Bestu CD-R?


Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Buddy » Þri 21. Okt 2003 22:44

Bestu gæðin sem hægt er að fá á Íslandi eru Fuji og Kodak sem eru tveir af ákaflega fáum framleiðendum sem búa til sýna eigin diska. Eitthvað hefur komið til landsins af Tayo Yuden en það er mjög lítið.

Allir hinir framleiðendurnir sem hafa verið taldir upp hérna eru yfirleitt framleiddir af Ritek, Prodisc, Leadata eða CMC. Creation og Infinity eru að mínu viti báðir Ritek sem gerir þá skárri kost heldur en diskar frá Leadata og CMC. Prodisc eins og t.d Smartdata og eProFormance eru líka í príðis gæðum eins og Ritek en hafa átt í meiri vandræðum með að spilast í öllum geisladrifum. Ég hef til að mynda lennt í vandræðum með ProDisc í ferðatölvu og bílagræjageisladrifum.