Hvað gerið þið við gamlar fartölvur?


Höfundur
Siggihp
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Hvað gerið þið við gamlar fartölvur?

Pósturaf Siggihp » Fim 28. Ágú 2025 16:25

Byrja kannski á að segja að ég er með borðtölvu sem ég nota í flest, og fartölvu í vinnunni.
En mér finnst gott að geta gripið í heimilisfartölvu :D

Ég er búinn að vera duglegur í gegnum árin að sanka að mér fartölvum sem fólk er hætt að nota einhverra hluta vegna.
Er með Lenovo N100 frá 2006 sem startar sér en heldur ekki hleðslu.
Er með Asus Zenbook frá 2012 sem ég keypti mér sjálfur en fremsti parturinn af hleðslutækinu brotnaði af og þess vegna tekur hún ekki hleðslu, veit ekki ástandið á henni en hún hafði alltaf verið geggjuð.
Er með Macbook Air frá 2012
Er með 3 Lenovo Yoga 700 vélar frá 2015 með snertiskjá, sem allar kveikja á sér en eru í mismunandi vandræðum, 1 sem er í endless boot loop, næsta þá hleðst hún ekki en kveikir á sér þegar hún er í sambandi og lyklaborð virkar og virkar ekki og svo þriðja sem kveikir á sér og virðist virka.
Er með Lenovo T460s frá 2016 sem virkar og hleðst en ég hef ekki mælt hvað hún dugir lengi á batterýinu
Og að lokum Asus F540LA frá 2016 sem kveikir á sér og hleðst en einsog með hina, hef ég ekki mælt hvað hún dugir lengi á batterýinu.

Lenovo Yoga 260 sem börnin fá að nota en spurning með battery á henni líka
Svo er ég að nota Lenovo T480 sem heldur hleðslu í rúman klukkutíma sem heimilis fartölvan.

Þannig ég spyr hvað þið gerið við svona gamlar fartölvur?
Síðast breytt af Siggihp á Fim 28. Ágú 2025 16:26, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8442
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1350
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað gerið þið við gamlar fartölvur?

Pósturaf rapport » Fim 28. Ágú 2025 17:17

Ég fer með allt í Fjölsmiðjuna.

Fyrir 1-2 árum tók ég allt, allar snúrur, kassa, gömul móðurborð, geisladrif og allan fjandann sem ég hafði ekki notað í meira en ár... og fór með það til þeirra svo að einhver af krökkunum gæti fiktað og kannski leikið sér að raða einhverju saman... og kannski fengið áhuga á þessu.

Í versta falli þá rífa þau þetta í parta, flokka og fá pening frá Hringrás fyrir að koma þessu í umhverfisvæna förgun/endurvinnslu.
Síðast breytt af rapport á Fim 28. Ágú 2025 17:17, breytt samtals 1 sinni.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6369
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gerið þið við gamlar fartölvur?

Pósturaf AntiTrust » Fim 28. Ágú 2025 18:54

Ég held að það séu ansi margar fartölvur sem er vel nýtilegar og gott betur sem eru látnar "fara" afþví að batterýið er orðið slappt, þegar það er hræódýrt að panta nýtt að utan og gefur tölvunum auðveldlega auka 2-3ja ára líftími. Ég hugsa að nýtt batt. í T vélarnar hjá þér séu líklega undir 15þ komið heim með öllu, stykkið.

Ég er með eina 3 ára Dell vél sem ég pantaði nýtt batt. í og nota sem Linux lappa þegar skapið er þannig - myndi líklega ekki fara á mikið á bland eða marketplace en er meira en nóg sem sófatölva, og alltaf gaman að eiga gamlar vélar til að henda hinu og þessu distro'i upp á til að halda í baseline Linux þekkinguna. Virkar fínt með W11 sömuleiðis.