Fannstu einhverntíman út úr þessu?
Er líklega að fara að skella SSD disk í vél með Windows 8 with Bing! og þú gætir því sparað mér mikið googl og vesen
Skipta úr HDD yfir í SSD Lenovo.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Reputation: 14
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta úr HDD yfir í SSD Lenovo.
Ég dáist að því hvað menn leggja á sig til að eiga genuine uppsett windows..
Ég lenti í vandræðum þegar ég setti upp SSD í Fujitsu fartölvu sem ég á.. gafst upp á því rugli eftir nokkra klukkutíma og er bara að keyra hugbúnað sem að "aðstoðar" við activation á vélinni..
Og ég skammast mín ekkert fyrir það afþví að ég á leyfi sem er þá bara ekki í notkun á meðan
En það er alveg hrikalega off putting samt að það skuli vera heljarinnar mál að skipta út diskum í tölvum til að geta notað leyfið sem að maður sannarlega keypti með vélinni í lagi!
Það er svona 10x minna mál oft á tíðum að keyra sjónræningjaútgáfur heldur en að fara legit leiðina ef maður ætlar einhverju að breyta
Ég lenti í vandræðum þegar ég setti upp SSD í Fujitsu fartölvu sem ég á.. gafst upp á því rugli eftir nokkra klukkutíma og er bara að keyra hugbúnað sem að "aðstoðar" við activation á vélinni..
Og ég skammast mín ekkert fyrir það afþví að ég á leyfi sem er þá bara ekki í notkun á meðan
En það er alveg hrikalega off putting samt að það skuli vera heljarinnar mál að skipta út diskum í tölvum til að geta notað leyfið sem að maður sannarlega keypti með vélinni í lagi!
Það er svona 10x minna mál oft á tíðum að keyra sjónræningjaútgáfur heldur en að fara legit leiðina ef maður ætlar einhverju að breyta
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta úr HDD yfir í SSD Lenovo.
Klemmi skrifaði:Fannstu einhverntíman út úr þessu?
Er líklega að fara að skella SSD disk í vél með Windows 8 with Bing! og þú gætir því sparað mér mikið googl og vesen
Gerði þetta á vélinni minni um daginn, setti upp genuine win7 á nýjan SSD í E520 tölvu með að notast við USB flakkara.
Man ekki nákvæmlega það sem ég gerði en minnir ég hafi notast við eitthvað af uppsettu Lenovo tólunum til að færa image-ið yfir á flakkarann og gera hann bootable.
Gæti verið svipað fyrir win8
Electronic and Computer Engineer
Re: Skipta úr HDD yfir í SSD Lenovo.
axyne skrifaði:Klemmi skrifaði:Gerði þetta á vélinni minni um daginn, setti upp genuine win7 á nýjan SSD í E520 tölvu með að notast við USB flakkara.
Man ekki nákvæmlega það sem ég gerði en minnir ég hafi notast við eitthvað af uppsettu Lenovo tólunum til að færa image-ið yfir á flakkarann og gera hann bootable.
Gæti verið svipað fyrir win8
Þakka svarið
Málið snýst þó um þessa sérstöku útgáfu, Windows 8.1 with Bing. Þetta er spes útgáfa sem Microsoft láta framleiðendur hafa endurgjaldslaust (já, endurgjaldslaust, $0) til þess að setja á mjög ódýrar vélar.
Eini munurinn á Windows 8.1 with Bing og Windows 8.1 er að framleiðendur samningsbinda sig til að setja ekki aðra default leitarvél með Internet Explorer. Þetta gerðu þeir til þess að missa ekki frá sér ódýrasta búnaðinn til Android, Linux og annara stýrikerfa, í staðin græða þeir á app-storeinu sínu, auglýsingum tengdum Bing leitarvélinni o.s.frv.
Vandamálið er hins vegar að það virðist vera djöfuls bras að komast í ISO image til að enduruppsetja vélina :/
Re: Skipta úr HDD yfir í SSD Lenovo.
