Gurka29 skrifaði:Enginn að tala um hvað 9070xt er orkufrekt kort? Var að draga 80-100w meira en 5070ti fyrir svipuð afköst þegar þau voru borin saman á YouTube kannski OC útgáfur?
Já - það eru sennilega öflugustu kortin sem eru að draga vel yfir 400w. Þetta er svolítið flókið því það eru margir framleiðendur með kort og svo hver um sig jafnvel með 3 mismunandi týpur í hvorri kortagerð.
Til að einfalda hlutina er hægt að horfa á kortin í þremur flokkum. Ég hef bara verið að skoða þetta í XT þar sem ég hef lítinn áhuga á 9070 basic þó það virðist vera miklu betra kort en t.d. Nvidia 5070. Þar ræður 16gb Vram mestu.
1. flokkur.
Skjákort án Overclock. Á að draga mest um 304w. Læst kort
Boost clock 2970 mHz
Game clock 2400 mHz
2. flokkur.
Skjákort með Overclock. Dregur mest 304w og kemst ekki hærra. Þessi kort eru yfirleitt með OC einhverstaðar í titli
Boost clock 3060 mHz (3% aukning)
Game clock 2530 mHz (5% aukning)
3. flokkur
Skjákort með factory overclock og geta dregið yfir 340w. Þessi kort hafa yfirleitt MAX, Elite eða ULTRA í titli
Boost Clock 3100 mHz (4.4% aukning)
Game Clock 2570 (7.1% aukning)
Annars hef ég séð marga hrósa 9070 kortunum fyrir hátt performance miðað við spec og rafmangsnotun. Virðist sem þau kort séu að ná því allra besta út úr þessari RDNA uppbyggingu. Hins vegar eru XT týpurnar ekki að sýna eins góða nýtni miðað við performance.
Hér er listi yfir XT kortin sem ég fann á netinu.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... =755628141