Vandamál með að finna SATA disk


Höfundur
Gandalf
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Vandamál með að finna SATA disk

Pósturaf Gandalf » Sun 19. Mar 2006 18:57

Sælir, ég er í smá veseni með að finna og starta upp tölvunni með SATA disk.
Ég er núna með 2x ATA diska og 3x SATA (einn af þeim raptor).
Var að installa windowsinu á raptorinn og allt fínt með það. Síðan tengi ég hina diskana og þá virkar allt ennþá vel. Fatta svo að ég hafði gleymt að tengja einn SATA diskinn og slökkti á vélinni og tengdi hann. Síðan þegar ég kveiki á vélinni kemur að það hafi verið error eða álíka og hvort ég vilji ræsa windowsið í safe mode o.s.frv. (þið ættuð að kannast við það).
Ég vel fyrst að starta windowsinu í normal mode, en þá restartar vélin sér og endar á sama stað. Prufa þá safe mode, en sama gerist, vélin restartar sér.
Fór núna að pæla hvort þetta væri einhver spurning með hvernig ég tengi diskana. Raptorinn og SATA diskurinn sem virkar vel eru á SATA tengi 1 og 2. Þessi sem virðist vera að klikka er á nr 3. Prufa því að skipta og láta þennan sem er með vesen á nr 2 og hef SATA diskinn sem er í lagi ótengdan.
Sama vesenið gerist. Tölvan restartar sér þegar ég reyni að velja safe mode eða normal mode.

Því er mér spurn, hvað haldið þið að gæti verið að þessum disk? Afhverju læturu hann vélina alltaf restartast?

p.s. þegar ég starta tölvunni upp kemur smá listi yfir þá sata diska sem tölvan finnur og þá birtist þessi diskur :?


"Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool."
//Lester Bangs - Almost Famous