Síða 1 af 1
portable harðir diskar
Sent: Mið 16. Júl 2003 12:49
af coel
sko, ég ætla að fá mér færanlegan harðan disk og er með tvo í huga en veit ekki alveg hvorn ég ætti að fá mér. Einn er 120 GB utanáliggjandi Western Digital USB2 frá tölvulistanum og hinn er LaCie d2 120GB USB2 7200 frá BT (ég mundi linka en kann það bara ekki). LaCie diskurinn er mun dýrari en kemur í neato hulstri og ég er hræddur við wd því þeir eiga til með að gefa frá sér ljót og heilaskemmandi hljóð. Hvort haldið þið að sé betra val?
Sent: Mið 16. Júl 2003 18:11
af Voffinn
Hljóðinn verða seint heilaskemmandi...
Svo til að rugla þig enn meira, þá geturu keypt þér einskonar hulstur fyrir bara venjulega diska, ég myndi frekar gera það, því þá geturu valið mikið meira.
(ekki versla við BT)
Sent: Mið 16. Júl 2003 20:23
af MezzUp
WD fær mitt vote
ekki þetta
Sent: Mið 16. Júl 2003 22:29
af ICM
mæli með að þú fáir þér USB2 skúffu fyrir öll IDE. þá geturðu skrúfað saman það sem þú vilt, keypt þér DVD skrifara og ef þú vilt hafa hann færanlegan þá seturu hann í tengið og tekur HDD úr. svo held ég að það sé ódýrara að kaupa innaná liggjandi DVD skrifara og eitt svona USB2 box heldur en að kaupa utanáliggjandi...