Síða 1 af 1
AMD LÆKKANIR
Sent: Þri 25. Júl 2006 00:17
af ÓmarSmith
Þessi lækkun sem við lásum allir um .. Er kominn strax.
Pétur hjá Tölvutækni hóf stríðið formlega með því að negla inn nýjum verðum í dag.
Kíkið á verðin
X2 4200 = 29900 kjeddl.
Og fer bara lækkandi
Sent: Þri 25. Júl 2006 00:44
af Tjobbi
vá, tolvutækni er med aaalltof lág verd
gj
Sent: Þri 25. Júl 2006 09:26
af ÓmarSmith
Like i said.. stríðið er hafið
Bensín fyrirtækin ættu að vera í samskonar samkeppni en Neeeiii..
Það kallast samráð .. og engin gerir rass í því.
Sent: Þri 25. Júl 2006 10:10
af Stutturdreki
Well.. bensín er heldur ekki alveg að lækka um 50% á einum degi enda er ekkert sem keppir við bensín sem orkugjafa og einn aðili (OPEC) sem stjórnar framboði og þar með verði á bensíni á heimsvísu.
Flott að sjá þessa lækun koma strax fram í verðum, átti ekki von á því fyrr en Core2Duo kæmi í búðirnar. Seljast væntanlega ekki margir highend intel á næstunni..
Takk samt fyrir að búa til nýjan þráð um þetta!
Sent: Þri 25. Júl 2006 11:12
af Skoop
þegar 4800+ fer í 10.000 þá er kominn tími í örgjörva uppfærslu
Sent: Þri 25. Júl 2006 12:42
af ÓmarSmith
Then you´re gonna wait for a looooong looooong time
Sent: Þri 25. Júl 2006 13:35
af Baldurmar
ÓmarSmith skrifaði:Then you´re gonna wait for a looooong looooong time
Hey, hann gæti hitt á notaðann, með 1 brotinn pinna..
Sent: Þri 25. Júl 2006 13:39
af TechHead
Nice
AM2 4200 X2 er á 22.680 hjá Tolvuvirkni.is
....jæja enn ein uppfærslan að fara í gang
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:10
af audunn
nice! X2 3800+ á 16.900kr ... sama og ég borgaði fyrir single core 3800+ fyrir tveimur vikum
og X2 4200+ er á 21900... ætli þetta lækki mikið meira?
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:35
af ÓmarSmith
Já klárlega.. Att á eftir að droppa undir og svo heldur þetta áfram.
spurning hvort að tölvuvirkni og computer.is ætli að taka virkann þátt í verðstríðinu ..
Þetta er virkilega frábært að sjá ...
Það sem vantar er svo að skjákort taki svona dropp líka ..
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:36
af Doct
Getur það passað að X2 4200 sé kominn í 20900 bara síðan í morgun?
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:41
af Wyrminarrd
Guð blessi intel
Held samt að þrátt fyrir verðlækkaninar þá fái ég mér Core 2 duo, það eru einfaldlega betri örgjörvar
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:52
af TechHead
HAHA ætlar þetta aldrei að breytast hjá Att.is
alltaf þegar ég ætla að kaupa eitthvað hjá þeim (í þessu tilfelli X2 4200 AM2)
þá er alltaf talað um 6 daga bið
Fyrir tölvufíkla eins og mig þá er það óásættanlegt að verslanir auglýsi eftirsótta vöru á ákveðnu verði (spurði hvort þeir ættu ýmislegt annað en fékk sama 6daga svarið
) og eru ekki nálægt því að eiga hana til á lager.... er þetta blessaða Att bara gert út á að keyra öll verð niður undir heildsöluverð og eru bara að græða á því að selja músarmottur
Mér er svosem sama þar sem maður græðir helling á þessu verði hjá öðrum fyrirtækjum sem eru í virkri samkeppni sem eiga vöruna þegar manni vantar hana hehe..... en eru þetta samt ekki hálf dodgy viðskiptahættir
allavega hafa þeir misst mitt og vina minna traust
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:56
af audunn
kannski skiljanlegt með dual-core amd örrana aðþeir liggi ekki með þá á leger útaf verðlækkunum undanfarið
Sent: Þri 25. Júl 2006 14:58
af TechHead
Þetta er langt frá því að vera fyrsta og eina skiptið sem ég og mínir höfum fengið þessi svör....
