Síða 1 af 1

Hiti á hörðum diskum?

Sent: Fim 16. Mar 2006 16:47
af BjartmarE
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það fari illa með harða diskinn ef hann er ekki með kælingu/viftu í boxinu sem hann er í?

Ég er með þennan harðadisk:
http://www.task.is/?prodid=1806
Seagate Barracoda, 300gb, 7200rpm með IDE tengi.
Og þetta box:
http://www.computer.is/vorur/1770

Mér finnst hann hitna svolítið mikið og ég slekk því alltaf á honum um leið og ég er búinn að færa inn og út úr tölvuni.
Ef ég er að fara horfa á eitthvað sem er inni á honum Copy'a ég það af disknum í tölvuna og slekk á.


Fer það betur með diskinn að hafa hann í gangi en að slökkva á honum og kveikja aftur á honum klukkutíma seinna?

Sent: Fim 16. Mar 2006 17:15
af SolidFeather
Ég myndi halda að það væri betra að hafa alltaf kveikt á honum. Þá bara ef að hitinn er ekki að fara yfir eitthvað rosalega hátt.

Sent: Fim 16. Mar 2006 17:55
af @Arinn@
Auðvitað hitnar boxið dálítið vegna þess að það er málmur í því sem leiðir hitann út.

Sent: Fim 16. Mar 2006 18:03
af Viktor
SolidFeather skrifaði:Ég myndi halda að það væri betra að hafa alltaf kveikt á honum.

Sé ekki hvað er svona gott við það...

Sent: Fim 16. Mar 2006 18:06
af axyne
alveg eðlilegt að svona hýsingar hitna eitthvað.

myndi ekkert hafa áhyggjur af því.

held það sé ekkert sniðugt að vera að kveikja/slökkva í sífellu. hafðu bara kveikt á honum eins og þú þarft.

bara eiga backup af mikilvægu dóti og muna að þú hefur ábyrgð í 2 ár :wink:

Sent: Fim 16. Mar 2006 18:58
af Veit Ekki
Viktor skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Ég myndi halda að það væri betra að hafa alltaf kveikt á honum.

Sé ekki hvað er svona gott við það...


Það er ekki gott ef svona hlutir eru að hitna og kólna til skiptis, betra þá að hafa bara kveikt, þó má hitinn ekki vera alltof mikill ef hann ætlar að vera með alltaf kveikt á honum.