agnarkb skrifaði:helgisjon skrifaði:agnarkb skrifaði:Fórstu ekki örugglega í BIOS 3.25 eða 3.30?
jú fór í 3.30 en gerði það eftir að eg setti örgjörvann í. Er núna að lesa það að Asrock mobo með eldri bios eru að stúta 9800x3d örgjörvu og miklu fleiri en ég var að búast við, hafa menn hér inná lent í þessu? Þeir í Kísildal nefndu þetta ekki við mig.
Þetta virðist hafa verið of aggresífar EDC og TDC voltastillingar í PBO á Auto stilingum. Líka talað um að IMCinn (Integrated Memory Controller) sé að brenna úr sér með of háu EXPO en þetta er bæði heilt yfir nokkuð sjaldgæft. Ég er sjálfur með 9800x3D í Asrock Nova borði sem hefur oftast verið nefnt í bilanatilfellum en ekkert vesen hjá mér ennþá og ekkert vesen á þeim borðum og CPUs sem ég hef sett hjá öðrum.
Finnst það nokkuð ólíklegt að móðurborðið hafi grillað örgjörvan bara í fyrstu ræsingu. Líklegra að hann hafi verið DOA beint úr kassa eða að móðurborðið sé bara að klikka. Kíktu með það og CPU í verslunina sem þú verslaðir við og þessu verður örugglega reddað.
Já held það sé best að fara með hann í búðina, nenni ekki að standa mikið í þessu lengur

sá að menn voru að lenda í svipuðu þegar þeir hertu of mikið á örgjörva kælingunni en virkaði svo eftir að losa kælinguna, passaði uppá að herða ekki of vel.