Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Þri 17. Apr 2012 12:32

Magni81 skrifaði:Hvernig er þessu skúr uppbyggður? er hann smíðaður úr grind með klæðingu að utan? er hann einangraður(veggir,loft og golf)?? Þarf að hafa þetta á hreinu ef þú ætlar að hafa tölvu búnað þarna inni. Ef skúrinn er ekk vind og vatnsheldur þá er þetta dæmt til að eyðileggjast. Er járn á þakinu?
Er gluggi á skúrnum? einfalt eða tvöfalt gler? er hurð á honum? hvernig er hún uppbyggð?( er hún úr einföldu timbri eða massív eins og anddyrishurðin heima hjá þér)


Eins basic og hann verður, gerður úr sama timburefni og pallurinn og fellur inn í pallinn í rauninni í einu horninu. Hann er þéttur í loftinu með e-rskonar viðarplötum og veggirnir með þakpappa sýnist mér. Hurðin er úr einföldu timbri líkt og skúrinn sjálfur, engir gluggar, engin göt eða aðrar opnanir. Svo best sem ég veit er skúrinn þokkalega vatnsheldur, það hélst amk allt þurrt þar inni í vetur. Ég er þó aldrei að fara að smella neinum mission critical vélbúnaði þarna út fyrr en ég er búinn að þétta betur að innan. Að gera hann veðurheldan er held ég minnsta vandamálið, hugsa að vandamálin verði frekar hvernig skal halda optimal hitastigi þarna inni hvort sem er um heit sumur eða skítkalda vetur með nauðsynlegu loftflæði, án þess að eyða hundruðum þúsunda í kælikerfi.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf IL2 » Mið 19. Sep 2012 22:41

Eitthvað að frétta af þessu?




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Sep 2012 23:18

IL2 skrifaði:Eitthvað að frétta af þessu?


Í rauninni ekki nei, því miður. Þetta kostar á þriðja hundrað þúsund að framkvæma með AC, mælum, lögnum, þéttingu á skúrnum og flr. smáhluti. Upphæð sem ég hef ekki týmt að eyða í side-project so far, en þetta situr á öxlinni á mér, HDDarnir farnir að keyra fullheitt eins og er.