Síða 1 af 1

Millistykki til að nota TV-out snúru með s-video tengi.

Sent: Sun 11. Jún 2006 20:00
af Veit Ekki
Ég á snúru sem ég notaði með gamla skjákortinu mínu sem er með TV-out tengi, snúran er svona eða svona , man ekki alveg hvor og er ekki með hana hjá mér.

En spurning er, get ég keypt einhversskonar millistykki þannig að ég geti notað snúruna með ATI 9800xt 128MB kortinu mínu en það er búið s-video tengi en engu TV-out.

Eða þá hvort að ég geti fengið með snúru sem virkar eins og TV-out en notar s-video tengi, þar sem að ég sá á netinu þegar ég var að leita af upplýsingum um kortið að það væri með s-video tengi sem væri hægt að nota sem TV-out eða eitthvað svoleiðis. :roll:

Svona tengi eru ekki mín sterkasta hlið. :P

Sent: Sun 11. Jún 2006 21:20
af Rusty
Keyptu þér fyrra tengið sem þú linkaðir á, og notaðu það.

Sent: Mán 12. Jún 2006 20:11
af Veit Ekki
Rusty skrifaði:Keyptu þér fyrra tengið sem þú linkaðir á, og notaðu það.


Ok, sé það líka núna á tenginu á gamla kortinu að ég á þessa seinni snúru, allavega miðað við myndina.

En ætli það sé ekki hægt að fá neitt svona millistykki?

Sent: Mán 12. Jún 2006 20:21
af Rusty
Leita að RCA to SVIDEO converter?

Sent: Mán 12. Jún 2006 21:12
af Veit Ekki
Rusty skrifaði:Leita að RCA to SVIDEO converter?


Ætti þetta ekki að virka?

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1677

Sent: Mán 12. Jún 2006 22:37
af Rusty
Ég er ekki viss, en ég held að þetta virki öfuga leið.

Sent: Þri 13. Jún 2006 21:47
af Veit Ekki
Rusty skrifaði:Ég er ekki viss, en ég held að þetta virki öfuga leið.


Þetta virkar þá kannski rétt?

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1676

Sent: Þri 13. Jún 2006 23:15
af Rusty
Erm.. nei held að fyrra sé rétt. En eins og ég segi, þá er ég ekki viss.

Sent: Fim 15. Jún 2006 12:44
af Pixies
nenni ekki að búa til nýjan þráð.
ég er með s-video og það kemur allt nema litur á sjónvarpið þarf ég svona eða er einhver stilling sem ég get breytt og lagað það ?

Sent: Fim 15. Jún 2006 13:17
af Rusty
Margir sem kaupa sér svona, og þetta virðist alltaf virka. Annars geturðu leitað að einhverri stillingu sem er á "PAL", og sett hana á "NTSC" eða öfugt. Því miður veit ég ekki hvar eða hvernig þessi stilling er.