Síða 1 af 1
PC tölvur í Costco
Sent: Sun 20. Júl 2025 22:00
af oompaloompa
Ég man um daginn sá ég einhverjar borðtölvur í Costco, veit einhver hvernig vélar það eru og getur jafnvel frætt mig um hvort það sé gott value í þeim?
Fyrirfram þakkir!
Re: PC tölvur í Costco
Sent: Mán 21. Júl 2025 08:00
af worghal
oftar en ekki hafa þetta verið Lenovo Legion vélar, ég er ekki með á hreynu nákvæmlega hvaða model hafa verið en mest megnis verið mid tier vélar.
Re: PC tölvur í Costco
Sent: Mán 21. Júl 2025 16:32
af oompaloompa
Fyrir áhugasama
Gigabyte gaming tower
399.990kr
i7-14700TI
32gb ram
rtx 4070
Re: PC tölvur í Costco
Sent: Mán 21. Júl 2025 22:40
af gunni91
oompaloompa skrifaði:Fyrir áhugasama
Gigabyte gaming tower
399.990kr
i7-14700TI
32gb ram
rtx 4070
Frekar lélegur díll...
Færð töluvert öflugari vél fyrir 50.000 kr minna í Dalnum og eitt auka ár í ábyrgð.
https://kd.is/category/30/products/2709
Re: PC tölvur í Costco
Sent: Þri 22. Júl 2025 17:00
af Henjo
Allan daginn alltaf forðst svona Lenovo/Dell/Gigabyte/Whatever tölvur. Oft með allskonar rugl og "proprietary" dót í gangi, t.d. með skrýtin vélbúnað sem er erfitt eða ómögulegt að uppfæra eða laga. Og næstum alltaf eru þessar tölvur með lélegt loftflæði þannig þær eru háværar og therma throttla vélbúnaðin.
Alltaf kaupa tölvu byggða í tölvubúð eins og t.d. kísildal sem er linkuð fyrir ofan. Færð mun betri tölvu á mun betra verði.