Síða 1 af 2
Ráðleggingar vegna cpu/mb
Sent: Lau 13. Maí 2006 02:04
af barabinni
Mig langaði nú bara til að ræða stutt og laggot um hvaða kaup myndu henta manni eins og mér.
Ég er að íhuga að kaupa mér skjákort. Líklegast nvidia því að mér þykir þau kort einfaldari í notkun og kann betur við þau.
Einnig er ég að huga að kaupa móðurborð í stíl við þann örgjörfa sem ég kaupi mér.
Takmarkast þessi kaup við 90-100k íslenskar.
Vil þó takmarka möguleikana við Amd því að ég hef meiri trú á þeim.
Mitt vandamál er aðallega það að ég á mjög erfitt með að gera upp á milli korta, framleiðanda og tegunda. Hvort að dual core eigi betur við mig. Hvort að lanparty móðurborð myndi henta betur.
Spurningarnar virðast vera endalausar.
En til að gefa ykkur skírari mynd af því sem ég leita að þá ætla ég að lýsa því hvernig ég vinn með tölvur í örfáum orðum.
Ég hef enga reynslu af yfir klukkun eða bios breitingum. Ég nota tölvuna mest í leikjaspilun en þó findist mér ekki verra að hafa góða vinnslugetu í hefðbundni notkun.
Ég væri mjög þakklátur ef einhverjir hérna gætu komið með tillögur eða hugmyndir um hvaða kaup myndu henta mér best. Og ekki vera feimnir við að spyrja nánar ef forvitnin nær ykkur.
Vil bara þakka fyrir mig.
Sent: Lau 13. Maí 2006 02:55
af Skoop
skjákort ... ódýrasta 7900gt 35.000 sirka
móðurborð er ekki viss með það
örgjörvi 3700+ 22.000 sirka
Sent: Lau 13. Maí 2006 10:45
af DoRi-
Asus A8N - 10,990 @ task
AMD64 X2 4200+ - 48,990 @ task
Sparkle Geforce 7900GT - 34,000 @ Tölvuvirkni(óstaðgreitt)
Sent: Lau 13. Maí 2006 10:45
af DoRi-
Asus A8N - 10,990 @ task
AMD64 X2 4200+ - 48,990 @ task
Sparkle Geforce 7900GT - 34,000 @ Tölvuvirkni(óstaðgreitt)
Sent: Mán 22. Maí 2006 09:11
af Taxi
Sent: Mán 22. Maí 2006 11:20
af Yank
DoRi- skrifaði:Asus A8N - 10,990 @ task
AMD64 X2 4200+ - 48,990 @ task
Sparkle Geforce 7900GT - 34,000 @ Tölvuvirkni(óstaðgreitt)
Veit að þú ert allur að vilja gerður en.. Mér finnst glapræði að benda á X2 4200 hjá task fyrir 48990 þegar hann kostar
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1730
Sent: Mán 22. Maí 2006 11:36
af DoRi-
Yank skrifaði:DoRi- skrifaði:Asus A8N - 10,990 @ task
AMD64 X2 4200+ - 48,990 @ task
Sparkle Geforce 7900GT - 34,000 @ Tölvuvirkni(óstaðgreitt)
Veit að þú ert allur að vilja gerður en.. Mér finnst glapræði að benda á X2 4200 hjá task fyrir 48990 þegar hann kostar
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1730
im only human
,,,,or am i?
Sent: Sun 28. Maí 2006 23:35
af barabinni
Takk fyrir svörin. Þetta hjálpar mikið til við þessa íhugun mína.
Sent: Sun 28. Maí 2006 23:49
af Nafnotenda
Sent: Mán 29. Maí 2006 01:47
af kristjanm
Hvernig dettur fólki í hug að mæla með single-core örgjörvum nú til dags??
Og EKKI taka ASUS A8N-SLI, það er alveg skelfilegt borð og þá tala ég af eigin reynslu. Mæli frekar með DFI Lanparty borðunum.
Sent: Mán 29. Maí 2006 02:01
af mjamja
kristjanm skrifaði:Hvernig dettur fólki í hug að mæla með single-core örgjörvum nú til dags??
Og EKKI taka ASUS A8N-SLI, það er alveg skelfilegt borð og þá tala ég af eigin reynslu. Mæli frekar með DFI Lanparty borðunum.
hann sagðist vera græningi í yirklukkun þ.a. ég myndi ekki mæla með lanpary
Sent: Mán 29. Maí 2006 08:12
af Vilezhout
kristjanm skrifaði:Hvernig dettur fólki í hug að mæla með single-core örgjörvum nú til dags??
