Bluescreen


Höfundur
Steini
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 358
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 22:36
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Bluescreen

Pósturaf Steini » Lau 02. Júl 2005 14:37

Frændi minn var að kaupa sér tölvu um daginn, amd64 3800+ - ocz 2x512mb minni - radeon x800xl. Ég sá að minnið var ekki að runna á þeim timings sem eru uppgefnar á því (2-2-2-5) þannig að ég fór í CMOS settings og breytti þeim. Allt er í fína lagi, hann getur spilað cs verið á netinu en þegar hann opnaði my computer og clickar á harðadiskinn þá frýs allt og kemur bluescreen. Þetta gerist líka þegar hann clickar á drifið :? Ég hef bara ekki hugmynd um hvað er að. Gæti þetta verið útaf ég breytti timings eða gæti harði diskurinn verið að skemmast ? Þetta er ca. 14 mánaða gamall 160 gb IDE harður diskur.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Lau 02. Júl 2005 16:16

Efast stórlega um að þetta tengist timings á minninu, myndir þá líka Bluescreen of Death handahófskennt þegar þú værir að gera eitthvað annað.

Er bara einn diskur í vélinni eða er þetta svona aukadiskur? Ef þetta er stýrikerfisdiskurinn og allt runnar fínt þangað til það er reynt að skoða innihaldið með Windows Explorer þá er sennilega allt í lagi með diskinn sjálfan en gæti verið eitthvað í rótinni sem veldur því að Explorer fer í klessu.

Koma einhver sérstök skilaboð á Bluescreen? Kemur eitthvað í EventLog?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 02. Júl 2005 16:20

afhverju seturu ekki minnið á cl3 til að athuga hvort það er ástæðan?


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Lau 02. Júl 2005 16:24

Reyndar, þó ég haldi að það komi málinu ekki við, þá þurfti ég að hækka voltin á OCZ minninu mínu upp í 2.8 til að ná þeim timings sem framleiðandinn gaf upp.




Höfundur
Steini
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 358
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 22:36
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf Steini » Sun 03. Júl 2005 02:51

Ég prófaði aftur að hækka timings, virkaði ekki. Resettaði CMOS-inn og það virkaði heldur ekki. Þetta er einn 160gb diskur sem er með 100gb partition. Haldið þið að format gæti lagað þetta ? Eða ætti að vera hægt að gera bara repair ?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 03. Júl 2005 03:44

hvernig er smart statusinn á disknum? ertu búinn að keyra scandisk?


"Give what you can, take what you need."