Síða 1 af 1

Er í lagi að vera með blönduð vinnsluminni?

Sent: Mán 16. Okt 2006 17:38
af orgulas
Er í lagi að vera með t.d. 1 GB PC2700 333MHz og svo annað 512 MB DDR2 800MHz PC2-6200 (þá auðvitað miðað við að móðurborðið styður svona stórt vinnsluminni) ?

Eða verður allt vinnsluminni í tölvu að vera sömu tegundar?

Takk fyrir.

Sent: Mán 16. Okt 2006 18:01
af gnarr
Þú getur ekki blandað saman minsmunandi stöðlum, eins og SDR, DDR og DDR2.

Hinsvegar geturu blandað saman flestum tegundum innan hvers staðals. eins og DDR-266 og DDR-400 eða DDR2-533 og DDR2-800. Reglan er sú að þá keyrir allt á hraða hægasta módjúlsins.

Sent: Þri 17. Okt 2006 11:25
af beatmaster
Er DDR2 sökkulinn öðruvísi en DDR sökkullinn, bara forvitni í mér hef oft spáð í þetta en ekki nennt að googla þetta :wink:

Sent: Þri 17. Okt 2006 12:17
af Fumbler
beatmaster skrifaði:Er DDR2 sökkulinn öðruvísi en DDR sökkullinn, bara forvitni í mér hef oft spáð í þetta en ekki nennt að googla þetta :wink:

DDR 184 pinnar vs DDR2 240 pinnar
Mynd
Mynd
Eins og þú sérð þá geturu ekki sett DDR í DDR2 rauf og öfugt, nema með hamri :P

Fann þetta hér http://www.nix.ru/support/faq/show_arti ... number=571

Sent: Þri 17. Okt 2006 15:42
af beatmaster
Það var akkúrat þetta sem ég nennti ekki að gúggla :P

Sent: Lau 02. Des 2006 12:52
af beatmaster
og af því að ég nenni ekki að gúggla, eða að gera nýjan þráð... :P
Hvernig er það, nú er ég með 4 raufar dual channel:

Rauf 1A
Rauf 2B
Rauf 3A
Rauf 4B

Er með sitthvorn 256 PC3200 í Rauf 1 og 3, þeir keyra saman á Dual Channel
Get ég ekki verið með 2 512 PC3200 í Rauf 2 og 4 að keyra saman þar eða verða allir 4 kubbarnir að vera jafn stórir?

Sent: Lau 02. Des 2006 14:34
af gnarr
ég myndi nú halda að minnin ættu að vera í rauf 1 og 2 til að vera í dualchannel samkvæmt þessu. Semsagt á Channel A og Channel B.

Sent: Lau 02. Des 2006 14:44
af ManiO
gnarr skrifaði:ég myndi nú halda að minnin ættu að vera í rauf 1 og 2 til að vera í dualchannel samkvæmt þessu. Semsagt á Channel A og Channel B.


Ég myndi halda að A og A ættu að vera saman og B og B, hjá mér er ég alla vega með minnin í rauf 2 og 4 sem eru í sama lit.

Sent: Lau 02. Des 2006 15:20
af gnarr
Ef þú ert bara að nota rás A, þá ertu auðvitað bara að nota aðra rásina. Hin rásin er rás B. Þannig að til að nota Dual Channel, þá notaru bæði Rás A og B.

Sent: Lau 02. Des 2006 15:28
af beatmaster
Á A og B að vera saman til að keyra í Dual Channel ekki A og A?

Sent: Lau 02. Des 2006 15:35
af gnarr
A = Rás A
B = Rás B

Það = Tvær rásir..

til að keyra tvær rásir í einu (Dual Channel) = Nota Rás A og Rás B á sama tíma.


Þetta er nú ekkert gífurlega flókin stærðfræði.