Síða 1 af 1

Raptor - Western Digital

Sent: Þri 22. Ágú 2006 17:48
af Guðinn í blóði þínu
Sælir
Ég var að spá hvort væri betra að hafa Western Digital 36,7 GB (SATA), 10.000 sn sem er "single platter" eða Western Digital Raptor 740GD 74 GB (SATA), 10.000 sn sem er "twin platter"? Eða skiptir það kannski engu máli - þ.e.a.s. varðandi hraða.

http://computer.is/vorur/2394 - Western Digital 36,7 GB (SATA), 10.000 sn
http://computer.is/vorur/4105 - Western Digital Raptor 740GD 74 GB (SATA), 10.000 sn

36,7 GB diskurinn er á 10.000 en 74 GB diskurinn á 15.000 þannig að þessi stærri er betri kaup varðandi stærð. En væri kannski en þá betra að hafa tvo 36,7 GB diska í "Raid 0" sem kæmi út á 20 þúsundum? Er reyndar ekki með "Raid" í móðurborðinu.

Sent: Þri 22. Ágú 2006 18:07
af BrynjarDreaMeR
ég er að selja einn 74gb a 8þúsund

Sent: Mið 23. Ágú 2006 00:05
af fallen
74GB diskurinn er bæði hljóðlátari og hraðvirkari en 36GB útgáfan

Sent: Mið 23. Ágú 2006 00:09
af Guðinn í blóði þínu
fallen skrifaði:74GB diskurinn er bæði hljóðlátari og hraðvirkari en 36GB útgáfan


Magnað.

fallen skrifaði:2x74GB WD Raptor RAID-0


Þú ert með þetta svona... er þetta ekki rosalega gott? Þegar þú ert með tvo saman í "Raid 0", eru þeir þá samt bara ekki 74 GB saman? Sem sagt ekki 148 GB.

Sent: Mið 23. Ágú 2006 01:49
af fallen
Guðinn í blóði þínu skrifaði:
fallen skrifaði:2x74GB WD Raptor RAID-0


Þú ert með þetta svona... er þetta ekki rosalega gott? Þegar þú ert með tvo saman í "Raid 0", eru þeir þá samt bara ekki 74 GB saman? Sem sagt ekki 148 GB.


Nei, þeir eru 148 GB.

Mynd

Getur séð hérna hvernig þetta var með 1x Raptor og svo 2x Raptors RAID0.

Sent: Lau 09. Sep 2006 20:00
af GuðjónR
fallen skrifaði:74GB diskurinn er bæði hljóðlátari og hraðvirkari en 36GB útgáfan

og er ekki 150GB útgáfan hraðvirkust af þeim?