Síða 1 af 1

DualDDR á 333MHz minni?

Sent: Fim 14. Ágú 2003 00:42
af halanegri
Ég man ekki hvar ég heyrði þetta, en er það satt að maður þarf að hafa 400MHz minni til að geta notað Dual Channel DDR tæknina ? Er ekki í lagi að hafa 2x 333MHz kubba?

Sent: Fim 14. Ágú 2003 15:22
af doofyjones
Ég er með tvö 333MHz minni og nota DualDDR... Virðist vera í lagi...

Einnig ef það þyrfti að vera 400Mhz þá efast ég um að start.is væri með tvö 333Mhz minni á tilboði og kallaði það DualDDR-tilboð :wink:

Sent: Fim 14. Ágú 2003 16:15
af Fletch
getur verið með 266, 333, eða 400 dual channel...

borgar sig bara að reyna halda sig við 1:1 á móti FSB, þ.e. keyra FSB og minni á sömu tíðni, ef þú ert með FSB á 333, hafa minnið á 333 líka

Fletch

Sent: Fim 14. Ágú 2003 23:12
af halanegri
Ja, eg er nuna kominn með þetta, tveir 512mb ddr 333mhz kubbar, og þeir virka i DualDDR :)

Sent: Fim 14. Ágú 2003 23:49
af GuðjónR
Þau skilaboð sem ég sé í startup eru:
DRAM DUAL CHANNEL : Single 128-Bit Mode

Hvað sem það þýðir...

p.s er hægt að vera með 2x 256 og 2x512 kubba í DUAL DDR mode?
og finnið þið einhvern mun á Dual og Single mode?

Sent: Lau 16. Ágú 2003 11:41
af doofyjones
GuðjónR skrifaði:og finnið þið einhvern mun á Dual og Single mode?


Jebb, munar 1696 stigum í 3DMark 2001 hjá mér... Dual channel er mun betra... En kannski er munurinn meira afgerandi hjá mér því að ég er með innbyggt skjákort!

Sent: Lau 16. Ágú 2003 12:17
af Fletch
GuðjónR skrifaði:og finnið þið einhvern mun á Dual og Single mode?


Fer í raun eftir chipsettinu hve það nær að nýta þetta mikið

NForce2 AMD chipsettið nýtir þetta ekki sérstaklega vel, munar kannski 10-15% í membandwidth (aðalega útaf því að FSB á AMD kubbunum er bara ekki nógu hátt til að nýta þetta)

en nýju intel chipsettin nýta þetta mjög vel, 875 og 865, þar geturu fengið allt að 100% aukningu í membandwith

og meira mem bandwidth = meira overall system performance

Fletch