Síða 1 af 1

AliExpress tölvan

Sent: Mán 01. Sep 2025 18:24
af Kastali
gerði ITX tölvu með AliExpress pörtum (allt nema ssd og gpu) var smá stressandi að panta frá Ali en allt virkaði \:D/


Mynd: https://i.ibb.co/RGvD1MRS/IMG-2193.jpg

Banani sem mælistika: https://i.ibb.co/r281dZ7j/IMG-2186.jpg

CPU: ryzen 5 9600x
GPU: 9060 xt 8gb
Móðurborð: maxsun B850ITX
RAM: 1x16gb juhor 6400mhz
Kassi: Mechanic Master c24 9.9L
PSU: thermalright TR-TGFX650 SFX

Hefur einhver ykkar prófað AliExpress parta? góð eða slæm reynsla?

Re: AliExpress tölvan

Sent: Mán 01. Sep 2025 18:28
af Viggi
Búinn að vera að nota kingspec m.2 diska í nokkur ár. Svínvirka alveg

Re: AliExpress tölvan

Sent: Mán 01. Sep 2025 18:38
af Prentarakallinn
Pantaði Ryzen 3700x, Crucial 2TB P3 Plus M.2 og Crucial Ballistix 3200mhz DDR4 á Ali og allt kom á met tíma og sparaði mér þónokkra þúsundkalla. Passa bara að versla við AliExpress Choice söluaðila.

Re: AliExpress tölvan

Sent: Mán 01. Sep 2025 19:45
af KristinnK
Núverandi tölva mín er með móðurborð og vinnsluminni af Aliexpress og hefur dugað hingað til.

Re: AliExpress tölvan

Sent: Mán 01. Sep 2025 21:46
af kornelius
Þegar að þú getur keypt sömu vöruna með meira en 100 þúsund króna mismun að þá er þetta ekki spurning.

https://elko.is/vorur/gmktec-nucbox-evo ... GMKEVOX101

https://www.aliexpress.com/item/1005008 ... in_prod%3A

K.

Re: AliExpress tölvan

Sent: Þri 02. Sep 2025 00:02
af worghal
hvar fæ ég þetta bónus svín??

Re: AliExpress tölvan

Sent: Þri 02. Sep 2025 07:24
af GuðjónR
Kastali skrifaði:gerði ITX tölvu með AliExpress pörtum (allt nema ssd og gpu) var smá stressandi að panta frá Ali en allt virkaði \:D/


Mynd: https://i.ibb.co/RGvD1MRS/IMG-2193.jpg

Banani sem mælistika: https://i.ibb.co/r281dZ7j/IMG-2186.jpg

CPU: ryzen 5 9600x
GPU: 9060 xt 8gb
Móðurborð: maxsun B850ITX
RAM: 1x16gb juhor 6400mhz
Kassi: Mechanic Master c24 9.9L
PSU: thermalright TR-TGFX650 SFX

Hefur einhver ykkar prófað AliExpress parta? góð eða slæm reynsla?


Hve stór er tölvan? Jahhh sirka 1.2 banani. :D

Re: AliExpress tölvan

Sent: Þri 02. Sep 2025 10:51
af Kastali
worghal skrifaði:hvar fæ ég þetta bónus svín??


þetta er handteiknað af vini, ekki framleitt sem límmiði því miður

Re: AliExpress tölvan

Sent: Þri 02. Sep 2025 12:51
af Kastali
KristinnK skrifaði:Núverandi tölva mín er með móðurborð og vinnsluminni af Aliexpress og hefur dugað hingað til.


Hvernig mobo? Er með maxsun en sá nokkur frá fyrirtækjum sem ég hef aldrei heyrt um áður. Mitt virkar alveg en bios-ið er frekar meh

Re: AliExpress tölvan

Sent: Þri 02. Sep 2025 13:52
af KristinnK
Ég er líka með Maxsun, tæplega eins og hálfs árs gamalt.

Re: AliExpress tölvan

Sent: Mán 08. Sep 2025 08:58
af Dropi
Ég hef keypt ásamt nokkrum öðrum Huananzhi X99 F8 borð frá Aliexpress og reynist það mér mjög vel í daglegum rekstri í heimaserver. Er að skoða AMD Epyc borð frá þeim næst þegar ég er í uppfærslu hugleiðingum.