Jæja, gaf pabba SSD disk í jólagjöf svo það var komið að því að láta reyna á þetta. Ég læt hér fylgja upplýsingar um hvernig þetta endaði, í von um að það geti mögulega nýst einhverjum öðrum sem lendir í sama vanda
Ég prófaði fyrsta að ræsa upp af Windows 8.1 OEM disk, en það bað um product key og þegar ég sló hann inn (eftir að hafa sótt hann með ProduKey) þá sagði setupið að ekkert image á þessum disk passaði við númerið.
Þá eyddi ég áfram tíma í að reyna að finna image af þessu, en ekkert gekk, svo ég endaði á því að spegla diskinn með Acronis True Image, og ætlaði mér svo bara að nota Lenovo recovery functionið. Þá hins vegar hélt gamanið áfram, þar sem að recovery functionið neitar að virka ef það er búið að eiga eitthvað við partitionin, og þar sem ég var með lítinn 120GB SSD disk vs. 1TB diskinn sem fylgdi tölvunni, þá var það óumflýjanlegt.
Ég endaði því á því að keyra innbyggða reset functionið í Windows, gerði mér ekki grein fyrir hversu öflugt það er, en það s.s. enduruppsetur stýrikerfið og því lítil þörf á Lenovo recoveryinu. Þá hafði ég lesið mér til að ef maður ýtti á CTRL + SHIFT + F3 þegar tölvan er komin á það stig að biðja persónulegar stillingar, þá getur maður komist inn og hent út þeim forritum sem maður vill, þannig að þau ljúki ekki endanlega uppsetningu og ræsi sig því ekki við fyrstu keyrslu, s.s. alls kyns bloatware og rugl.
Á endanum notaði ég svo frítt tól, AOMEI Partition Assistant Standard, til þess að taka til í partitionunum, henda út recoveryinu og öllum óþarfa partitionum, þar sem diskurinn er af takmarkaðari stærð. Nú er tölvan bara nokkurn vegin eins og hún hefði verið ef ég hefði sett upp hreina uppsetningu með geisladisk og ég er bara nokkuð ánægður með niðurstöðuna.
Gleðileg jól!
Ég prófaði fyrsta að ræsa upp af Windows 8.1 OEM disk, en það bað um product key og þegar ég sló hann inn (eftir að hafa sótt hann með ProduKey) þá sagði setupið að ekkert image á þessum disk passaði við númerið.
Þá eyddi ég áfram tíma í að reyna að finna image af þessu, en ekkert gekk, svo ég endaði á því að spegla diskinn með Acronis True Image, og ætlaði mér svo bara að nota Lenovo recovery functionið. Þá hins vegar hélt gamanið áfram, þar sem að recovery functionið neitar að virka ef það er búið að eiga eitthvað við partitionin, og þar sem ég var með lítinn 120GB SSD disk vs. 1TB diskinn sem fylgdi tölvunni, þá var það óumflýjanlegt.
Ég endaði því á því að keyra innbyggða reset functionið í Windows, gerði mér ekki grein fyrir hversu öflugt það er, en það s.s. enduruppsetur stýrikerfið og því lítil þörf á Lenovo recoveryinu. Þá hafði ég lesið mér til að ef maður ýtti á CTRL + SHIFT + F3 þegar tölvan er komin á það stig að biðja persónulegar stillingar, þá getur maður komist inn og hent út þeim forritum sem maður vill, þannig að þau ljúki ekki endanlega uppsetningu og ræsi sig því ekki við fyrstu keyrslu, s.s. alls kyns bloatware og rugl.
Á endanum notaði ég svo frítt tól, AOMEI Partition Assistant Standard, til þess að taka til í partitionunum, henda út recoveryinu og öllum óþarfa partitionum, þar sem diskurinn er af takmarkaðari stærð. Nú er tölvan bara nokkurn vegin eins og hún hefði verið ef ég hefði sett upp hreina uppsetningu með geisladisk og ég er bara nokkuð ánægður með niðurstöðuna.
Gleðileg jól!
-
- Geek
- Póstar: 804
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skipta úr HDD yfir í SSD Lenovo.
Það er hægt að finna tól sem sækir leyfislykilinn úr stýrikerfinu. Einnig er hægt að búa til UEFI bootable USB lykla og þá á installerinn væntanlega að lesa leyfislykilinn úr UEFI Bios tölvunnar. Link: http://www.nextofwindows.com/how-to-mak ... windows-8/