Síða 1 af 1

USB C conversion á lyklaborði

Sent: Fös 19. Des 2025 23:52
af Fennimar002
Sælir!

Ég á tvö Razer blackwidow leikjalyklaborð sem ég hef átt í nokkur ár og hef ekki getað losa mig við en langar að geta haldið áfram að nota. Sá þessa grein um að setja USB C plug í staðinn: https://geekhack.org/index.php?topic=107357.0

Er að spá hvaða breakout board hjá Ali frænda gæti virkað fyrir þetta? Pantaði eina týpu áður en ég sá að það þyrftu að vera resistors á því og eitthvað.
Eins með Molex Picoblade hlutina. Er hægt að fá það á ágætis verði?

Öll ráð að svona verkefni vel þegin! :baby

Re: USB C conversion á lyklaborði

Sent: Lau 20. Des 2025 09:00
af rostungurinn77
Ef þú ætlar að fylgja leiðbeiningunum af hverju ekki bara að panta hlutina sem hann listar.

Sýnist polulu borðið vers með 5k viðnámum.

https://www.pololu.com/product/2585


This carrier board pulls the CC1 and CC2 pins to GND through 5.11 kΩ termination resistors, making the port a Sink and a UFP by default and allowing it to be a straightforward replacement for a Type-B, Mini-B, or Micro-B port on a USB device.



Önnur sambærileg borð eru það líka.

https://www.adafruit.com/product/4090


The two 5.1K resistors on the CC1 pins indicate to the upstream port to provide 5V and up to 1.5A (whether the upstream can supply that much current depends on what you're connecting to.



Finnur þetta líklegast á amazon eða mouser fyrir utan augljóslega hlekkina að ofan