Síða 1 af 1
Tölvusamsetning
Sent: Mán 15. Sep 2025 23:12
af GudlaugurGt
Sjá viðhengi, er þetta góð tölva ? Er einhvað sem þið mynduð breyta eða bæta við?
Bestu kveðjur,
G
Re: Tölvusamsetning
Sent: Mán 15. Sep 2025 23:23
af Viggi
Lýst vel á þetta. Getur samt tekið windows út og keypt lykil á netinu fyrir klink
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 08:20
af Hausinn
Eina sem ég myndi breyta væri að taka aðeins ódýrari aflgjafa og kælingu og kaupa 2TB SSD í staðinn. Annars flott tölva.
Ég myndi einnig stela Windows.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 10:08
af ejm
Ef þetta er hugsað sem gjöf þá er kannski betra að hafa Windows legit með, en ég myndi frekar nota massgrave en að kaupa lykil á netinu á klink, miðað við vesenið sem maður hefur heyrt af.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 11:05
af Oddy
ejm skrifaði:Ef þetta er hugsað sem gjöf þá er kannski betra að hafa Windows legit með, en ég myndi frekar nota massgrave en að kaupa lykil á netinu á klink, miðað við vesenið sem maður hefur heyrt af.
Þarf orðið lykil við uppsetningu?
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 11:07
af blitz
Er ekki verið að ráðleggja fólki gegn því að taka AsRock borð með 9000-seríu af Ryzen?
https://www.youtube.com/watch?v=8UdTQbcduio&t=228s
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 11:28
af hfwf
Miðað við þau gögn sem liggja fyrir þá hefur ASROCK selt kannski 3-4-5m MBs fyrstu 9 mánuði ársins, ef miðað er við gögn þá frá 2024 (EST), amd selt eitthvað eitthvað, bios 3.40 kom út fyrir nokkrum vikum, ASROCK segja að þeir séu búnir að laga eitthvað bla bla, gefa ekkert upp, en frá 3.25 held ég segja þeir að þetta væri úr sögunni og kenna AMD um eða hvernig sem það var eða öfugt, en gefið að það er niche markaður af notendum inn á r/asrock, 200? kannski nenni ekki að telja sem þetta er að koma fyrir, þá sé ég ekkert að því að mæla með asrock og amd.
er með asrock og am5 9XXX x3d týpu, síðustu 3 mánuði á 3.25 bios þar sem téð á að hafa verið "lagað" ekkert vandamál hér *knock on wood*, en er í 3 ára ábyrgð og ef eitthvað kemur fyrir , þá er þetta tryggt.
Ef fólk efast eitthvað þá bara ekki taka asrock mb, mjög einfalt.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 13:25
af ejm
Oddy skrifaði:ejm skrifaði:Ef þetta er hugsað sem gjöf þá er kannski betra að hafa Windows legit með, en ég myndi frekar nota massgrave en að kaupa lykil á netinu á klink, miðað við vesenið sem maður hefur heyrt af.
Þarf orðið lykil við uppsetningu?
Nei, held ekki. Kemur bara svona Activation banner á skjáinn hjá manni.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Þri 16. Sep 2025 18:56
af Vaktarinn
Mundi forðast Assrock með 9000 seríunni og alls ekki borga fyrir windows, það er frítt
Re: Tölvusamsetning
Sent: Mið 17. Sep 2025 09:53
af oskarom
Hæ,
Til að fá sem gagnlegust svör þá væri mjög sniðugt að taka fram hvernig í hvað tölvan verður notuð ásamt hugmyndum um kröfur og budget.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Mið 17. Sep 2025 18:54
af Sinnumtveir
Mín tvö sent:
Aflgjafi og kæling eru overkill. 32GB minni finnst mér fáránlega lítið.
Meira minni er alltaf betra, þýðir m.a. minna slit á SSD sem búbót.
Ég mynd sennilega reyna að hafa SSD aðeins stærri, en 1TB er alveg vel nothæft.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Mið 17. Sep 2025 21:41
af Úlvur
Sinnumtveir skrifaði:Mín tvö sent:
Aflgjafi og kæling eru overkill. 32GB minni finnst mér fáránlega lítið.
Meira minni er alltaf betra, þýðir m.a. minna slit á SSD sem búbót.
Ég mynd sennilega reyna að hafa SSD aðeins stærri, en 1TB er alveg vel nothæft.
Sammála þessum herramanni.
Nema ég hef aldrei heyrt um að overkill af minni hjálpi ssd drifum að slitna minna. Myndi mæla með 32gb fyrir gaming, meira fyrir video vinnslu eða einhverja álíka vinnu.
Hjálpar að nefna hvað tölvan er notuð í.

Re: Tölvusamsetning
Sent: Mið 17. Sep 2025 23:42
af Klemmi
Bara sama og hinir hafa sagt.
Óþarflega öflugur aflgjafi og kæling.
Móðurborðið líka óþarflega dýrt, en reyndar lítið í boði þar nema m-ATX ódýrara.
Færi í ódýrari týpu af 2TB disk, ef þetta er leikjavél, þá er 1TB fljótt að fyllast nema þið spilið takmarkað magn af leikjum.
Svo fer það eftir notkun og budgetti, en mögulega kæmi betur út að taka þennan sparnað, og spara meira og fara í 7800X3D og skella í RTX 5080 í staðin, eða hlæja með mismuninn í bankann, eða eyða honum í jaðartæki... skjá, heyrnatól eða USB eldflaugar.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Fim 18. Sep 2025 00:12
af Sinnumtveir
Úlvur skrifaði:Sinnumtveir skrifaði:Mín tvö sent:
Aflgjafi og kæling eru overkill. 32GB minni finnst mér fáránlega lítið.
Meira minni er alltaf betra, þýðir m.a. minna slit á SSD sem búbót.
Ég mynd sennilega reyna að hafa SSD aðeins stærri, en 1TB er alveg vel nothæft.
Sammála þessum herramanni.
Nema ég hef aldrei heyrt um að overkill af minni hjálpi ssd drifum að slitna minna. Myndi mæla með 32gb fyrir gaming, meira fyrir video vinnslu eða einhverja álíka vinnu.
Hjálpar að nefna hvað tölvan er notuð í.

Skrif á SSD slítur disknum, hann hefur endanlegan líftíma í skrifum. Meira minni == minna "paging", minna slit, meiri ending.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Fim 18. Sep 2025 12:33
af GuðjónR
Það er ekkert að ASRock móðurborðunum með 9000 seríuna af AMD.
Löngu búið að laga það með BIOS uppfærslum, sá nýjasti er 3.40 og ekki gleyma það er ábyrgð á þessu dóti.
Re: Tölvusamsetning
Sent: Fim 18. Sep 2025 13:19
af Moldvarpan
Er þetta aðallega fyrir leikja spilun?
Ég myndi persónulega taka ódýrari örgjörva og móðurborð, og taka dýrara skjákort.