *hóst* :lol:

Sent: Mið 28. Feb 2007 19:39
af Stebet
kemiztry skrifaði:
Stebet skrifaði:Pixel Plus er C.R.A.P. Virkar yfirleitt bara á SD efni og ef það virkar á HD þá er það að downscalea myndina fyrst, svo nota Pixel Plus "magicið" og upscalear aftur. Skilst að það sé búið að laga það í Pixel Plus 3 HD dótinu.

Mæli miklu frekar með 50" tækinu hjá http://www.simnet.is/plasma. Hef sjálfur séð það í action og það er hands down flottasta sjónvarp sem ég hef séð.


Þetta virðist vera traust fyrirtæki *hóst* :lol:


Ef þú hefur einhverjar efasemdir skaltu bara hringja í kauða. Ég get bent á nokkra sem eru búnir að kaupa af honum og þar af eru tveir góðir kunningjar mínir. Einnig eru nokkrir á xbox360.is sem hafa verslað þarna og gætu ekki verið ánægðari. Það er óþarfi að láta taka sig í rassgatið hjá Elko og BT þar sem þeir pranga uppá þig ódýrasta drasli sem þeir finna með fáránlegri álagningu.

Sent: Mið 28. Feb 2007 19:52
af Frikkasoft
kemiztry skrifaði:
Stebet skrifaði:Pixel Plus er C.R.A.P. Virkar yfirleitt bara á SD efni og ef það virkar á HD þá er það að downscalea myndina fyrst, svo nota Pixel Plus "magicið" og upscalear aftur. Skilst að það sé búið að laga það í Pixel Plus 3 HD dótinu.

Mæli miklu frekar með 50" tækinu hjá http://www.simnet.is/plasma. Hef sjálfur séð það í action og það er hands down flottasta sjónvarp sem ég hef séð.


Þetta virðist vera traust fyrirtæki *hóst* :lol:

Ég hef heyrt um allnokkra sem hafa verslað af honum, og allt hefur gengið snurðulaust fyrir sig.

Svo fæ ég afhent eftir ca 2 vikur eitt 50" tæki af honum og ég hef engar áhyggjur af það sé eitthvað svindl í gangi, þetta er einfaldlega gaur sem blöskraði hvað íslensk fyrirtæki voru að okra á okkur, þannig að hann tók til sinna ráða og flutti þetta inn sjálfur.

Ef þú verslar tækið af honum þá kemur hann heim til þín með tækið, setur það upp fyrir þig og stillir. Þá fyrst borgaru fyrir tækið!

En ef þú vilt "gefa" Elko slatta af peningum til að fá síðra tæki, then be my guest ;)

Sent: Mið 28. Feb 2007 19:56
af ManiO
En, hvað með ábyrgð?

Sent: Mið 28. Feb 2007 20:31
af kemiztry
Þetta eru nú bara brosleg svör hérna hjá ykkur :) Ég vil nú heldur halda mig við ódýra Philips drasl tækið sem var prangað upp á mig en að kaupa eitthvað með ENGRI innlendri ábyrgð. Það er nú bara mín skoðun þegar maður er að kaupa dýra hluti. Ég myndi ekki nenna að standa í einhverju röfli við eitthvað company sem talar bara um einhverja erlenda ábyrgð? Nei takk!

Sent: Mið 28. Feb 2007 20:57
af prg_
Það er í íslenskum lögum (eða reglugerðum) að tveggja ára ábyrgð er á seldum raftækjum og gildir þá einu hvort þú selur það úr bílskúr eða stórmarkaði. 2 ár í ábyrgð eru einfaldlega standard practice.

Sent: Mið 28. Feb 2007 21:32
af kemiztry
prg_ skrifaði:Það er í íslenskum lögum (eða reglugerðum) að tveggja ára ábyrgð er á seldum raftækjum og gildir þá einu hvort þú selur það úr bílskúr eða stórmarkaði. 2 ár í ábyrgð eru einfaldlega standard practice.


Þetta eru ekki endursöluaðilar heldur milliliðir eins og þeir taka fram á síðunni sinni. Þeir geta því væntanlega firrað sig allri ábyrgð enda eru þeir ekki beinlínis að flytja inn tækið heldur þú með þeirra aðstoð.

Ég segi bara gaman gaman ef tækið bilar eða er bilað þegar maður fær það :D Best að henda því þá aftur í gám til USA og bíða í nokkra mánuði eftir að þeir skoði það og geri við það. Svo auðvitað borga flutningsgjöld og allt kjaftæðið í kringum það :)

Sent: Fim 01. Mar 2007 00:40
af plasmi
Sælir

Alltaf gaman að sjá góðar umræður.
Varðandi ábyrgð á tækjunum þá ábyrgist framleiðandi (Panasonic) í USA verksmiðjugalla í 5 ár (ekki 2 ár eins og á Íslandi). Sé tækið bilað sendum við tækið til USA í flugi á okkar kostnað og þeir taka við tækinu og senda nýtt tæki til baka. Þetta gæti tekið um 2-3 vikur, og líklega myndum við láta ykkur hafa annað tæki á meðan.
Yfirleitt má segja að ef rafeindatæki bilar þá sé það á fyrstu vikunum (ef um galla er að ræða). Þannig á já ég held að þetta sé nokkuð solid.
En hverjum og einum er frjálst að hafa sínar skoðanir en vildi bara leiðrétta þessar umræður.

