Síða 1 af 1
Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Þri 26. Ágú 2025 09:02
af drengurola
Mér hefur alltaf fundist móðurborð hafa alltaf of fá og allt of mörg USB port eftir því hvort það er þriðjudagur eða sunnudagur. Ég er líka sérfræðingur í að vanmeta hversu mörg USB port ég nota, og vil nota.
Endilega setjið í athugasemd niðurbort ef ykkur langar.
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Þri 26. Ágú 2025 10:37
af Viggi
Öll portin fyrir aftan í notkun svo oftast eitt framaná í sambandi til að hlaða ps5 stýripinnann eða snjallúrið
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Þri 26. Ágú 2025 13:26
af rapport
Er með fartölvu og þarf að nota þrjú á henni og svo tvö aftaná dokkuskjánnum.. vantar í raun eitt USB-C fyrir heyrnatóladongul (þætti það betra en að nota Bluetooth)
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Fim 28. Ágú 2025 15:05
af DJOli
Mús og lyklaborð í venjulegt usb, hljóðkort í usb-c að aftan.
usb höbb í usb-c að framan, og í höbbinn; míkrafónn, vefmyndavél, xbox fjarstýring, myndavél plögguð fyrir gagnaflutning, hdd 'dokka' til að bjarga gögnum.
Held að ég sé þá í 9.
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Fim 28. Ágú 2025 21:55
af braudrist
MSI Meg Godlike Z890 og X870E eru bæði með x7 USB-C og x8 USB 3.0 að aftan. Drauma móðurborð en aðeins of dýrt.

- godlike.png (415.78 KiB) Skoðað 845 sinnum
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Fim 28. Ágú 2025 22:33
af olihar
braudrist skrifaði:MSI Meg Godlike Z890 og X870E eru bæði með x7 USB-C og x8 USB 3.0 að aftan. Drauma móðurborð en aðeins of dýrt.
godlike.png
Ég elska ProArt borðin frá Asus á mikið skynsamari pening líka. Næstum 1/3 verð af þessum Godlike borðum.

- download.png (767.92 KiB) Skoðað 821 sinnum
Re: Hversu mörg USB port notiði?
Sent: Fim 28. Ágú 2025 22:48
af appel
Ég er með usb höbb á borðinu, meika engan veginn að þurfa alltaf að skríða undir borð til að tengja eitthvað, þannig að ég nota oftast bara eitt usb port á tölvunni.