En mér finnst gott að geta gripið í heimilisfartölvu

Ég er búinn að vera duglegur í gegnum árin að sanka að mér fartölvum sem fólk er hætt að nota einhverra hluta vegna.
Er með Lenovo N100 frá 2006 sem startar sér en heldur ekki hleðslu.
Er með Asus Zenbook frá 2012 sem ég keypti mér sjálfur en fremsti parturinn af hleðslutækinu brotnaði af og þess vegna tekur hún ekki hleðslu, veit ekki ástandið á henni en hún hafði alltaf verið geggjuð.
Er með Macbook Air frá 2012
Er með 3 Lenovo Yoga 700 vélar frá 2015 með snertiskjá, sem allar kveikja á sér en eru í mismunandi vandræðum, 1 sem er í endless boot loop, næsta þá hleðst hún ekki en kveikir á sér þegar hún er í sambandi og lyklaborð virkar og virkar ekki og svo þriðja sem kveikir á sér og virðist virka.
Er með Lenovo T460s frá 2016 sem virkar og hleðst en ég hef ekki mælt hvað hún dugir lengi á batterýinu
Og að lokum Asus F540LA frá 2016 sem kveikir á sér og hleðst en einsog með hina, hef ég ekki mælt hvað hún dugir lengi á batterýinu.
Lenovo Yoga 260 sem börnin fá að nota en spurning með battery á henni líka
Svo er ég að nota Lenovo T480 sem heldur hleðslu í rúman klukkutíma sem heimilis fartölvan.
Þannig ég spyr hvað þið gerið við svona gamlar fartölvur?