Kv,
Leifur

Sent: Fim 01. Mar 2007 01:02
af kemiztry
plasmi skrifaði:Sælir

Alltaf gaman að sjá góðar umræður.
Varðandi ábyrgð á tækjunum þá ábyrgist framleiðandi (Panasonic) í USA verksmiðjugalla í 5 ár (ekki 2 ár eins og á Íslandi). Sé tækið bilað sendum við tækið til USA í flugi á okkar kostnað og þeir taka við tækinu og senda nýtt tæki til baka. Þetta gæti tekið um 2-3 vikur, og líklega myndum við láta ykkur hafa annað tæki á meðan.
Yfirleitt má segja að ef rafeindatæki bilar þá sé það á fyrstu vikunum (ef um galla er að ræða). Þannig á já ég held að þetta sé nokkuð solid.
En hverjum og einum er frjálst að hafa sínar skoðanir en vildi bara leiðrétta þessar umræður.

Kv,
Leifur


Ok, það er reyndar mjög jákvætt að heyra þetta. Þetta er eitthvað sem mætti væntanlega taka fram á síðunni. Maður kemst ekki hjá því að pæla aðeins í ábyrgð og þess háttar á svona dýrari hlutum.

En gott mál...

Sent: Fim 01. Mar 2007 10:16
af ManiO
plasmi skrifaði:Sælir

Alltaf gaman að sjá góðar umræður.
Varðandi ábyrgð á tækjunum þá ábyrgist framleiðandi (Panasonic) í USA verksmiðjugalla í 5 ár (ekki 2 ár eins og á Íslandi). Sé tækið bilað sendum við tækið til USA í flugi á okkar kostnað og þeir taka við tækinu og senda nýtt tæki til baka. Þetta gæti tekið um 2-3 vikur, og líklega myndum við láta ykkur hafa annað tæki á meðan.
Yfirleitt má segja að ef rafeindatæki bilar þá sé það á fyrstu vikunum (ef um galla er að ræða). Þannig á já ég held að þetta sé nokkuð solid.
En hverjum og einum er frjálst að hafa sínar skoðanir en vildi bara leiðrétta þessar umræður.

Kv,
Leifur


En á ekkert að fara að koma með LCD líka? :D

Sent: Fim 01. Mar 2007 12:05
af plasmi
Á sínum tíma kom ekkert annað til greina en Plasmi. Því stærri tækin voru mun ódýrari, en sambærilega LCD. Síðan kom í ljós að Plasminn var að gefa betri mynd og Svart var SVART!!
Einnig er þetta spurning um Tollamál, því tollurinn getur stundum verið erfiður og tókum við þá ákvörðun að vera eingöngu með Panasonic skjái (monitora) með engum tuner.
Þetta hefur reynst vel og eru skjáirnir að frábæra einkunn fyrir myndgæði vs verð. Einfaldleikinn er einnig þægilegur því ég veit að við erum með "Rollsinn" í þessu og um leið verður allt einfaldara eins og t.d. ábyrgðir (því það er ekkert sjálfgefið að fá ábyrgð á tækjum erlendis frá).
Ef það eru einhverjar spurningar um þessa skjái, þá endilega sendið póst á plasma@simnet.is.
En eins og ég sagði áður, þá hafa allir skoðanir og það er hið besta mál.

Kv,
Leifur

Sent: Fim 01. Mar 2007 12:48
af ÓmarSmith
Frábært framtak hjá ykkur.

Get vottað að ég hef séð tæki frá Leif í notkun hjá félaga mínum sem er með Xbox360 síðunna , bæði með XBOX 360, HD-DVD myndefni og Gamla Xboxið og þetta er vægast sagt öskrandi snilld. Tækið er mjög flott og litirnir í því eru alveg yndislegir sem og gæðin auðvitað.

Klárlega það besta sem ég hef seð í notkun so far.

Myndi líka telja að meðan að við erum bara með SD útsendingar en ekki HD þá er Plasminn alltaf betri því hann ýkir ekki upp lélegt myndefni eins og LCD gerir því miður. OG svart er svartara.

Spurningin er bara hvort menn þori að taka sénsinn. Persónulega myndi ég ekki hika við þetta ef ég æ tti pening og hefði ekki fjárfest í 32" LCD í fyrrasumar.

Mér skildist að þetta tæki út úr búð hérna myndi kosta vel yfir 500.000kr.


Vill líka benda á að TV tunerinn er auðvitað engin nauðsyn nema þú ætlir að taka merkið í gegnum Loftnet. Sértu Breiðbandstengdur eða með TV-ADSL frá Símanum held ég að þú sért í frábærum málum með þetta tæki.

Leiðréttið mig ef þetta er rangt, en ég held að TV tunerinn sé bara notaður með eldri loftnetskerfum sem gefa hvort eð er crap myndgæði.

Sent: Fim 01. Mar 2007 13:27
af ManiO
En hverjum er ekki sama um að allir hérlendis senda bara út í SD þegar maður horfir ekki á sjónvarp. Var að sjá helvíti flottan 52" LCD skjá frá sharp um daginn, og var hann helvíti öflugur. (Fluttir inn með flugi og heildar verð vel undir 500 þús.)