Og EKKI taka ASUS A8N-SLI, það er alveg skelfilegt borð og þá tala ég af eigin reynslu. Mæli frekar með DFI Lanparty borðunum.
Afþví að fæstir hérna þurfa á því að halda
3700+ er alveg fínasti single core örgjörvi á reyndar örlítið of háu verði sem að yfirklukkast vel
Sent: Mán 29. Maí 2006 08:22
af kristjanm
Ef þeir þurfa ekki á því að halda núna þá munu þeir gera það fljótlega, t.d. kemur windows vista út mjög fljótlega og það mun nýta dual-core örgjörva.
Single-core örgjörvar eru Sempron/Celeron morgundagsins.
Sent: Mán 29. Maí 2006 09:09
af gnarr
Windows XP nýtir líka dualcore...
Sent: Mán 29. Maí 2006 13:15
af wICE_man
kristjanm skrifaði:Ef þeir þurfa ekki á því að halda núna þá munu þeir gera það fljótlega, t.d. kemur windows vista út mjög fljótlega og það mun nýta dual-core örgjörva.
Single-core örgjörvar eru Sempron/Celeron morgundagsins.
Ég veit um marga sem hafa verið að keyra Betuna af Vista á single core vandræðalaust, það verða alltaf fleiri og fleiri forrit sem nota marga kjarna eða örgjörva en enn sem komið er er 3700+ öflugri örgjörvi í flestum hefðbundnum forritum, næsta árið munu koma út fleiri leikir sem nota marga kjarna en það á samt ekki eftir að verða mönnum með single-core fjötur um fót neitt á næstunni.
Ég myndi persónulega taka 3500+ þar sem að hann gefur mjög góð afköst miðað við verð. Ég tel það ekki forsvaranlegt að eyða mikið meir en 20þús krónum í örgjörva og einu Dual-core örgjörvarnir sem koma þá til greina eru frá Intel.
Þeir sem fá sér Dual core í dag eru að borga miklu meira en réttlætanlegt er, sérstaklega hjá AMD, hvort sem um er að ræða með tilliti til afkastagetu eða framleiðslukostnað.
Það eru fleiri en ein hlið á hverjum pening.
Sent: Mán 29. Maí 2006 15:07
af TechHead
EKKI KAUPA s939 AMD!
Það er rugl að vera að shella út stórfé fyrir það í
dag þar sem AM2 skellur á markaðinn í júní.
Þá smelliru þér á Nforce 590-Sli borð og A-64 X2 4400+ kvikindi
I have spoken
Sent: Mán 29. Maí 2006 18:08
af @Arinn@
og hvað muna það kosta ? ertu með review um þannig kvikyndi ?
Sent: Þri 30. Maí 2006 07:57
af gnarr
TechHead skrifaði:EKKI KAUPA s939 AMD!
Það er rugl að vera að shella út stórfé fyrir það í
dag þar sem AM2 skellur á markaðinn í júní.
Þá smelliru þér á Nforce 590-Sli borð og A-64 X2 4400+ kvikindi
I have spoken
AM2 kom út fyrir viku síðan.
Sent: Þri 30. Maí 2006 16:14
af DoRi-
@Arinn@ skrifaði:og hvað muna það kosta ? ertu með review um þannig kvikyndi ?
http://www.tomshardware.com/2006/05/23/ ... ts_itself/
Sent: Þri 30. Maí 2006 17:59
af wICE_man
Það eru enn 1-2 mánuðir í að AM2 verði á sama verði og S939 að öllum líkindum þannig að menn verða þá að bíða rólegir, eða eyða meiru í von um að fá það allt til baka síðar.
Sent: Þri 30. Maí 2006 18:38
af kraft
og hvað er þetta am2 ? spyr sá sem ekki veit
Sent: Þri 30. Maí 2006 21:11
af Veit Ekki
kraft skrifaði:og hvað er þetta am2 ? spyr sá sem ekki veit
Að það sé hægt að nota DDR2 minni með AMD, held að það sé svona aðalbreytingin.
Sent: Þri 30. Maí 2006 21:20
af audiophile
AM2 er nýji sökkullinn frá AMD og hann tekur yfir s939 sökklinum sem hefur þjónað AMD64 örgjörvum hingað til. s939 sökkullinn er semsagt dauður.
Fyndna er þó að gamli s754 sökkullinn sem allir héldu að myndi deyja og framtíðin yrði í s939, er ennþá í fullu fjöri.
Sent: Mið 31. Maí 2006 01:54
af kristjanm
Sjálfur myndi ég aldrei kaupa tölvu núna, frekar bíða eftir Conroe sem kemur út í sumar.
Sent: Mið 31. Maí 2006 08:29
af gnarr
Afhverju bíðuru ekki frekar eftir K8L ?