Sent: Þri 25. Júl 2006 15:14
af audunn
en er X2 4200 AM2 ekki mikið dýrari hjá att! er þetta ekki til hjá tölvuvirkni munar 8þ kalli á verðum sem gefin eru upp!
Sent: Þri 25. Júl 2006 15:43
af Fernando
Já, þetta er frábært, vona að skjákortin fari sömu leið
Ég keypti X2 3800 á 35000 á sínum tíma.
Sent: Þri 25. Júl 2006 16:54
af ÓmarSmith
Kaupið þetta í guðana bænum hjá TÖLVUTÆKNI.. það munar 150KR !!!
Það á auðvitað að hjálpa þeim þar sem að það eru þeir sem að eru að stuðla að verðstríði á þessum markaði .!!
Haldið þið virkilega að ATT hefðuð lækkað allt niðrur öllu bara því AMD lækkuðu slatta í gær.. Uhh..Nei ..
Það þarf alltaf e-r að brjóta ísinn ..
Go tölvutækni í dag ... verðum að styðja við bakið á honum svo hann geti haldið áfram að stuðla að verðlækkunum.
Sent: Þri 25. Júl 2006 17:07
af Doct
Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir...
Veit einhver hvort að Tölvutækni eigi eitthvað af þessum örgjöfum á lager? Það stendur ekkert um það á heimasíðunni hjá þeim.
Sent: Þri 25. Júl 2006 17:08
af beatmaster
ÓmarSmith skrifaði:Kaupið þetta í guðana bænum hjá TÖLVUTÆKNI.. það munar 150KR !!!
Það á auðvitað að hjálpa þeim þar sem að það eru þeir sem að eru að stuðla að verðstríði á þessum markaði .!!
Haldið þið virkilega að ATT hefðuð lækkað allt niðrur öllu bara því AMD lækkuðu slatta í gær.. Uhh..Nei ..
Það þarf alltaf e-r að brjóta ísinn ..
Go tölvutækni í dag ... verðum að styðja við bakið á honum svo hann geti haldið áfram að stuðla að verðlækkunum.
Makes sense
Sent: Mið 26. Júl 2006 23:11
af audiophile
Já það er nú lítið vit í þessu verðstríði ef enginn kaupir af þeim. Þeir enda bara á hausnum og þá erum við komnir hringinn
Sent: Mið 26. Júl 2006 23:32
af audunn
enda hafa þeir hjá att.is bara lækkað 50kr undir verðinu hjá tölvutækni undanfarið! það er frekar slappt til að fá grænan reit
Sent: Mið 26. Júl 2006 23:47
af goldfinger
Doct skrifaði:Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir...
Veit einhver hvort að Tölvutækni eigi eitthvað af þessum örgjöfum á lager? Það stendur ekkert um það á heimasíðunni hjá þeim.
Ég var að panta nokkuð öfluga vél hjá tölvutækni, AM2 Dual Core 4600+ og fl. Kemur með sendingu á mánudag en hann sagði að það væru nokkrar tegundir af örgjörvum að koma í henni svo best að bjalla í Pétur og spyrja hann hvað er væntanlegt eftir helgina.
Sent: Fim 27. Júl 2006 00:08
af Heliowin
Þetta er náttlulega geggjun þessi verðlækkun.
Um daginn var ég að spekúlera í tölvukaupum, sem enn einni í arsenalið og það AMD single core örgjörva. Þetta eyðileggur allt saman því hún átti bara að vera meðal og mátti ekki skáka aðaltölvu minni.