Það er alveg ágætur möguleiki á því að þú getir náð þessum gögnum aftur. En í hvert skipti sem þú skrifar eitthvað á diskinn minnkarðu þær líkur, og því þarftu að takmarka skaðan sem að þegar er skeður með því að hætta núna strax að nota Windows'ið á disknum sem þú vilt ná gögnunum af. Og þá á ég við að
taka tölvuna úr sambandi um leið og þú ert búinn að lesa þetta svar.
Þá skaltu taka harða diskinn úr sambandi, og annaðhvort setja Windows upp á annan harðan disk í tölvunni þinni, eða fá að tengja formattaða diskinn við aðra tölvu.
Þá skaltu sækja eitthvað gagnabjörgunarforrit, ég mæli sterklega með forritinu 'Get Data Back for NTFS'. Það kostar reyndar eitthvað, en þú nefndir að þú værir til í að borga fyrir þetta, svo það ætti ekki að skipta máli.
Svo tengirðu formattaða diskinn við tölvuna sem þú settir gagnabjörgunarforritið upp á og lætur hann skanna diskinn og hann finnur þá vonandi þær skrár sem þig vantar.
Þú getur byrjað á því að prófa trial útgáfu af GDB til þess að athuga hvort að það finni þessar skrár, þarft síðan fullu útgáfuna til þess að geta bjargað gögnunum.
Ef að þú vilt að ég reyni þetta fyrir þig þá getum við athugað það, en ég er frekar upptekinn svo að það gæti tekið eitthvern tíma. Auk þess myndi ég ekki geta ábyrgst það að ég gæti bjargað gögnunum. Sendu mér bara skilaboð hérna á spjallinu.
Ástæðan fyrir því að það er hægt að bjarga format'uðum gögnum: Skrárkerfið heldur svokalla skrátöflu(MFT, Master File Table) yfir hvert einasta svæði á disknum sem getur innihaldið gögn. Þessi tafla segir síðan til um það hvaða skrá er á hverju svæði, eða hvort að svæðið er laust til notkunnar. Þegar diskur er formattaður eru svæðin sjálf ekki hreinsuð heldur eru þau bara merkt sem "tóm", en gögnin breytast ekki fyrr en svæðið er notað undir aðra skrá. Það þýðir að nýformattaður diskurinn inniheldur í raun öll þau gögn sem voru á honum fyrir formattið. En í hvert skipti sem eitthvað er skrifað á diskinn, t.d. Windows sett upp, er skrifað í eitthver svæði á disknum og þ.a.l. ekki hægt að bjarga gögnunum sem voru á þeim svæðum.
____________________________________________________________
maro skrifaði:ef þú formattar er enginn leið að ná í þau
Rangt! Passaðu hvað þú ert að fullyrða þegar þú veist greinilega ekki nóg um efnið. Ég vona bara að Bj4rki hafi ekki lesið þetta comment þitt og hætt að kíkja á þennan þráð.
Reglurnar // gumol skrifaði:<div align="center">6. gr.
Ekki koma með fullyrðingar ef þú ert ekki viss um það sem þú ert að segja
Segðu t.d."ég held að ef að þú breytir MBR þá breytist partion table ekki" frekar heldur en
"ef að þú breytir MBR breytist partion table ekki" nema þú sért fullkomlega viss.</div>